Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Síða 6

Frjáls verslun - 01.07.2003, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN Er Kolkrabbinn dauður? Þessi spurning hefur eðlilega brunnið á fólki vegna frétta af stríðinu um Straum og að Landsbankinn og Samson, með Björgólf Guðmundsson kaupsýslu- mann í fararbroddi, ætli í gegnum Straum og Lands- bankann að ná Eimskipafélaginu undir sig og þar með tengdum félögum, ekki síst Flugleiðum. Erfitt er að rökstyðja sig til þeirrar niðurstöðu að Kolkrabbinn sé dauður. En hann er augljóslega orðinn áhrifaminni og að fá á sig nýja ásjónu. Hann losaði að eigin frum- kvæði í sumar um tengslin við Skeljung þótt sterk valdastaða hans innan tyrirtækisins ræki hann ekki til þess. Þá hafði hann frumkvæði að því að Landsbankinn og TM ykju hlutafé sitt í Eimskipafélaginu iyrr í sumar og hefur eflaust hugsað þau félög sem meðspilara. Breyttur Kolkrabbi virðist því meðvituð ákvörðun hans; hann hefur haft eigin örlög í hendi sér. Léleg arðsemi af kjarnastarfsemi Kolkrabbinn hefur verið skil- greindur sem eignatengslin á milli Sjóvár-Almennra, Eimskipa- félagsins, Skeljungs og Flugleiða. Hann er því í eðli sínu eigna- tengsl, samspil eigna. Engu að síður er rætt um Kolkrabba-iyrir- tæki og þau dafna misvel. Það hefur t.d. vakið athygli flestra í við- skiptalífinu að Straumur hafi keypt markvisst í Eimskipafélaginu og aukið hlut sinn um rúm 8% frá því í vor og orðið stærsti hlut- hafinn. Menn hafa sagt sem svo: Hvað er Straumur að fara með þessum kaupum þar sem Eimskipafélagið hefur haft litla arðsemi af kjarnastarfsemi sinni i flutningum á undanförnum árum og sömuleiðis hefur afkoman í sjávarútvegshluta iyrirtækisins ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir vegna sterkrar stöðu krónunnar? Má minna á að sjávarútvegurinn hefur heimtað gengisfellingu á undanförnum mánuðum. Auðvitað hefur margt mjög vel verið gert hjá Eimskipafélaginu á undanförnum árum og félagið hefur skilað eigendum sínum góðum arði í gegnum tíðina. En það má alltaf gera betur. Kolkrabbinn snýst ekki bara um eignatengsl, heldur lika ijárfestingar. Minnumst þess að Jjárfestar koma og fara þótt fúnk- sjónir, eins og t.d. verslun, ijölmiðlun, flutningar og útgerð, hverfi ekki. Það er gangur lifsins í viðskiptum að eignir skipta um hendur. Markmið allra ijárfesta er að ná hagnaði af ijárfestingum sínum, fara inn og út úr íýrirtækjum á þeim tímapunkti sem þeir telja arðbærastan og innleysa hagnað. Það er lika háttur ijárfesta að dreifa áhættunni og vera ekki með of mörg egg í sömu körfunni. Þess vegna eru til almenningshlutafélög þar sem Jjárfestar láta peningana sína vinna saman og tveir til þrír þeir stærstu veljast til forystu. Enginn vafi leikur á að félagarnir í Samson, langauðugustu menn þjóðarinnar og sterkasta viðskipta- blokk landsins, geta keypt það sem þeir vilja í íslensku atvinnulifi sé áhugi þeirra iýrir hendi. Flestir hafa túlkað margfræga yfirlýs- ingu Björgólfs Guðmundssonar í flölmiðlum á þá leið að Lands- bankinn sjái tækifæri í kringum Eimskipafélagið og Flugleiðir og ætli sér að umbreyta þessum félögum og losa um hin margfrægu eignatengsl sem kennd hafa verið við Kolkrabbann. Fra völdum til Viðskipta Kolbrabbinn er miklu iýrirferðarminni í viðskiptalifinu núna en hann var iýrir um fimmtán árum þegar blokkirnar voru bara tvær, Kolbrabbinn og Sambandið. Á þeim árum var raunhæft að tala um þær sem valdablokkir. Síðan hefur það gerst að komnar eru fram á leiksviðið átta öflugar blokkir ásamt mörgum öðrum sterkum ijárfestum og iyrir vikið hafa áhrif hverrar blokkar minnkað og skilin á milli þeirra jafnvel orðið óljósari. Eðlilegra er núna að nefna þær viðskiptablokkir. Þær hugsa allar meira um arðsemi af viðskiptum fremur en völd. Frá völdum til viðskipta - það er líklegast meginbreytingin í hnot- skurn. Barnalegt væri þó að halda því fram að blokkirnar hugsi ekkert um völd og eignatengsl lengur. Peningar búa til völd og þeim iýlgja völd. Kolkrabbinn er ekki dauður, en áhrif hans eru augljóslega minni en áður. En ef til vill ætti spurningin ekki að snúast um dauða Kolkrabbans heldur hvort nýr risakolkrabbi sé að fæðast og taka við hlutverki hans. 53 Jón G. Hauksson Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 65. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. V heimur RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is ÁSKRmARVERÐ: kr 7.700.-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 799 kr. DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 PRENTVTNNSLA: Gutenberghf. UÓSMYNDIR: © Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.