Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 46
„Ég var ung þegar ég byrjaði hjá Flugleiðum, aðeins 14 ára, og kynntist flestöllum gömlu starfsmönnunum
sem höfðu hagfélagsins ífyrirrúmi. Við unnum afkaþpi oggerðum ekki miklar kröfur, þetta voru erfiðir
tímar og maður var þakklátur fyrir að hafa vinnu. Aðstaðan var léleg en starfsfólkið var gott og manni
fannstgaman í vinnunni," segir hún.
Gífurlegur vöxtur er í bílaleigunni og fyrirsjáanlegt að hann haldi áfram því að erlendir ferðamenn
vilja gjarnan ferðast á eigin vegum um landið. Þórunn Reynisdóttir, framkvœmdastjóri Avis bílaleig-
unnar, hefur náð góðum árangri með fyrirtæki sitt. Hún vill veg ferðaþjónustunnar sem bestan.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Bílaleigan Avis hefur vakið athygli sem vel rekið fyrirtæki
á erfiðum samkeppnismarkaði. Avis hefur stækkað marg-
falt frá því Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri tók við
fyrirtækinu árið 1998 og nú er svo komið að fyrirtækið hefur
600 bíla á boðstólum og gefur Bílaleigu Hertz, sem Flugleiðir
eiga, ekkert eftir í samkeppninni. Þórunn á fyrirtækið með
Imad Khalidi, forstjóra Auto Europe fyrirtækisins í Bandaríkj-
unum, en það bókar bíla fyrir Bandaríkjamenn í Evrópu.
Þórunn er Flugleiðamanneskja í húð og hár, „alin upp“ hjá
Flugleiðum, eins og stundum er sagt, - byrjaði þar 14 ára
gömul og hafði unnið þar alla tíð áður en hún keypti Avis. Aður
hafði hún m.a. starfað við bílaleiguna Hertz fyrir Flugleiðir.
Hún þekkir því vel sitt svið og hefur á örfáum árum byggt upp
fyrirtæki á þessum erfiða markaði og stöðugt tekist að auka
46