Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 44

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 44
BRÉF TIL BLAÐSINS Hæstaréttardómur: Um skaðabótaábyrgð endurskoðenda / I kjölfar greinar Frjálsrar verslunar undiryfir- skriftinni„Kusk á hvítflibba“gerir JónasA. Aðal- steinsson, hrl. og stjórnarformaður Nathans & Olsens, síðbúna athugasemd við umfjöllun Stefáns Svavarssonar, lektors, í Frjálsri verslun um dóm Hœstaréttar í máli Nathans & Olsens á hendur PricewaterhouseCoopers og Gunnari Sigurðssyni endurskoðanda í ársbyrjun 2000. Vitnað var í grein Stefáns ígreininni„Kusk á hvítflibba“. Textí: Jónas A. Aðalsteinsson Myndir: Geir Ólafsson W 15. tbl. Frjálsrar verslunar á þessu ári birtist grein með yfir- skriftínni „Kusk á hvítflibba". Greinin fjallaði um fjár- drátt í fyrirtækjum, leiðbeiningar til stjórnenda félaga til að koma í veg fyrir íjárdrátt, lýsingu á megin- aðferðum þeirra sem draga sér fé og að endingu var vitnað til „íjárdráttar aðalgjaldkera Símans“, sem enn er reyndar ódæmt mál, og síðan var íjallað um dóm Hæstaréttar í máli Nathan & Olsen hf. á hendur PricewaterhouseCoopers ehf. og Gunn- ari Sigurðssyni endurskoðanda sem upp var kveðinn 9. desember 1999. Greinin „Kusk á hvítflibba" ljallar m.a. um réttarstöðu og ábyrgð stjórnenda hluta- félaga, framkvæmdastjórna, félagsstjórna og einstakra stjórnarmanna. I umijöllun blaðsins um framangreindan dóm Hæstaréttar var byggt á því sem nefnt var „ítarleg" umijöllun Stefáns Svavars- sonar, lektors og löggilts endurskoðanda, í 2. tbl. blaðsins frá árinu 2000 um þann dóm. Meginniðurstaða Stefáns í þeirri umflöllun var sú að Hæstiréttur hefði „misskilið málið“. Verkefni og ábyrgð endurskoðenda við endurskoðun árs- reikninga félaga væri allt önnur en fram kæmi í þeim dómi Hæsta- réttar. Þessi niðurstaða Stefáns er

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.