Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 53

Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 53
ATHAFNflFÓLK ILONDON Hótelumsvif CHótel sem Magnús rekur ásamt Úlafi Sigtryggssyni, Val Magnússyni og Stefáni Þórissyni): City Hótel við Ránargötu, Sumarhótel á Stúdentagörðum, Plaza Reykjauík í Aðalstnæti, Hótel Örk í Hveragerði. oftast meira máli en salan, svo að samdráttur í auglýsingum er afdrifaríkur. Það er upp og ofan hvar áhuginn er mestur. Á tíma- bili var tölvublaðamarkaðurinn óseðjandi, einkum blöð um tölvuspil sem höfða til krakka. Svo dó sá markaður að sögn Margrétar en er núna að ná sér aftur. „Það skiptir miklu máli hvað er að gerast á markaðnum. Ef Sony eða önnur tölvuleikja- fyrirtæki eru að koma með nýja leiki eru blöðin oft með „demo- diska“ og svo er skrifað um leikina. Það er skýrt samhengi leikja- og blaðamarkaðarins." Hobbíblöðin halda sínu þrátt fyrir samdrátt í auglýsingum. „í ár passa aliir vel upp á peningana sína. Þannig er það um alla Evrópu,“ segir Margrét. Þó mörg tímarit leggi árlega upp laupana er líka mörgum hleypt af stokkunum. „Þetta er markað- ur fæðinga og dauða,“ segir Margrét kímin. „Sveiflurnar koma hins vegar ekki svo mjög við okkur. Ný blöð koma inn þegar önnur hverfa. Nú er nýtt hárgreiðslublað að koma á markaðinn í A5 broti, sem er nýstárleg stærð og því verður dreift í 200 þúsund eintökum. Það er alltaf eitthvað að gerast.“ Auk blaða dreifir MMC svokölluðu „collectibles", alls kyns smáhlutum eins og Pokemon-spilum, myndum af fótbolta- mönnum, límmiðum og öðru sem krakkar safna. MMC byijaði með Pog-spilið fyrir um áratug, sem var dreift í bókabúðir. Þetta dró ekki að sér mikla athygli fyrr en það var farið að skrifa um að spilið drægi athygli skólakrakka frá náminu og ýmsir skólar bönnuðu Pog. „Þá varð allt vitlaust og þetta seldist grimmt,“ segir Margrét. „Við erurn með nokkra svona smáhluti í undir- búningi. Einkenni þeirra er að ef þeir ná vinsældum seljast þeir í milljónatali, en deyja hratt þegar vinsældirnar minnka. Það eru nokkrir aðilar klárir að koma svona á markað, gefa dótið til dæmis með morgunverðarkorni og koma því þannig áleiðis.“ Magnús bendir á að vald bókabúðanna sé orðið býsna mikið. Það er til dæmis engin tilviljun að þegar maður kemur í bókabúð í stórri flugstöð þá er kannski tímarit um báta það fyrsta sem maður rekur augun í. Það færist í aukana að stóru bókabúðirn- ar láti útgefendur borga fyrir að tímaritin séu sett á góðan stað í búðinni. „Það er ekki óalgengt að útgefendur þurfi að borga 20- 30 þúsund pund á ári fyrir góða staði í bókabúð í flugstöð. Það er ekkert frítt í þessum bransa og vald stóru bókabúðakeðjanna er rosalegt." Hótelumsvif á islandi Flugstöðvarnar þekkja þau Margrét og Magnús vel því að þau eru mikið á ferðinni og þau segja að þeim finnist þau öldungis ekki flutt frá íslandi. „Við erum með annan fótinn á íslandi,“ segir Margrét. „Ég hef svo gott fólk með mér að ég þarf ekki að vera á skrifstofunni alla daga. Með tölvutækni og síma er þetta ekkert mál. Ég hef gert bestu samningana í síma frá íslandi eða Bandaríkjunum þegar fólk hélt að ég væri í næsta nágrenni." Margrét segistfara til íslands einu sinni í mán- uði en Magnús er þar tvisvar til þrisvar sinnum. „Við erum með tölvurnar tengdar alls staðar svo þetta er ekkert mál,“ segir Magnús. „Við höfum allt heima á íslandi. Höfum föt þar líka svo Magnús Steinþórsson var kunnur gullsmiður í Gulli og silfri á árum áður, en fluttist síðan út til Bretlands þarsem hann hófrekstur hótels. Nú er hann í hótelrekstri á íslandi. Margrét Ragnarsdóttir stofnaði blaða- dreifingarjýrirtækið MMC ásamt fimm félögum stnum árið 1988. við þurfum ekki að fara með mikið á milli,“ segir Magnús en stríðir Margréti ögn á að hún þurfi að fara með sparifötin á milli, sem blaðamaður hefur auðvitað fullan skilning á. Magnús er á því að þau búi á besta stað í bænum, efst uppi í Pósthússtræti 13 með útsýni yfir MR, Austurvöll, Dómkirkjuna og Hallgríms- kirkju. Þriðja heimilið er svo íbúð í Orlando, líka með góðu útsýni - yfir golfvöllinn, sem er megináhugamál Magnúsar. Tíð erindi Magnúsar til íslands standa í sambandi við hótel- rekstur þar. „Ég og Ólafur Sigtryggsson höfum verið vinir í hundrað ár,“ segir Magnús glaðbeittur. „Við höfum keypt ýmis- legt saman, meðal annars gamla City Hotel að Ránargötu 4. Þar höfum við endurnýjað allt. Við réðum svo Stefán Þórisson til að sjá um þetta og eins rekum við sumarhótel í 74 íbúðum á Stúd- entagörðunum við Suðurgötu og á Gamlagarði líka. Nú erum við búnir að taka yfir reksturinn á Plaza Reykjavík við hliðina á gamla Morgunblaðshúsinu. Hótel Örk í Hveragerði er líka inni í myndinni. Með okkur er einnig Valur Magnússon, veitinga- maður í Naustinu. Hugmyndin er sú að við fjórir rekum saman hótelin og Naustið. Þau Magnús og Margrét eiga hlut í laxveiðiá og segjast gera mikið af því að fara með vini og viðskiptavini í ferðir til íslands. Viðbrögðin séu yfirleitt þau að fólki finnist það aldrei hafa slappað eins vel af og átt jafn gott frí. Eins og aðrir íslend- ingar í Englandi fer það ekki framhjá þeim hvað er mikill áhugi á íslandi hér. Magnús var nýlega ásamt samstarfsmönnum sínum á World Travel, alþjóðlegri ferðasýningu hér í London, þar sem þeir voru að kynna hótel sín og segir að undirtektirnar og áhuginn á íslandi almennt sé gríðarlega mikill. Hann er því bjartsýnn á möguleika ferðamennskunnar á Islandi. ffij 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.