Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 41

Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 41
Næsti áfangastaður var áliðnaðurinn, þar sem menn bárust á banaspjótum í orðsins fyllstu merk- ingu. Arið 2000 leiddi hann sameiningu þriggja stríðandi aðila í áliðnaðinum í stærsta viðskipta- samningi, sem gerður hafði verið í Rússlandi, þegar úr varð Russian Aluminium, stærsta rúss- neska álfyrirtækið og það 3. stærsta í heimi, enda er rússneski álmarkaðurinn öflugur. London. Roman Abramovich býr í Chelsea - ekki í fótboltaklúbbnum heldur hverfinu, þar sem hæversk 3 herbergja íbúð getur kostað eins og dýrustu, uppgerðu einbýlishúsin í Þingholtunum. Dólgakapítaiismi og mónópólismi Samstarfsað- ili Abramovich var MDM bankinn og eftir þetta var sagt að hann og Alexander Mamut bankastjóri stefndu í að stýra 50 prósent af rússneskum iðnaði. Asamt voldugasta keppinaut sínum sfyrir nýja álfyrirtækið 90 prósent rússneska álmarkaðarins. I Rússlandi hefur verið haft á orði að eftir dólgakap- ítalisma einkavæðingaráranna sé genginn í garð mónópólismi: sameiningar Hkt og í áliðnaðinum hafa gengið yfir aðrar grein- ar og ógna samkeppninni. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvernig það er að stýra rússneska markaðn- um með máttíitium og Jjárvana eftirlitsstofnunum þegar haft er í huga hvað einmitt samkeppnissljórnun er erfið í miklu þróaðri þjóðfélögum - við nefnum engin nöfn... Sagður eiga 400 milljarða króna Abramovich er metinn á 5 milljarða Bandaríkjadala, 3,5 milljarða punda (400 milljarða króna), svo að það er ljóst að þær 150 milljónir punda (19,2 milljarðar króna), sem áætlað er að hann hafi lagt í kaupin á Chelsea og í hendur þjálfarans Claudio Ranieri, eru skiptimynt í heildardæmi hans. Hann hefur laðast að London eins og fleiri auðugir landar hans. I munaðarverslunum eins og Harrods og glæsibúðum á Bond-stræti má iðulega sjá glaðar, rússneskar konur á öllum aldri í hamingjusamlegum kaupferðum, sem vísast eru einkavæðingai'fjármagnaðar. Abramovich býr í Chelsea - ekki í fótboltaklúbbnum heldur hverfinu, þar sem hæversk 3 herbergja íbúð getur kostað eins ,...0G JÓN ÁSGEIR Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er orðinn svo þekkt andlit á bresku viðskiptasíðunum að hann fer hvergi um á götum úti í London án þess að þekkjast. Mynd: Geir Ólafsson Breskir fiölmiðlarfylgjast ótrúlega vel með Jóni Asgeiri og í hvert skiþti sem fiallað er um hann hér í Bretlandi er hann auðvitað kallaður víkingurinn, vísast bæði sökum hársins og harðsnúinna umsvifa Baugs. Daily Telegraph setti átökin um Hamleys upp í leikrit og Guardian fylgistgrannt með málaferlunum vestanhafs. ótt Baugur hafi ekki fetað sig yfir í fótboltann hefur óðaathygli beinst að fyrirtækinu og forstjóra þess, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Ástæðan er sú að Baugur hefur verið á vappi í kringum þekkt fyrirtæki og fræg nöfn í kjarna breska viðskiptalífsins. Listinn yfir fyrirtæki, sem Baugur hefur verið að vokka í kringum, lengist sífellt: Debenhams, Arcadia, Allders, Mothercare, Selfridges, House of Fraser, Iceland - og nú síðast Hamleys-leikfangakeðjan, þar sem fléttan gekk loksins upp. I ijölmiðlum hér var haft á orði að Hamleys-kaupin væru mikilvæg fyrir Baug til að sanna að fyrirtækið gæti í raun náð því sem það ætlaði sér en væri ekki alltaf bara að teygja sig í eitthvað, sem væri svo á endanum utan seilingar. 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.