Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 18
STRAUMSÆVINTÝRI BJÖRGÓLFS
Hver er þessi Straumur?
Fjárfestingarfélagi Straumur hefur verið áberandi undan-
farin ár. Félagið, sem hét áður Hlutabréfasjóðurinn og var
í vörslu Islandsbanka, var stofnað 1986. Nafni félagsins var
breytt árið 2001. Landsbankinn kom inn í Straum í mars sl.
þegar bankinn keypti 20,3% hlut af íslandsbanka sem kominn
var með um 40% hlut í félaginu. Tengdust þessi viðskipti því
að Islenski hugbúnaðarsjóðurinn var tekinn inn í Straum.
Straumur keypti hinn 18. júní sl. 57,1% hlut í Framtaki flárfest-
ingarbanka, en sá banki varð til í vor með sameiningu EFA
(Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans) og Þróunarfélagi
íslands. Straumur er því Straumur, íslenski hugbúnaðar-
sjóðurinn, EFA og Þróunarfélagið í einum pakka. Eigið fé
Straums eftir allar þessar hrókeringar er 14,5 milljarðar
króna. Það er mikið afl. Ef Landsbankinn og Straumur yrðu
sameinaðir yrði til banki með samanlagt eigið fé upp á 32
milljarða króna. Framkvæmdastjóri Straums er Þórður Már
Jóhannesson. Fjórir sitja í stjórn Straums: Olafur B. Thors,
stjórnarformaður, Kristín Guðmundsdóttir, frkvstj. hjá Lands-
símanum, Kristinn Björnsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs,
og Andri Sveinsson, bankaráðsmaður í Landsbankanum. H3
STJÓRN STRAUMS
Ólafur B. Thors,
stjórnarformaður.
Kristín Guðmunds-
dóttir, frkvstj. hjá
Landssímanum.
Kristinn Björnsson,
fráfarandi forstjóri
Skeljungs.
Andri Sveinsson,
bankaráðsmaður í
Landsbankanum.
inn í Straum. Senjorinn reyndist miklu ákafari keppnismaður en
þá hafði grunað - og reiðubúnari 111 að beita sér. Engu er líkara
en Islandsbankamenn hafi vanmetið Björgólf og talið sem svo
að hann ætlaði að taka því rólega í Landsbankanum. Enda hafði
hann raunar sagt í blöðunum daginn fyrir stórsókn sína í
Straumi að þeir feðgar hefðu skipt með sér verkum, hann drægi
sig úr Pharmaco og ætlaði að einbeita sér að Landsbankanum;
áhættufjárfestingar væru fyrir yngri menn.
Stríðið um Straum endaði með „óljósu jafntefli" Landsbank-
ans og Islandsbanka. Þótt Bjarna hafi tekist að veija Straum má
spyija sig að því hvort hann geti varist skyndisókn á sjálfan
íslandsbanka ef það væri inni í kortunum hjá Björgólfi. Eignar-
haldið á Islandsbanka er frekar veikt þar sem nokkrir lífeyris-
sjóðir eru stærstu hluthafarnir og
mynda blokk um bankann.
Bjami svaraði fyrir sig að bragði
Þegar Björgólfur hóf stórsókn
sína í Straumi svaraði Bjarni
Armannsson, forstjóri íslands-
banka, fyrir sig að bragði og jafn-
aði metin. Islandsbanki, lífeyris-
sjóðirnir og aðrir hluthafar í
Straumi, sem fylkja sér um
Islandsbanka í þessu máli, ráða
tæplega 40% hlut í Straumi eftir
átökin. Þar af er Islandsbanki með
um 25% eignarhlut. Landsbankinn, Samson og Sindri Sindra-
son, fyrrum forstjóri Pharmaco og samheiji Björgólfs um ára-
bil, eiga um 37% í Straumi.
Þótt Björgólfur og þeir Landsbakamenn héldu áfram að
kaupa í Straumi, sem þeir gera tæplegast, og færu yfir 40%
markið og gerðu yfirtökutilboð, þá hefði það lítið að segja, ís-
landsbankamenn myndu hafna yfirtökunni. Til þess að breyta
samþykktum félagsins þarf tvo þriðju atkvæða, 67%, og hvorug
fylkingin kemst nálægt þvi marki. I stjórn Sraums eru fjórir
stjórnarmenn og það þarf 60% atkvæða tíl að ná þar þriðja mann-
inum í meirihluta.
Hvers vegna slórsókn Björgólfs? Menn eru enn að velta því
fyrir sér hvers vegna Björgólfur
hóf þessa stórsókn í Straumi tíl
þess eins að ná jafntefli. Hann segir
íyfirlýsingu sinni að Landsbankinn
og Samson hafi ekki ætlað sér að
yfirtaka Straum heldur hafi þessi
félög viljað komast í aðstöðu til að
auka virði fjárfestinga Straums og
„losa um flókin eignatengsl í
félögum og auka arðsemi þeirra“.
Af þessu má ráða að Björgólfur hafi
talið sig vera 3-1 undir í Straumi
gegn Islandsbanka og þurft að ná
2-2 jafntefli í stjórninni og hafa
Eimskipafélagið
Helstu eignir Burðaráss í öðrum félögum:
1 Flugleiðir ............(28,0%) ... 2,9 milljarðar.
2 íslandsbanki .......... (4,9%) ... 2,3 milljarðar.
3 Sjóvá-Almennar... (10,2%) ... 1,6 milljarðar.
4 SH.....................(19,6%) ... 1,6 milljarðar.
5 Marel...............(31,6%) ... 1,4 milljarðar.
6 SÍF....................(16,6%) ... 992 milljónir.
7 Steinhólar ............(25,0%) ... 900 milljónir.
8 Og Fjarskipti ......... (6,3%) ... 514 milljónir.
Samtals eign í þessum 8 félögum: 12,2 milljarðar
18