Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 38
FRÉTTASKÝRING SÍIVIfllVlflRKflÐURINN
Samkepþni harbnar á fjarskiptamarkaði og má
búast við að dragi til tíðinda strax í byrjun næsta
árs pegar sameinað fyrirtæki Islandssíma
stekkur fram fullskapað og fer að takast á við
/
Landssímann affullum krafti. Islandssími hefur
allt að vinna meðan Landssíminn dregur víglín-
una og biður um aukið athafnafrelsi.
Etdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson
Símamarkaðurinn hefur verið að þjappast saman með sam-
einingu Islandssíma, Tals og Halló Frjálsra ljarskipta í eitt
fyrirtæki undir nafni Íslandssíma og má búast við harðri
samkeppni á næsta ári milli stóru fyrirtækjanna tveggja sem
eftir standa, Landssíma íslands og Íslandssíma. Bæði fyrir-
tækin eiga það sameiginlegt að hafa nýjan kall í brúnni. Óskar
Magnússon hefur tekið við stýrinu hjá Íslandssíma og
Brynjólfur Bjarnason stýrir Landssíma íslands hf. - reyndir og
virtir stjórnendur báðir tveir og reyndar segir Óskar um
Brynjólf að Landssíminn hefði auðveldlega getað fengið verri
mann. Fyrirtækin starfa á sama markaði, að öðru leyti eiga þau
ekki svo ýkja mikið sameiginlegt. Landssíminn er risinn á
símamarkaðnum með 17,5 milljarða króna í veltu og
1.300 starfsmenn, gamla ríkisfýrirtækið sem
breytt var í hlutafélag og átti að einka-
væða og selja. Íslandssími er hins-
vegar ungt fyrirtæki, almenn-
ingshlutafélag með um 5,3
milljarða króna veltu og
aðeins 290 starfsmenn.
Það segir sig sjálft að
Islandssími hefur allt
að vinna og engu að
tapa í samkeppninni
við Símann og segir
Óskar Magnússon
að búast megi við
að „fólk og fyrir-
tæki verði mjög
vart við þá stöðu
sem upp er komin
og njóti góðs af
henni.“
Skæður keppinautur
Islandssími hefur
verið að styrkja sig
að undanförnu með
kaupunum á Tali og
Halló og þeirri fjár-
málalegu tiltekt sem
því hefur fýlgt en með
samruna þessara fyrir-
tækja gjörbreytist lands-