Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 42
Eiður Guðjohnsen er stjarna okkar íslendinga í breskri knatt- spyrnu. Heldur hefur þrengt að honum í liðinu eftir að Abramovich hefur dælt inn milljörðum til kaupa á nýjum leikmönnum. Mynd: Páll Stefánsson LUNDUNflPISTILL SIGRÚNflR DflVÍÐSDÓTTUR og dýrustu, uppgerðu einbýlishúsin í Þingholtunum. Hann hefur einnig keypt sveitasetur í Sussex með stórri landareign og hesthúsum. Þar er hann að byggja heilsurækt með úti- og innisundlaug, tennisvelli og völlum fyrir ýmsar aðrar íþróttir, meðal annars póló, sem hann eins og fleiri rússneskir auð- kýfingar hér hafa tekið miklu ástfóstri við. Kannski af því að póló var aðalsmannaíþrótt í Rússlandi fyrir byltinguna. Breska fjármálaeftirlitið með kaupin i athugun Rússinn byijaði á að kaupa 50,9 prósent Chelsea í sumar, en hefur síðan aukið hlut sinn í 95,22 prósent. Kaupin hafa ekki gengið fyrir sig þegjandi og hljóðalaust. Upptakturinn að fyrsta kaup- áhlaupinu einkenndist af áköfum kaupum á Chelsea-bréfum. Breska flármálaeftirlitið, FSA, er með þær hre}Ængar í athugun vegna gruns um innherjaviðskipti. Fótboltaunnendur hér og víðar bíða auðvitað spenntir að sjá hvort peningagusan í Chelsea skili sér í fleiri skoruðum mörkum. Rainieri segist ekki búast við að þeir verði meistarar í ár - það er ekki auðvelt að skáka þeim stóru eins og Manchester United. Hins vegar er þjálfarinn auðvitað í gleði- rúsi: Nú er hann með nógu feitt ávísanahefti til að fara í versl- unarleiðangur eins og rússnesk auðkýfinga eiginkona - getur keypt leikmenn sem hann hafði áður aðeins getað látið sig dreyma um. En hvað Ranieri fær glaðst lengi er óljóst. Papar- azzi-ljósmyndari nokkur, sem hreiðraði um sig við hús Abramovich í sumar, festi á filmu Sven-Göran Eriksson lands- Baugur hallaður „market raider“ Hér er Baugur kaiiaður „market raider“ - íslenska heitið „markaðsræningi" hljómar óneitanlega ögn harkalega. En Baugur hefur einmitt orð á sér hér fyrir harða framgöngu líkt og auðkýfingarnir, Skotinn Tom Hunter og orðhákurinn Phillip Green, sem Baugur er iðulega í slagtogi með. „Markaðsræningjar“ starfa þannig að þeir renna á fyrir- tæki, sem virðast vanmetin með ónýtta möguleika og því hlut- fallslega ódýr í yfirtöku. Ef fyrirtækið snarhækkar að verð- mætum eftir yfirtöku og meðfylgjandi uppstokkun hefur áætl- unin tekist og sjóðir markaðsræningjans þá orðnir býsna miklu gildari en áður. Viðskipti ganga auðvitað út á að ná inn gróða, en það sem greinir markaðsræningja frá öðrum tjárfestum er að þeir hafa í raun ekki beint brennandi áhuga á því sviði sem fyrir- tækið starfar á, heldur á þeim gróðamöguleikum sem liggja í fyrirtækinu. Markaðsræningjar þykja því ekki uppbyggi- legir ijárfestar á sama hátt og þeir sem kaupa fyrirtæki til að byggja upp starfsemi þess af því hjartað liggur í fyrirtækinu og starfsemi þess, ekki bara í verðmætunum. í þessum pistli hefur áður verið nefnt að Jjármálarýnar segi það misskilning að telja Green fatakaupmann, þó að hann eigi fatabúða- keðjur. Hann hafi byrjað í fasteignabransanum og í raun sé það kjarninn í umsvifum hans, sem snúist um fasteignir búðanna. Það er spurning hvort Baugur er ekki á sama róli, enda virðist Green og umsvif hans vera hin stóra fyrirmynd Baugs. Lesendur viðshiptasíðnanna þehhja hann á götu Baugur dregur að sér athyglina og þá ekki síst Jón Ásgeir Jóhannesson. Myndir af honum hafa birst nógu oft til að hann gæti búist við að lesendur viðskiptasíðnanna þekktu hann á götu. Það eru ekki margir forkólfar í viðskiptalífinu sem eru svo myrkir yfirlitum og með hár langleiðina niður á axlir, svalur og óræður á svip. Málaferlin vestanhafs komust líka til skila: í veglegri grein á bls. 2 í aðalblaði Guardian var greint frá að efniviðurinn þar væri meðal annars reikningur fyrir gleðikonur á snekkju Jóns Ásgeirs. Leikrit Daily Telegraph w Íklausu nýlega í Daily Telegraph voru átök Baugs við Tim Waterstone um Hamleys sett upp sem leikrit, þar sem þeir tókust á um gamlan tinsoldáta að nafni Hamleys: „Ég á hann," veinar Jón Ásgeir Jóhannesson, 36 ára að aldri og togar í gamlan tinsoldáta, Hamleys að nafni. „Nei, ég á hann," æpir Tim Waterstone, 64 ára. „Láttu mig hafa hann andstyggilegi, síðhærði víkingur. Ég vil fá hann. Ég vil svo rosalega fá hann." „Þú færð hann ekki, skalli," hrópar Jóhannesson og hangir á Hamleys af öllum kröftum. „Ég ætla að kaupa hann fyrir 205 pens. Nei annars, ég ætla að kaupa hann fyrir 226 pens." „Ég slæ þig út," segir Waterstone glottandi. „Ég ætla að borga 230 pens. Jibbííí!" „Grrrrrrrrrr!" öskrar Jó- hannesson. „Þetta er bara ekki heiðarlegt..." 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.