Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 66
Margrét Kristmannsdóttir, framkvœmdastjóri Pfaff-Borgarljósa.
„Þegar ég opnaði umslagið var inni íþvt skrautritað bónorðsbréffrá
eiginmanninum. “
Tengdafaðir minn er rjúpnaskytta og hejur alltaf séð okkur fyrir
jólamatnum. Rjúpur verða því á borðum í ár,“ segir Sigurður G.
Guðjónsson.
Á næturvakt um jól
Imínum huga eru eftirminnilegustu jólin sennilega jólin
1979. Þá var ég í háskólanum og hafði ráðið mig sem
næturvörð hjá Reiknistofu bankanna í húsnæði þess á
hálsinum í Kópavogi," segir Sigurður G. Guðjónsson, for-
stjóri Norðurljósa.
„Ég byrjaði á vakt klukkan 12 á hádegi á aðfangadag og
átti að vera búinn á miðnætti, aðfararnótt jóladags. Sá sem
átti að leysa mig af kom hins vegar ekki þannig að ég var
áfram um nóttina. Klukkan tólf á hádegi á jóladag náði ég
loks í yfirmanninn og spurði hann hvort enginn ætti að
leysa mig af hólmi. Upp úr þessu varð reyndar ágætis jóla-
frí, því ég losnaði í staðinn við allar vaktir um áramótin.
Það var hins heldur nöturlegt á vaktinni að sitja og stara
yfir Kópavog og Reykjavík í 24 klukkustundir og fylgjast
með jólum annarra.“
Jólahaldið er mjög hefðbundið hjá flölskyldu Sigurðar.
„Það eru alltaf rjúpur í matinn á aðfangadagskvöld og
aldrei brugðið frá þeirri venju. Tengdafaðir minn er
rjúpnaskytta og hefur alltaf séð okkur fyrir jólamatnum.
Rjúpur verða því á borðum í ár,“ segir Sigurður. SH
Jólatúr á síðutogara
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, man vel eftir jólunum
1972, fyrir þremur áratugum síðan. Þá ákvað hann,
aðeins 16 ára gamall, að bregða sér í jólatúr með síðutogar-
anum Þorkeli Mána. „Þorkell Máni var einn af síðustu síðu-
togurum landsins og það væri synd að segja að mann-
skapurinn í þessum túr hafi verið upp á marga fiska, hann
var ekki beinlínis rjóminn af íslenskri sjómannastétt. Ég var
alls ekki óvanur störfum í fiskvinnslu, hafði stundað sjóinn
áður frá bátum í Þorlákshöfn og vissi því að hverju ég gekk.
Við lögðum í hann í skítabrælu og ég skildi fyrst ekkert
í því af hverju lagt væri af stað í svo slæmu veðri. En ég