Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 43

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 43
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR DflVÍÐSDOTTUR liðsþjálfara og sú heimsókn hefur vakið upp spurningar, sem hafa ekki þagnað þó Eriksson og aðrir geri sitt besta til að eyða efasemdum um hvort Chelsea ætli líka að kaupa landsliðsþjálfarann. Sir Jack Hayward eigandi Úlfanna Spurn ingin er hvort peningar séu allt í fótbolta. Hinn áttræði Sir Jack Hayward, sem á Wol verhampton Wanderers, sá sínu félagi fyrir 5 milljónum punda í upphafi leiktímabilsins nú. Á 13 eigandaárum sínum hefur hann lagt 70 milljónir í félagið, ekki einu sinni helminginn af því sem Abramovich hefur pungað út með á nokkrum vikum. Sir Jack er líka önnur tegund fótboltafélagseigenda en Abramovich. Hann auðgaðist á viðskiptum á Bahamaeyjum, en flutti heim til að láta gamla drauminn rætast um að kaupa heimafélagið sitt gamla, sem þá rambaði á barmi gjald- þrots, bæði til að gleðja sig og nágranna sína með því að gefa heimaliðinu tækifæri til að blómstra. Hann hefur haft þolinmæði til að fylgja hægri ferð þeirra upp á við úr annarri deild í fyrstu deild í meistaradeild nú í ár - í fyrsta skiptið eftir 19 ár, auk þess sem hann hefur byggt heimaleikvanginn. Stefnir hann líka á Formúlu 1 kappaksturinn? Sagt er að Abramovich hafi hins vegar fengið þá hugmynd að það væri gaman að eiga enskt fótboltafélag og eftir að hafa velt málinu fyrir sér með fjármálarýn- um varð Chelsea ofan á og sem þegar er öflugt fé- lag. Það gætir nokkurrar angurværðar í enskurn ijölmiðlum þegar þessir tveir fótboltaeigendur eru bornir saman. Sir Jack hefur haft þolinmæðina til að fylgja félaginu eftir og bara verið ánægður ef endar ná saman. Það á eftir að koma í ljós hver afstaða Abramovich verður til rekstursins. En það var alla vega eftir því tekið að hann hefur mætt á leiki Chelsea nú í haust, hvatt liðið af krafti og verið ötull að blanda geði. Það er enn bara orðrómur að hann stefni nú á Formúlu 1 og fjár iestingar þar, en þar hefur hann líka sést. B3 Svíinn Sven-Göran Ericsson, landsliðs- þjálfari Englendinga. Paparazzi-ljósmynd- ari nokkur, sem hreiðraði um sig við hús Abramovich í sumar, festi Sven-Göran landsliðsþjálfara á filmu og sú heimsókn hans hefur vakið upp spurningar. Daily Telegraph setti upp leíkrit í hvert skipti sem ijallað er um hann er hann auðvitað kallaður vikingurinn, vísast bæði sökum hársins og harðsnúinna umsvifa Baugs. I klausu nýlega í Daily Telegraph voru átök Baugs við Tim Water- stone um Hamleys sett upp sem leikrit, þar sem þeir tókust á um gamlan tinsoldáta að nafni Hamleys: „Ég á hann,“ veinar Jón Ásgeir Jóhannesson, 36 ára að aldri, og togar í gamlan tínsoldáta, Hamleys að nafni. „Nei, ég á hann,“ æpir Tim Waterstone, 64 ára. „Láttu mig hafa hann andsfyggilegi, síð- hærði víkingur. Ég vil fá hann. Ég vil svo rosalega fá hann.“ .,Þú færð hann ekki, skalli,“ hrópar Jóhannesson og hangir á Hamleys af öllum kröftum. „Ég ætla að kaupa hann fyrir 205 pens. Nei annars, ég ætla að kaupa hann fyrir 226 pens.“ „Ég slæ þig út,“ segir Waterstone glottandi. „Ég ætla að borga 230 pens. Jibbííí!" “Grrrrrrrrrr!“ öskrar Jóhannesson. „Þetta er bara ekki heiðarlegt..." Nei, vísast gengu kaupin ekki svona fyrir sig, en það vakti athygli þegar Baugur rauk til og bætti eigið boð áður en Waterstone hafði boðið á móti. Svona bragð tíðkast ekki í viðskiptalífinu hér, svo menn gátu sér þess til að þetta væru einhvetjir víkingahættir (en voru heldur ekki uppveðraðir af viðskiptaviti Sirnon Burkes, forstjóra Hamleys, sem var búinn að lýsa því yfir að 206 pens væru „sanngjarnt verð“ - hann hefði getað lagt sig meira fram fyrir milljón pundin sem hann hreppirvið söluna). Fjölmiðlar hér herma að Jón Ásgeir dvelji þtjá daga vikunnar í London og engum dettur í hug að Hamleys-kaupin Mjög er til þess tekið að Jón Ásgeir feti i fótspor auðkýfing- anna tveggja, orðháksins Phillip Green og Skotans Tom Hunter, og eru þeir taldir fyrirmyndir hans. séu endalokin á leikfléttu Baugs hér - en spurningin er hvað Baugur nennir lengi að standa í rekstrinum á Islandi, þar sem allar tölur eru eins og skiptimynt í samanburði við talna- runurnar hér: Mun hann stýra með hjartanu eins og Sir Jack, sem styður gamla liðið sitt, eða mun hann bara reikna þetta allt út eins og jafnaldri hans Abramovich? [B 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.