Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 40
MARKAÐSMÁl BÍLflUMBOÐIN
Fimm stærstu umboðin
Breytingar á markaðshlutdeild bílaumboða
1999 2002
28,4
22,0
18,0
9,1
6,3
Breyturnar
í söluformúlunni
Verð bíla, gengi krónunnar
og kaupmáttur ráðstöf-
unartekna ráða mestu um
sölu nýrra bíla. Vextir,
lánamöguleikar og almenn
bjartsýni tengd hagvexti og
framvindu efnahagsmála
eru sömuleiðis stórar
stærðir í söluformúlunni.
Samanlagt markaðsverð um 5 milljarðar Samaniagt markaðs-
verð beggja fyrirtækjanna í þessum viðskiptum er um 4,8 millj-
arðar. Og það þegar markaðurinn er í lægð. Hekla er með sterka
eiginfjárstöðu og R Samúelsson stendur núna betur og sterkar
flárhagslega en nokkru sinni. Hvers virði eru þá önnur bílaum-
boð? Það einkennir bæði P. Samúelsson og Heklu að vera hvort
um sig með yfir 20% markaðshlutdeild. Sú hlutdeild er talin alger
forsenda þess að hægt sé að lifa „sæmilegu lífi“ á bílasölu. R
Samúelsson er með 28,4% hlutdeild en Hekla 22,0%. Það er svo
sem hægt að ná hagnaði með 10% markaðshlutdeild í venjulegu
ári - en það verða engar rósir.
Hekla hefur tapað síðustu tvö árin. R Samúelsson var eina
stóra umboðið sem hagnaðist á síðasta ári og náði að vera
nokkurn veginn á sléttu á kreppuárinu 2001.
Fjárfestingin sjálf veröur að borga sig Einar Sveinsson
sagði í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali að íjárfestingin í R Samúels-
syni væri sjálfstæð ijárfesting sem ætlað væri að standa undir
sér ein og sér - og Sjóvá-Almennar ætluðu sér að vera kjölfestu-
fiárfestir í fyrirtækinu. Toyota er sterkt merki hér á landi og með
möguleika á miklum framtíðartekjum þar sem fyrirtækið ætlar
sér að verða annar stærsti bílaframleiðandinn í heiminum. Fjár-
hagsstaða R Samúelssonar ber sömuleiðis vott um
að fyrirtækinu sé vel stjórnað. Þá hafa R Samúels-
son og Sjóvá-Almennar langa og góða samvinnu og
viðskiptasögu að baki.
Með kaupunum tryggðu Sjóvá-Almennar sig
gegn því að keppinautur eins og VIS færi inn í R
Samúelsson og næði til sín viðskiptum. Hægt er því
að hugsa ijárfestinguna sem varnarleik.
Bílalánin arðbærari en bílasalan? En stöldrum við.
Langflestir spyrja sig að því hvort Sjóvá-Almennar
hafi fjárfest í P. Samúelssyni til að ná sér í ómæld
hliðarviðskipti í formi nýrra viðskiptavina, þ.e. fá
fleiri tryggingar og fleiri bílalán. Bílaviðskipti snúast
ekki bara um að selja bíla. Umboðin velta tugmillj-
örðum króna og skapa milljarða viðskipti fyrir bank-
ana, tryggingafélögin (tryggingar og bílalán), skipa-
félögin og fjármögnunarleigurnar (eignaleiga, rekstrarleiga og
bílalán). Það sýnist líka meira upp úr þessum hliðarviðskiptum
að hafa en sjálfri bílasölunni. Það er kaldhæðnislegt. Bílaumboð-
in munu reyna á næstu árum að fá eitthvað fyrir að búa þessi við-
skipti tiL Eflaust koma þau rök á móti að án traustrar lánafyrir-
greiðslu yrðu nú ekki margir bílar seldir - og að þetta sé spurn-
ingin um eggið og hænuna.
Þó ekkert sé lengur gefið sýnist augljóst að R Samúelsson,
Toyota, muni áfram tryggja bíla sína (nýja sem notaða) hjá
Sjóvá-Almennum. Sem og aðrar eignir sínar. En hvað þá með
bílalánin? Munu sölumennirnir hjá Toyota vísa viðskiptavinum
sínum frekar á bílalán hjá Sjóvá-Almennum en VIS og TM?
Ætla verður að þeir muni beina viðskiptavinum sínum þangað
sem hagstæðast er fyrir viðskiptavininn, en ætli bæklingar frá
Sjóvá-Almennum verði ekki ofarlega í hillunni. Fólk er líka tregt
til að skipta um tryggingafélag. Þessi óbeini hagur Sjóvár-
Almennra af tjárfestingunni blasir því ekki eins við og ætla
mætti við fyrstu sýn.
Hversu miklar óbeinar viðbótartekjur? Gleymum því ekki að
tryggingafélögin hafa undanfarin ár sagst hafa tapað á bíltrygg-
ingum vegna þess hve tjón eru dýr. Er þá eftir einhveiju að
Jafnar rekstrarleigan sveiflurnar?
Eigð’ann eða leigð’ann,“ er skemmtilegt slagorð í auglýsingum
P. Samúelssonar yfir rekstrarleigu fyrirtækisins. Rekstrar-
leiga á bílamarkaðnum er sögð framtíðin, bæði í nýjum og notuð-
um bílum. Helsta áhætta bílaumboðanna vegna rekstrarleigu er
gengisáhætta, þ.e. falli gengið og dollarinn eða evran ijúki upp í
verði á meðan á leigutímanum stendur.
Jafnvel eru bundnar vonir við að rekstrarleigan verði tæki til
að jafna sveiflurnar á bílamarkaðnum þegar fram í sækir. Skipti
á bílum verða þá í fastari skorðum; reglulegri og útreiknanlegri.
Með rekstrarleiga leigir fólk bíla, t.d. til tveggja ára, í stað þess
að kaupa þá. Það skuldbindur sig út tímabilið. Leigan kemur þá
í stað fastra afborgana af lánum fólks vegna bílakaupanna, við-
hald er tryggt á bílnum, og áhætta fólks vegna endursölu bílsins
er úr sögunni.
Rekstrarleigan er þekkt form erlendis, sérstaklega í mjög
dýrum bílum. Kunnuglegt er slagorðið í auglýsingunni: „Rent a
Jaguar". Rekstrarleigan gæti sömuleiðis orðið öflugt tæki
umboðanna til að krækja sér í lífstíðarkúnna. Fólk leigir þá bíla
af sama bílaumboði aftur og aftur þótt það leigi ekki endilega
sömu tegundina. Þegar það hendir inn lyklunum eftir tvö ár á
umboðið kost á að spyrja hvort ekki megi láta það fá nýja bíllykla.
Fjármögnunarleigurnar eru þijár og tengjast flest bönk-
unum. Glitnir eru í eigu íslandsbanka, Lýsing er í eigu Búnaðar-
banka og SP-íjármögnun er í eigu Landsbankans sem keypti
fyrirtækið af sparisjóðunum seint á síðasta ári. Hvers vegna var
Landsbankinn að kaupa SP-ijármögnun? Bankinn ætlar sér aug-
ljóslega að vera með í leiknum á markaði fjármögnunarleiga
verði rekstrarleiga hið vinsæla form í bílaviðskiptum eins og
spáð er. Landsbankinn átti í Lýsingu með Búnaðarbankanum til
skamms tíma, en seldi sinn hlut haustið 2001. 33
40