Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Page 40

Frjáls verslun - 01.01.2003, Page 40
MARKAÐSMÁl BÍLflUMBOÐIN Fimm stærstu umboðin Breytingar á markaðshlutdeild bílaumboða 1999 2002 28,4 22,0 18,0 9,1 6,3 Breyturnar í söluformúlunni Verð bíla, gengi krónunnar og kaupmáttur ráðstöf- unartekna ráða mestu um sölu nýrra bíla. Vextir, lánamöguleikar og almenn bjartsýni tengd hagvexti og framvindu efnahagsmála eru sömuleiðis stórar stærðir í söluformúlunni. Samanlagt markaðsverð um 5 milljarðar Samaniagt markaðs- verð beggja fyrirtækjanna í þessum viðskiptum er um 4,8 millj- arðar. Og það þegar markaðurinn er í lægð. Hekla er með sterka eiginfjárstöðu og R Samúelsson stendur núna betur og sterkar flárhagslega en nokkru sinni. Hvers virði eru þá önnur bílaum- boð? Það einkennir bæði P. Samúelsson og Heklu að vera hvort um sig með yfir 20% markaðshlutdeild. Sú hlutdeild er talin alger forsenda þess að hægt sé að lifa „sæmilegu lífi“ á bílasölu. R Samúelsson er með 28,4% hlutdeild en Hekla 22,0%. Það er svo sem hægt að ná hagnaði með 10% markaðshlutdeild í venjulegu ári - en það verða engar rósir. Hekla hefur tapað síðustu tvö árin. R Samúelsson var eina stóra umboðið sem hagnaðist á síðasta ári og náði að vera nokkurn veginn á sléttu á kreppuárinu 2001. Fjárfestingin sjálf veröur að borga sig Einar Sveinsson sagði í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali að íjárfestingin í R Samúels- syni væri sjálfstæð ijárfesting sem ætlað væri að standa undir sér ein og sér - og Sjóvá-Almennar ætluðu sér að vera kjölfestu- fiárfestir í fyrirtækinu. Toyota er sterkt merki hér á landi og með möguleika á miklum framtíðartekjum þar sem fyrirtækið ætlar sér að verða annar stærsti bílaframleiðandinn í heiminum. Fjár- hagsstaða R Samúelssonar ber sömuleiðis vott um að fyrirtækinu sé vel stjórnað. Þá hafa R Samúels- son og Sjóvá-Almennar langa og góða samvinnu og viðskiptasögu að baki. Með kaupunum tryggðu Sjóvá-Almennar sig gegn því að keppinautur eins og VIS færi inn í R Samúelsson og næði til sín viðskiptum. Hægt er því að hugsa ijárfestinguna sem varnarleik. Bílalánin arðbærari en bílasalan? En stöldrum við. Langflestir spyrja sig að því hvort Sjóvá-Almennar hafi fjárfest í P. Samúelssyni til að ná sér í ómæld hliðarviðskipti í formi nýrra viðskiptavina, þ.e. fá fleiri tryggingar og fleiri bílalán. Bílaviðskipti snúast ekki bara um að selja bíla. Umboðin velta tugmillj- örðum króna og skapa milljarða viðskipti fyrir bank- ana, tryggingafélögin (tryggingar og bílalán), skipa- félögin og fjármögnunarleigurnar (eignaleiga, rekstrarleiga og bílalán). Það sýnist líka meira upp úr þessum hliðarviðskiptum að hafa en sjálfri bílasölunni. Það er kaldhæðnislegt. Bílaumboð- in munu reyna á næstu árum að fá eitthvað fyrir að búa þessi við- skipti tiL Eflaust koma þau rök á móti að án traustrar lánafyrir- greiðslu yrðu nú ekki margir bílar seldir - og að þetta sé spurn- ingin um eggið og hænuna. Þó ekkert sé lengur gefið sýnist augljóst að R Samúelsson, Toyota, muni áfram tryggja bíla sína (nýja sem notaða) hjá Sjóvá-Almennum. Sem og aðrar eignir sínar. En hvað þá með bílalánin? Munu sölumennirnir hjá Toyota vísa viðskiptavinum sínum frekar á bílalán hjá Sjóvá-Almennum en VIS og TM? Ætla verður að þeir muni beina viðskiptavinum sínum þangað sem hagstæðast er fyrir viðskiptavininn, en ætli bæklingar frá Sjóvá-Almennum verði ekki ofarlega í hillunni. Fólk er líka tregt til að skipta um tryggingafélag. Þessi óbeini hagur Sjóvár- Almennra af tjárfestingunni blasir því ekki eins við og ætla mætti við fyrstu sýn. Hversu miklar óbeinar viðbótartekjur? Gleymum því ekki að tryggingafélögin hafa undanfarin ár sagst hafa tapað á bíltrygg- ingum vegna þess hve tjón eru dýr. Er þá eftir einhveiju að Jafnar rekstrarleigan sveiflurnar? Eigð’ann eða leigð’ann,“ er skemmtilegt slagorð í auglýsingum P. Samúelssonar yfir rekstrarleigu fyrirtækisins. Rekstrar- leiga á bílamarkaðnum er sögð framtíðin, bæði í nýjum og notuð- um bílum. Helsta áhætta bílaumboðanna vegna rekstrarleigu er gengisáhætta, þ.e. falli gengið og dollarinn eða evran ijúki upp í verði á meðan á leigutímanum stendur. Jafnvel eru bundnar vonir við að rekstrarleigan verði tæki til að jafna sveiflurnar á bílamarkaðnum þegar fram í sækir. Skipti á bílum verða þá í fastari skorðum; reglulegri og útreiknanlegri. Með rekstrarleiga leigir fólk bíla, t.d. til tveggja ára, í stað þess að kaupa þá. Það skuldbindur sig út tímabilið. Leigan kemur þá í stað fastra afborgana af lánum fólks vegna bílakaupanna, við- hald er tryggt á bílnum, og áhætta fólks vegna endursölu bílsins er úr sögunni. Rekstrarleigan er þekkt form erlendis, sérstaklega í mjög dýrum bílum. Kunnuglegt er slagorðið í auglýsingunni: „Rent a Jaguar". Rekstrarleigan gæti sömuleiðis orðið öflugt tæki umboðanna til að krækja sér í lífstíðarkúnna. Fólk leigir þá bíla af sama bílaumboði aftur og aftur þótt það leigi ekki endilega sömu tegundina. Þegar það hendir inn lyklunum eftir tvö ár á umboðið kost á að spyrja hvort ekki megi láta það fá nýja bíllykla. Fjármögnunarleigurnar eru þijár og tengjast flest bönk- unum. Glitnir eru í eigu íslandsbanka, Lýsing er í eigu Búnaðar- banka og SP-íjármögnun er í eigu Landsbankans sem keypti fyrirtækið af sparisjóðunum seint á síðasta ári. Hvers vegna var Landsbankinn að kaupa SP-ijármögnun? Bankinn ætlar sér aug- ljóslega að vera með í leiknum á markaði fjármögnunarleiga verði rekstrarleiga hið vinsæla form í bílaviðskiptum eins og spáð er. Landsbankinn átti í Lýsingu með Búnaðarbankanum til skamms tíma, en seldi sinn hlut haustið 2001. 33 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.