Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.10.2002, Qupperneq 57
FRÉTTASKÝRING GJflLDÞROT ÍSVflR menntun. Margir starfsmenn höfðu keypt hlut í fyrirtækinu og starfsmenn áttu fulltrúa í stjórn. Hugmyndir voru um að hefja vátryggingastarfsemi erlendis og tók stjórn Isvár ákvörðun um að veita 5 milljónum króna í útrás til Danmerkur og Lett- lands. í Danmörku var samið við þarlenda tryggingamiðlara en málið var ekki lengra komið. I Lettlandi var búið að stofna fyrir- tækið ísvá Nordic. Þar var ætlunin að miðla fyrst og fremst vátryggingum frá Friends Provident en markaðurinn var „vanþróaður", eins og Jón Kristinn orðar það, og því hafi þótt nauðsynlegt að senda þangað fulltrúa. Reksturinn í Lettlandi komst þó á koppinn og bar sig um tveggja mánaða skeið. Fyrir- tækið er enn starfandi. Læknadeilan Frjáls verslun hefur talað við hátt í tíu einstak- linga sem hafa komið að Isvár-málinu og eru þeir ekki fyllilega sammála um hvað hafi gerst og hvenær. Ljóst er þó að margt hefur farið úr böndunum. Jón Kristinn segir að almennir efna- hagserfiðleikar í þjóðfélaginu síðustu misseri hafi komið illa við fyrirtækið, fjölmargir hafi sagt upp samningum sínum og það hafi leitt til þess að erlendir birgjar hafi skrúfað fyrir greiðsluflæði til fyrirtækisins. Jón Sigfússon, framkvæmda- stjóri ísvár mars 2000-apríl 2002, segir að deilan milli lækna og heilbrigðisráðuneytisins um útgáfu vottorða hafi reynst dýrkeypt því að engin vottorð hafi verið gefin út um margra mánaða skeið og fyrirtækið tapað 48 milljónum á því. Svo virð- ist sem geta fyrirtækisins til að sigla í gegnum þessa erfiðleika hafi verið ofmetin. Utrás fyrirtækisins hafi kostað 40 milljónir króna í stað þeirra fimm milljóna sem lagt var upp með. Inni í þessari fjárhæð er risna, ferðakostnaður og uppihald erlendis. Jón Sigfússon bendir á að gríðarleg aukning hafi verið í fyrir- tækinu, tvær miðlanir sameinast þvi og starfsmenn margfald- ast. Illgerlegt sé fyrir stjórnendur að vera samtímis á mörgum stöðum og því hafi stjórnin tekið ákvörðun um að sameina starfsemina undir einn hatt. Kostnaður við flutning aðalskrif- stofu fyrirtækisins frá Suðuriandsbraut 4a að Suðurlandsbraut 24 var hærri en gert hafði verið ráð fyrir, eða 15 milljónir, og leigan snarhækkaði, fór úr 400 þúsundum upp í 1300-1400 þúsund krónur á mánuði. Þegar samningur tekst við viðskiptavin um vátryggingu fær miðlunin eingreiðslu frá erlendum birgjum fyrir samninginn og Ljóst er að margt hefur farið úr böndunum. Almennir efnahagserfiðleikar í þjóðfélaginu síðustu misseri hafa komið illa við fyrir- tækið, fjölmargir hafa sagt upp samningum sínum og það hefur leitt til þess að erlendir birgjar hafa skrúfað fyrir greiðsluflæði til fyrirtækisins. ber jafnframt ábyrgð á að samningurinn haldi i allt að fjórum árum. Eingreiðslan skiptist síðan milli fyrirtækisins og sölu- mannsins. Isvá tók 15 prósent af launum sölumannsins inn í svokallaðan öryggissjóð. Ef tryggingasamningurinn fellur á þessum fjórum árum þurfa sölumaðurinn og miðlunin að greiða til baka í réttu hlutfalli fyrir það tímabil sem eftír stendur. Endur- greiðslan er tekin af sölulaunum næsta mánaðar en ef sölu- maðurinn er hættur störfum er endurgreiðslan tekin úr öryggis- sjóðnum hans. Erfiðleikar komu upp í þessu ferli. Þegar nýir samningar voru sendir erlendis fengust engar greiðslur heldur rann eingreiðslan, sem hefði átt að berast, upp í endurkröfur vegna samninga sem höfðu fallið niður. Öryggissjóður sölu- manna er tómur. Jón Sigfússon segir að skuldir sölumanna við félagið hafi numið 32 milljónum króna áramótin 2001-2002 og hafi öryggissjóður þeirra verið notaður til að greiða upp skuld- ina. Síðan þá hafi enn fleiri samningar fallið og skuld sölumanna hækkað að sama skapi. Hópur hluthafa hefur farið fram á rannsókn á málefnum öryggissjóðsins. Bakvinnsla Isvár virðist ekki hafa náð að fylgja veltuaukningunni í fyrirtækinu eftír og því hafi margir samningar fallið niður sem ekki er víst að hefðu annars gert það auk þess sem fyrirtækið fór að greiða fyrirfram tíl sölumanna. Greiðsluflæðið réð ekki við allt þetta. Stjórnar- menn voru fengnir til að skrifa upp á tryggingavíxla fyrir yfir- drættí og eru nú tíu menn að greiða 33 milljónir króna. Talið er að heildarskuldir Isvár nemi um 200 milljónum króna. Ljóst er að ýmsar fjármálastofnanir og fyrirtæki tapa háum íjárhæðum auk einstaklinganna. I þeim hópi er KPMG, sem seldi Isvá þjónustu fyrir a.m.k. 6 milljónir króna. Þar af hafa 4 milljónir þegar verið greiddar. Við vinnslu þessarar greinar var KPMG gagnrýnt harðlega. Aðalsteinn Hákonarson, stjórnarfor- maður KPMG, segir að það sé i verkahring stjórnenda fyrir- tækja að taka ákvarðanir og bera stjórnunariega ábyrgð sam- kvæmt lögum. KPMG hafi aðstoðað sfjórnendur Isvár við að gera viðskiptaáætlun út frá forsendum sem þeir hafi lagt fram og félagið hafi verið verðmetið út ffá þeirri áætlun. „Það er algengt að við séum fengin til að stilla upp slíkum áætlunum vegna þeirrar þekkingar sem við búum yfir á þessu sviði. I þeirri skýrslu sem við unnum fyrir ísvá kemur skýrt fram að þetta er unnið út frá forsendum stjórnendanna sjálfra og þeirra mati á því hvernig fyrirtækið gæti þróast,“ segir hann. Bll Skjótt skipast veður í lofti. Árið 2000 var velta fyrirtækisins tæplega 200 milljónir króna og smávegis hagnaður af rekstrinum. Rekstrarárið 2001 var veltan tæpar 300 milljónir króna og nam tapið tæpum 60 milljónum króna þrátt fyrir 40 prósenta söluaukningu. Fór að síga á ógæfuhliðina síðustu mánuði ársins 2001. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.