Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 91

Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 91
Arni Jón Arnason, sjóðsstjóri hjá Heritable Bank í London. „Það sem olli lækkun á verði hlutabréfa í Evrópu var m.a. víðtæk offjár- festing í tæknibúnaði. “ Dr. Steþhen P. Wood, sérfræðingur hjá Alli- ance Capital Management. „Efnahagskerfið á eftir að ná sér vel á strik. “ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Islands. „Fjöldi skráðra félaga hjá Kauþhöll Islands er nú heldur færri en á árinu 2000. Það er eðlileg þróun. “ Sigurður Atli rakti eignaraðild íslenskra almenningshlutafélaga. Fjármálastofnanir (bankar) eiga 15% hlut7 fyrirtæki 14%, lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir 22%, einstaklingar 10%, erlend fjárfestingafélög 29% og ríkið 11%. inn á milli. Hann telur horfur nokkuð bjartar vegna aukins hag- vaxtar á íslandi, stöðugs gengis krónunnar og hagstæðrar gengisþróunar. Sigurður Atli spáir því að úrvalsvísitalan fari hækkandi á næsta ári. Sigurður Atli rakti eignaraðild íslenskra almenningshlutafé- laga. Ef miðað væri við hlutfall af 100, ættu ijármálastofnanir (bankar) 15%, fyrirtæki 14%, lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir 22%, einstaklingar 10%, erlend ijárfestingafélög 29% og ríkið 11%. Horfur á hlutabréfamörkuðum í Evrópu Árni Jón Árnason, sjóðsstjóri hjá Heritable Bank í London, var þriðji fyrirlesarinn en hann ijallaði um þróun evrópskra hlutabréfamarkaða. „Það sem olli lækkun á verði hlutabréfa var víðtæk ofijárfesting í tæknibúnaði, umframafkastageta, aukin samkeppni, minni framtíðareftirspurn en vænst hafði verið, lækkandi verð hluta- bréfa, aukið atvinnuleysi og minnkandi afkomuöryggi neyt- enda.“ Árni Jón bentí þó á að afkomuöryggi neytenda mælist ekki vera lægra en það var um mitt ár 1997. Árni Jón upplýstí að húsnæðismarkaðir í Evrópu væru yfir- leitt sterkir, sérstaklega í Bretlandi. Verðbólga væri heldur ekki stórt vandamál í ESB, hagvöxtur ESB-landanna mælist jákvæður um þessar mundir og hefur farið hækkandi á síðustu mánuðum eftir nokkra dýfu frá miðju ári 2000. Árni Jón taldi að bati á evrópskum hlutabréfamarkaði væri vel hugsanlegur á komandi árum, en ýmislegt gæti þó ógnað honum. Það sem helst mætti nefna sem ógnun við bata væri frekari samdráttur í eftirspurn, verðhjöðnun, lækkun verðlags fasteigna og aukið atvinnuleysi. Hins vegar gæti aukning eftir- spurnar eftir neysluvarningi, nægt framboð ijármagns og auk- in geta fyrirtækja til að stílla framleiðslugetu, stuðlað að bata á evrópskum hlutabréfamarkaði. Horfur í Bandarikjunum Dr. Stephen P. Wood, sérfræðingur hjá Alliance Capital Management, fjallaði um alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Fyrirlestur Stephens einkenndist af bjart- sýni og taldi hann töluverða bjartsýni ríkjandi í Bandaríkj- unum. Hagvaxtarskeiðið, sem Bandaríkin væru nú að ganga í gegnum, svipaði mjög til þróunarinnar árin 1973-1976. Á þeim árum tók efnahagskerfið nokkra dýfu en náði sér síðan vel á strik. Stephen spáði því að þróunin yrði svipuð á kom- andi árum. Framtíð Kauphallar íslands Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Islands, sagði að ijöldi skráðra félaga hjá Kauphöll Islands væri nú heldur færri en á árinu 2000, en fækkun félaga væri eðlileg þróun vegna samruna fyrirtækja og annarra þátta. Því til stuðnings benti Þórður á að markaðsvirði félaganna hefði alla tíð farið hækkandi, væri nú nálægt 14 milljörðum evra en var undir 10 milljörðum evra árið 2000. Þórður lagði í fyrirlestri sínum áherslu á seljanleika, skil- virkni og trúverðugleika hlutabréfasala og minntist á mikil- vægi ánægðra viðskiptavina. Þórður benti á að hlutabréfa- markaðir yrðu að öllum líkindum sameinaðir í nánustu fram- tíð til að skapa hagkvæman markað fyrir verðbréf, gagn- kvæma kauphallaraðild, sameiginlegt viðskiptakerfi, sameig- inlegt regluverk og eitt miðlaraleyfi þar sem hægt væri að koma við seljanleika á einum stað. Nú þegar væri sameigin- legt eftirlitskerfi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og ísland væri á leiðinni. í niðurstöðum Þórðar kom fram að hann teldi íslenska hlutabréfamarkaðinn vera ágætlega skipulagðan og að hann hefði forsendur til þess að verða alþjóðlegur á næstu miss- erum. Forsendurnar væru fyrir hendi til að ná árangri. 35 Hve sáttur ertu við ávöxtun lífeyrissjóðs þíns undanfarin 2 ár? 53,9% almennings voru sátt en aðeins 17,6% fagfjárfesta. 32,2% almennings voru ósátt en 58,8% fagfjárfesta. 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.