Frjáls verslun - 01.07.2003, Síða 10
Sigurvegarar á BMW Golf Cup International sem fram fór á Vífilsstaðavelli GKG golfklúbbsins á dögunum. Þrjú þeirra
halda til Portúgals í úrslitakeppnina í haust.
Mjúkar sveiflur með BMW
að duldist engum
sem átti leið um Víf-
ilsstaðavöll GKG
golfkiúbbsins laugardaginn
16. ágúst að mikið stóð til.
Nær tíu BMW bílar voru
mættir til leiks á hið alþjóð-
lega BMW mót í golfi, BMW
Golf Cup International, sem
B&L, umboðsaðili BMW á
Islandi, hélt í samvinnu við
GKG þennan dag. Leikur bíl-
anna gekk út á að prýða völl-
inn og vera þeim 130 kepp-
endum, sem tóku þátt í golf-
mótinu, til augnayndis. Þetta
er í fyrsta sinn sem þetta mót
er haldið hér á landi. Mótið
er úrtökumót fyrir BMW
Golf Cup International 2003
sem fram fer í nóvember nk.
við Lissabon í Portúgal og er
ein stærsta keppni áhuga-
manna í golfi í heimi. Yfir
100 þúsund kylfingar í yfir
130 löndum víðs vegar um
heim spreyta sig og keppa
um að komast í úrslitamótið.
Þetta er punktakeppni og er
keppt í þremur flokkum
með og án forgjafar. Sigur-
vegararnir þrír í íiokkunum
með forgjöf, þau Ingólfur T.
Garðarsson, Finnbogi V.
Finnbogason og Rut M.
Héðinsdóttir, verða fulltrúar
íslands í Portúgal. BMW
greiðir ferð þeirra út til
Portúgals auk alls uppihalds
á meðan á ferðinni stendur.
Raunar vakti athygli hve
vegleg verðlaunin voru fyrir
2. og 3. sæti í hveijum flokki
fyrir sig. 33
Mjúk sveifla með BMW í baksýn.
Yfir 130 kylfingar tóku þátt í mótinu sem var punktakeppni.
„Elegant“ hádegisverður
Fundir, móttökur
og veisluþjónusta.
SfBl Sími: 5510100
ICÍ Fax: 5510035
Jómfrúin
smurbrauðsveitingahús • Lækjargata 4
Jakob Jakobsson sm0rrebr0dsjomfru
Vla
10