Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 9

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 9
Eignaraðild að Loftorku Borgarnesi ehf. hefur breyst á undanförnum árum. Árið 1999 kaupir S.M. þriðjungshlut í fyrirtækinu en fram til þess tíma var það einungis í eigu stofnenda fyrirtækisins. Með vaxandi breyt- ingu á íslenskum byggingamarkaði seldi S.M. sinn hluta og Eykt Hafnarfjörður kaupir hann af þeim. Er þetta hluti aðgerða stjórnenda og eigenda fyrirtækisins til þess að tryggja sér áframhaldandi gott aðgengi að íslenskum byggingamarkaði. „Framleiðslan í rörasteypu fyrirtækisins er hins vegar alveg stöðluð og rörin steypt úr þurrsteypu sem er víbruð saman en þarf ekki langan þornunar- tíma. Nú erum við á lokastigi þess að geta boðið upp á rör sem eru allt að 3 m í þvermál en það er all- miklu stærra en áður hefur verið hægt að bjóða upp á hér á landi. □II okkar rör eru svokölluð IG rör og hafa þá sér- stöðu að vera með innsteyptum þéttihringjum og eru veggþykkri en önnur rör en það gerir að verkum að notagildi þeirra er mun meira en annarra röra.“ Fleiri möguleikar verða til við stækkun húsnæðis Loftorku. „Við munum lika geta framleitt holplötur sem gera hönnuðum kleift að hanna stór rými án súlna og burðarbita. Eins verðum við með bitamót þannig að við getum líka framleitt forspennta bita eftir pöntunum." Frá A til Ö „Núna vorum við að Ijúka byggingu 12 íbúða nem- endagarða á Bifröst og má segja að hver fbúð hafi verið hálfan mánuð í byggingu því að byggingin tók sex mánuði. Að Flvanneyri erum við að framleiða og reisa einingar í nemendagarða sem P.J. byggingar eru með í byggingu. Einnig afhentum við stjórnsýslu- hús á Flvanneyri um áramótin en það var teiknistofan Kvarði sem teiknaði það.“ Andrés segir misjafnt hvernig fólk vilji fá eign- irnar afhentar en hús, sem eru byggð úr for- steyptum einingum frá Loftorku, eru mikið meira en fokheld að því leyti til að einingarnar eru fulleinangr- aðar, veggir að innan eru tilbúnir undir sandsparsl og að utan undir málningu eða þá að þeir eru með sérstakri áferð sem ekki þarf frekari meðferðar við. Einangrunin er að utanverðu og hver veggur í þrennu lagi. Ytra byrði sem er sjö cm þykkt, 10 cm þykk ein- angrun og berandi er 13 cm þykkur innri veggur sem heldur alltaf sama hitastig vegna einangrunarinnar. Kosturinn við að einangra og byggja veggi á þennan hátt er sá að veðurkápan hefur talsverða hreyfi- möguleika og þannig hafa hitabreytingar lítil áhrif á sprungumyndun. Vinna á byggingarstað tekur miklu styttri tíma vegna þess að veggirnir koma mikið til- búnir úr verksmiðju.SD

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.