Frjáls verslun - 01.10.2002, Síða 39
FRÉTTASKÝRING ’L MARKAÐURINN
Stofnanamarkaðurinn opnast
Mesta samkeppnin verður á fyrirtækjamarkaði auk þess sem fjarskiptaþjónusta ríkisins
verður boðin út á næsta ári og opnast þá stofnanamarkaðurinn. ADSL-þjónusta hefur einnig
verið mjög vinsæl og má búast við að samkeppni harðni eitthvað á því sviði.
lagið á símamarkaðnum. í stað þriggja keppir Landssíminn
nú við aðeins eitt fyrirtæki. Kraftar forstjóra og annarra
stjórnenda hafa farið í samrunavinnu og næstu vikum verður
varið í það að sameina félögin og búa til eina heild. Hið nýja
fyrirtæki verður Landssímanum skæður keppinautur enda
getur það boðið upp á alhliða þjónustu, eins og
símamennirnir segja, miklu víðtækari þjón-
ustu en Íslandssími, Tal og Halló hvert
um sig áður. Fjárhagsstaða iyrirtækj-
anna tveggja hefur verið mjög ólík,
eins og sást á níu mánaða upp-
gjörinu í haust. Þó að þær tölur
séu ekki fyllilega samanburð-
arhæfar vegna þeirra breyt-
inga sem hafa verið að eiga
sér stað hjá Íslandssíma þá
sýna þær samt verulega yfir-
burði Símans, sem skilaði
1,8 milljörðum króna í hagn-
að, meðan Íslandssími tapaði
tæpum 400 milljónum króna.
Islandssími sem eining hefur
þó styrkst verulega á alla
lund. Kaupin á Tali og Halló
eru fjármögnuð með hluta-
fjáraukningu upp á þrjá millj-
arða króna á þessu ári og
tæpa tvo milljarða á því
næsta, sem gerir fýrirtækið
afar burðugt, auk þess sem
samið hefur verið við banka
og fjármálastofnanir um end-
urfjármögnun lána. Stefnt er
að því að EBITDA verði 1200-
1600 milljónir króna á næsta
ári og hagnaði árið 2004.
„Svigrúmið er nokkurt vegna þess að við vitum ekki hversu
hratt gengur að smella þessum íýrirtækjum saman. Þessi tala
ræðst svolítið af því hversu fljótt það gengur,“ segir Oskar og
telur talnalegar forsendur sameiningarinnar afar raunhæfar.
„Það mun hinsvegar mikið velta á því
hvernig til tekst með þá
þætti sem þarf að
taka á og
39