Frjáls verslun - 01.10.2002, Síða 92
VIÐBÓTARLÍFEYRIS
Launþegar og sjálfstæðir atvinnu-
rekendur geta nú greitt allt að 4%
af heildarlaunum sínum sem við-
* bótariðgjöld til lífeyrissparnaðar. Við
þetta bætist allt að 0,4%, sem er end-
urgreitt tryggingargjald. I mörgum
kjarasamningum hefur einnig verið
samið um að launagreiðendur greiði
i til viðbótar allt að 2% mótframlag,“
segir Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyris-
sjóða.
„Þá ber að geta þess að í kjara-
j samningi, sem gerður var 13. desember 2001 á milli Alþýðusam-
bands Islands annars vegar og Samtaka atvinnulifsins hins
vegar, er að finna ákvæði um viðbótarframlag í sér-
eign. Frá og með 1. júlí sl. skulu vinnuveitendur
greiða 1% framlag í séreignardeild þess lífeyris-
sjóðs sem viðkomandi launamaður á aðild að
nema launamaður ákveði annað. Þetta
ákvæði á eingöngu við þá launamenn innan
ASI sem ekki hafa tekið þátt í viðbótarlíf-
eyrissparnaði."
I Ollum launamönnum og þeim sem
stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi er rétt og skylt að tryggja sér
lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði
frá og með 16 ára aldri til 70 ára aldurs.
Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skal
vera a.m.k. 10% af heildarlaunum.
Fjölmargir vilja þó trygga enn bet-
ur framtíð sína með viðbótarlífeyris-
sparnaði. Iifeyrissöfnun hjóna getur
verið mismunandi milli þeirra og oft
er það svo, að annar aðilinn í hjóna-
bandinu er með hagstæðari áunnin líf-
eyrisréttindi. Á árinu 1997 voru sett
lög sem heimiluðu hjónum að gera
samning um skiptingu lífeyrisréttinda
með gildistökuákvæði 1. maí 1999, en
sárafá hjón hafa nýtt sér þann mögu-
leika - hverju sem um veldur.
„Iifeyrissparnaður er sérstaklega góður sparnaðar-
kostur vegna mótframlags launagreiðanda sem
bætist við árlega ávöxtun. Ef einstaklingur
leggur fyrir 4% af launum og fær til viðbótar
2,4% sem mótframlag launagreiðanda þá
eignast hann til viðbótar 375 krónur
fyrir hverjar 625 krónur sem hann
sparar þannig að heildarsparnaðurinn
verður 1.000 krónur.“
Hrafn tiltekur dæmi: Einstakling-
ur með 150.000 kr. á mánuði leggur til
hliðar 4% í viðbótarlifeyrisparnað eða
6.000 kr. á mánuði. Hann fær strax
2.312 kr. sem lækkun á staðgreiðslu
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að
viðbótarlífeyrissparnaður sé sérstak-
lega góður sparnaðarkostur vegna
mótframlags launagreiðanda sem
bætist við árlega ávöxtun.
Eftir ísak Öm Sigurðsson Myndir: Geir Ólafsson
Hrafn Magnússon, fram-
kvœmdastjóri Lands-
samtaka lífeyrissjóða:
„Heimilt er að fram-
selja til makans
Kt allt að helmingi
K ellilífeyrisrétt-
B, indanna. “