Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 33

Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 33
Stefán Kjærnested, fráfarandi framkvæmdastjóri Atlants- skipa. Símon Kjærnested, lögg. endursk., stjórnarformaður Atlantsskipa og framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Ættarsaga Kjærnested-Qölskyldunnar Kjærnested-nafnið er áberandi á íslandi enda er einstak- lingur úr íjölskyldunni, Guðmundur Kjærnested skip- herra, landsþekktur fyrir framgöngu sína á varðskipinu Tý í þorskastríðinu við Breta upp úr miðri síðustu öld. Það má segja að sjórinn og sjóflutningar eigi rík ítök í Kjærnested-flöl- skyldunni. Guðmundur var á sjó í 40 ár og skipherra hjá Landhelgisgæslunni í 30 ár. Ekkert barna hans hefur gert sjómennskuna að ævistarfi sínu en sonarsynirnir Guð- mundur og Stefán hafa tengst sjónum í gegnum fraktflutning- ana og útgerð skipafélaganna Atlantsskipa og TransAtlantic Lines. Annar aðaleigandi Atlantsskipa og Atlantsolíu heitir einmitt Guðmundur Kjærnested og er hann sonarsonur Guð- mundar skipherra. Guðmundur yngri er sonur Símonar Kjærnested, löggilts endurskoðanda, sem auk endurskoðunar er framkvæmdastjóri Atlantsolíu og stjórnarformaður Atlants- skipa. Annar sonur Símonar, Stefán, hefur verið framkvæmdastjóri fyrir- tækisins en hann hefur nú látið af störfum. Yngsti bróðir- inn, Brynjar, vann hjá Atlants- skipum í nokkurn tíma en rekur nú fyrirtækið Garðlist. Þar með er þó ekki allt upp talið því að fleiri úr .------ r Halldór Kjærnested f. 1897 d. 1970 Guðmundur Kjærnested skipherra f. 1923 i Símon Kjærnested lögg. endursk., stjórnarf. Atlantsskipa og frkvstj. Atlantsolíu f. 1945 | fjölskyldunni Guðmundur Kjærnested Stefán Kjærnested Brynjar Kjærnested einn eigenda fráf. framkvæmdastjóri hættur hjá fyrirtækinu vinna hja f. 1967 f. 1971 f. 1977 Atlantsskipum. Frændi bræðranna, Kristinn Kjærnested, hefur starfað þar sem sölustjóri og er nú starfandi framkvæmdastjóri, og systir hans, Aðalheiður Kjærne- sted, sér um tollskýrslugerð. Skyldleikinn felst í því að langafi systkinanna, sem nú er látinn, er bróðir afa bræðr- anna, Guðmundar Kjærnested skipherra. Þess má geta að sölustjórinn Kristinn Kjærnested var forstöðumaður yfir flutningalínunni hjá Jónum Transport þegar hann kynntist Guðmundi Kjærnested yngra, sem þá starfaði hjá Van Ommeren. Faðir Kristins og Aðalheiðar, Magnús Kjærne- sted, sem nú er látinn, var lengi sjómaður hjá Eimskipum og varð síðan verkstjóri hjá Jónum Transport þar sem Kristinn varð síðar forstöðumaður yfir flutningalínunni. Hann kynntist Guðmundi þegar sá síðarnefndi starfaði hjá skipafélag- inu Van Ommeren. Aðalheiður vann hjá Hraðflutningum Fedex áður en hún kom til Atl- antsskipa. Annar ættingi, Borgþór Kjærnested, starfaði fyrir nokkrum árum hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og gætti þar hagsmuna erlendra sjó- manna á skipum sem komu hing- að til lands. H5 Kjærnested-fjölskyldan í Atlantsskipum C0^rQP Magnús Kjærnested f. 1890 d. 1944 I Lárus Lúðvík Kjærnested f. 1920 d. 1999 Magnús Kjærnested fv. verkstjóri hjá Jónum Transport f. 1947 d. 2002 I Kristinn Kjærnested starf. frkvstj. Atlantsskipa f. 1967 flðalheiður Kjærnested tollskýrslur f. 1971 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.