Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Síða 64

Frjáls verslun - 01.10.2002, Síða 64
Bryndís telur sig ekki hafa orðið vara við samdrátt á verslun fyrir jólin í ár. „Það er aukning hjá okkur það sem af er þannig að við erum nokkuð kát hér á bæ. Jólaverslunin byrjaði með látum hjá okkur á sprengidag í byrjun nóvember þar sem margir gerðu góð kaup. Aukningin hjá okkur bendir til þess að fólk sé aðeins fyrr á ferðinni. Er það ekki lenska að allir reyna að komast hjá stressinu sem það lenti í í fyrra og stefna á að hefja undirbúning fyrr en áður? Það er kannski að takast nú. Okkur finnst áberandi hve hagsýnt fólk er og leggur sig fram við að velja nytsamar jólagjafir.“ fllltaf einhverjir sem versla erlendis Bryndís telur engan vafa á því að samdráttur hefur orðið í verslunarferðum Islendinga til annarra landa. „Við heyrum margar skemmtilegar sögur frá okkar viðskiptavinum þar sem þeir hafa lýst ánægju með til- komu Debenhams til íslands. Þeir þurfi ekki lengur að versla erlendis þar sem flestallt fæst hér heima og meira til, en njóta þess í stað að vera í fríi, borða góðan mat og slaka á. En það eru alltaf einhveijir sem munu versla erlendis. Astæðuna tel ég vera þá að þeir gefa sér tíma því að þeir eru í frii, en tel einnig að það sé af því að þeir halda að þeir séu að gera betri kaup - ekki endilega að þeir séu að gera það,“ segir Bryndís. SH Sigurveig Lúðvíksdóttir, eigandi Kúnigúnd við Laugaveg: „Efviðskiptavinunum finnst vöruúrvalið gott og þjónustan í lagi - þá kemurfólk til að versla - sama hvort það er í Smáralind, Kringlu eða við Laugaveg. “ Sigurveig Lúðvíksdóttir, eigandi Kúnigúnd: Laugavegurinn samkeppnisfær Sigurveig Lúðvíksdóttir, eigandi verslunarinnar Kúnigúnd- ar að Laugavegi 53, telur að virk samkeppni eigi sér stað milli verslunarkjarna á höfuðborgarsvæðinu, en vill þó meina að Laugavegurinn sé fjarri því eftirbátur annarra í þeim efnum. „Samkeppni milli Smáralindar, Kringlu og Laugavegar er auðvitað til staðar. Annað væri óraunverulegt að tala um. En hitt er annað mál hvernig menn vilji standa að því að koma vöru sinni á framfæri," segir Sigurveig. Verslun hennar, Kúnigúnd, var til sautján ára við Skólavörðustíginn, en fluttist um set niður við Laugaveg um sl. páska. „Eg vil meina að ef húsnæði og aðbúnaður hvers konar er góður og viðskiptavinunum finnst vöruúrvalið vera gott og þjónustan í lagi - þá kemur fólk til að versla - sama hvort það er í Smáralind, Kringlu eða á Laugavegi. Eg hef verið í verslunar- rekstri í 20 ár, alltaf í miðbænum og get með sanni sagt að ég hef aldrei haft betri verslun en núna á Laugaveginum. Ég er í nýju húsnæði sem er bjart og rúmgott og það er greinilegt að viðskiptavinirnir kunna vel að meta vöruúrvalið hjá mér. Jólaverslunin hjá mér er farin af stað á svipuðum tíma og undanfarin ár og hvað mína verslun áhrærir, þá finn ég ekki fyrir samdrætti. Ég get ekki ennþá merkt að fólk hafi minna fé milli handa. Jólavörurnar hjá mér seljast sem aldrei fyrr og fólk gleðst yfir því að versla á Laugaveginum í björtu og stóru húsnæði." Sigurveig telur að í dag fari færri íslendingar í verslunar- ferðir til útlanda eins og svo algengt var fyrir nokkrum árum. „Mín tilfinning fyrir verslunarferðum til útlanda er að það fólk, sem fer í helgarferðir, er ekki endilega að fara til að versla heldur til að eiga skemmtilega stund í framandi umhverfi. Eins er mín tilfinning fyrir verslunarferðum til útlanda sú að ekki sé farið eins mikið og undanfarin ár,“ segir Sigurveig. [E 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.