Frjáls verslun - 01.10.2002, Síða 89
FYRIRTÆKIN A NETINU
A lysing.is er hœgt að skoða lánamöguleika og reikna út
mánaðargreiðslur. Svo er hægt að fylla út rafræna um-
sókn og senda.
Marel.com er einstaklega viðamikill vefur sem greinist
niður eftir dótturfélögum og iðnaði, t.d. fiski, kjöti eða
kjúklingi eftirþví á hverju gesturinn hefur áhuga.
Verðlaunavefir
Tvö fyrirtœki, Lýsing og Marel, hafa fengið verölaun fyrir starfsemi sína á Netinu; Lysing.is fyrir besta
útlitið ogMarel.com sem besti fyrirtœkjavefurinn. Full ástæða er til að spyrja: Hvað erpað sem gerir
pessa vefi svona góða? Við reynum að svara pessari spurningu hér á eftir.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
www.lysing.is
Lýsing rekur einfaldan en sérlega skýran og fallegan vef á
slóðinni http://www.lysing.is. Fjöldi mynda prýðir vefinn,
myndirnar eru skýrar og góðar og litagleðin er í fýrirrúmi
án þess að það verði einum of þjappað eða hallærislegt. Ágætis
skipulag virðist vera á vefnum. Upplýsingar um allar ijár-
mögnunarleiðir eru greinargóðar og einfaldar í ffamsetningu,
hvort heldur um einkabíla, atvinnutæki eða atvinnuhúsnæði er
að ræða. Vefurinn má segja að sé sérstaklega notendavænn þvi
að Lýsing býður m.a. upp á notkun reiknivélar þannig að við-
skiptavinir geta reiknað út mánaðargreiðslur og þannig fundið
út hvað hentar þeim best. Svo geta þeir fyllt út rafræna umsókn
og sent. Vefurinn er því óvenjulega notendavænn og ekki bara
um þjóðskrána að ræða.
Halldóra Katla Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Lýsingar,
segir að nýi vefurinn hafi farið í loftið í apríl á þessu ári en upp-
lýsingarnar séu svipaðar þvi sem þær voru áður. Hann hafi
hlotið góðar viðtökur miðað við hvernig fyrirtæki er um að
ræða. Vefurinn er í stöðugri vinnslu og alltaf verið að
betrumbæta hann þó að ekki séu fréttirnar uppfærðar daglega.
Það markist þó af því að viðskiptavinir geti t.d. séð þar stöðu
sína hverju sinni. Rúmlega 3.500 gestir komu á vefinn í síðasta
mánuði og voru flettingarnar tæplega 18 þúsund.BH
www.marel.com
Marel rekur einstaklega viðamikinn en snyrtilegan og
góðan vef á slóðinni http://www.marel.com. Vefurinn
er svolitið kassalaga í útliti en bjartur og léttur og mikið
af myndum, t.d. af framleiðsluvörum fyrirtækisins. Vefurinn er
mjög vel skipulagður, jafn viðamikill og hann er, og gefur
einkar greinargóðar upplýsingar um fyrirtækið, bæði starf-
semi þess innanlands og erlendis, þátttöku þess á erlendum
vettvangi, framleiðslu og svo síðast en ekki síst upplýsingar um
starfsmannastefnu og starfsmenn. Þetta verður því góður
heildarpakki fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða vefinn og
kynna sér fyrirtækið.
Asgerður Jóhannsdóttir, ritstjóri hjá Marel, kveðst m.a. hafa
skoðað vefi erlendra stórfyrirtækja til að fá upplýsingarnar á
vefnum sem best hannaðar, t.d. með tilliti til markhópa fyrirtæk-
isins. Vefurinn er iðnaðarmiðaður og geta gestir valið um kjöt,
fisk eða kjúkling eftir því á hvaða sviði þeir starfa. Viðbrögðin
hafa verið góð. 98% viðskiptavina Marels eru erlendis og því er
vefurinn á ensku. Hvert dótturfyrirtæki hefur sitt svæði og þvi
er inngangspunkturinn bara einn, marel.com, og þaðan greinist
vefurinn svo eftir dótturfélögum. Upplýsingastreymi til fiárfesta
hefur verið aukið með sérstöku svæði fyrir þá. 12-14 þúsund
gestir komu inn á vefinn í síðasta mánuði, flettingarnar voru um
20 þúsund talsins. Verið er að undirbúa íslenska útgáfu. S3
VIÐSKIPTI • TÖLVUR ■ FERÐALÖG ■ VÍN - WWW.HEIMUR.IS
89