Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 31
1998 og ákvað þá að yfirgefa hollenska félag-
ið, láta gamlan draum rætast og stofiia eigið
fyrirtæki. Hann hermdi loforð upp á sinn
gamla herbergisfélaga og fékk flárhags-
aðstoð hjá honum og ijölskyldu hans sem
rekur verktakafyrirtæki í Bandaríkjunum og
veltir yfir 200 milljónum dollara á ári eða yfir
16 milljörðum íslenskra króna. Guðmundur
og Brandon stofnuðu tvö fyrirtæki, skipa-
félagið TransAtlantic Iines í Bandaríkjunum
og Adantsskip á Islandi.
Guðmundur Kjærnested, einn eigenda Atlantsskipa og Atlantsolíu.
Mynd: Árni Sæberg
Hvaðan kemur nafnið?
Kjærnested-Jjölskyldan á rætur að rekja til Eyjaijarðar en um 1800 fóru
nokkrir Eyfirðingar til Danmerkur að læra garðyrkju að tilstuðlan mál-
fræðingsins Rasmus Christian Rasks. Algengt var að íslendingar, sem
dvöldust í Danmörku, tækju upp ættarnöfn, sem síðan festust í sessi:
Thoroddsen, Thorarensen, Gröndal, Kjærnested. Einn Eyfirðinganna tók
upp nafnið Kjærnested í Danmörku, en hann átti rætur að rekja til Kjarna í
Eyjafirði. Stór hluti Kjærnested-fjölskyldunnar fluttist vestur um haf í lok 19.
aldar og er sú grein ættarinnar mun Jjölmennari en sú sem býr hér á landi. H3
Vanbúinn skipakostur? Atlantsskip sinnir nú helmingi flutninga milli íslands og
Bandaríkjanna, þar af skipta flutningar fyrir bandaríska herinn á Keflavíkurflug-
velli langmestu máli en þeir nema um 70-80 prósentum af heildarflutningum fyrir-
tækisins. Fyrirtækið er með tvö skip í förum milli íslands og Bandaiíkjanna á tólf
daga fresti auk þess sem eitt skip siglir til Evrópu á tíu daga fresti. Skipin ferma
og afferma í Kópavogshöfn og Njarðvík. Atlantsskip hefur náð um tíu prósentum
af heildarmarkaðnum og 5 prósentum í siglingum milli íslands og meginlands
Evrópu. Atlantsskip hefur verið umdeilt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða þau
fimm ár sem fyrirtækið hefur lifað og þó að nú skíni sól í heiði hefur oftsinnis
blásið rækilega um það.
Hjá hollensk-ameríska skipafélaginu Van Ommeren hafði Guðmundur m.a.
31