Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 40

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 40
145 Rússinn Roman Abramovich, hinn nýi eigandi Chelsea. Olía og ál hafa gert hann ríkan. Eignir hans eru metnar á 400 milljarða króna þannig að þeir 19 milljarðar króna, sem hann hefur lagt í Chelsea, eru aðeins um 5% af eignum hans. Hvað gerir auðkýfingur, sem vill ekki láta bera á sér í fjöl- miðlum? Hann kaupir varla eitt afþekktustu fótbolta- félögum heims, Chelsea - en það gerði Rússinn Roman Abramovich samt og uppskar ofuráhuga breskra fjöl- miðla. Hann er sagður eiga 400 milljarða króna. En breska pressan hefur líka haft áhuga á umsvifum Baugs og Jón Asgeir er ekki síður en Roman Abramovich orðinn þekkt andlit meðal lesenda viðskiptasíðnanna í Bretlandi. Texti: Sigrún Davíðsdóttir Myndir: Ymsir Hann kemur tjarska látlaust fyrir þessi ungi maður. Enginn sláttur eða læti í honum og mér finnst hann býsna líkur Björgólfi Thor Björgólfssyni í ásýnd og framkomu. Þessir jafnaldrar eiga það sameiginlegt að hafa gripið tækifærin sem urðu til þegar Sovétríkin leystust upp sællar minningar. BjörgólfurThor beindi umsvifunum til íslands eftir að hafa selt rússnesku bjórverksmiðjuna, en Roman Abramovich hefiir hoggið eftir öðrum máttarstólpum í heimahögunum. Auðsupp- sprettan, sem hefur gert Abramovich að öðrum auðugasta manni Rússlands, er olíufélagið Sipneft og Russian Aluminium. Hann er borgarstjóri í Chukotka og í þeirri ínúítabyggð er hann með geislabaug fyrir að hafa veitt fé í skóla og annað þarfaþing, en aðrir, meðal annars breskir ijölmiðlar, hafa verið ögn tortryggnir á skjótfenginn gróða hans og umsvif. Fyrir- tæki tengd honum voru í rannsókn heima og heiman, en rann- sóknin hefur verið stöðvuð að sögn breskra blaða. Olíufélagíð Sibneft Hinn 36 ára borgarstjóri komst á unga aldri undir handarjaðar auðkýfingsins Boris Berezovksy, sem nú er landflótta í London, ásakaður um allt frá pólitísku morði til ljársvika af öllu tagi. Þegar Rússland var nánast komið á kné 1995 var stórfelld einkavæðing í gangi, þar sem Berezovsky skipulagði kaupin á olíufélaginu Sibneft fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala - félagið er nú metið á 12,5 milljarða Bandaríkja- dala. Leiðir þeirra skildu - þeir ku ekki talast við lengur. En Abramovich var fikur orðinn fleygur og fær í viðskiptafifinu með eignarhlut í Sibneft. Hann hefur laðast að London eins og fleiri auðugir landar hans. I munaðarverslunum eins og Harrods og glæsibúðum á Bond-stræti má iðulega sjá glaðar, rússneskar konur á öllum aldri í hamingjusamlegum kaupferðum, sem vísast eru einkavæðingarfjármagnaðar. 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.