Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 46

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 46
BRÉF TIL BLAÐSINS flf hálfu N&O var tjónabótakrafa félagsins á því byggð að bæði hin faglega endurskoðunar- vinna starfsmanna PwC, sem þeir hefðu ýmist verið ráðnir og/eða kjörnir til að annast, hefði ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til slíkrar vinnu í samningum aðila og að lögum. grundvöll þeirra reikninga sem starfsmaðurinn lét þá ekki hafa afstemmingar á. Starfsmenn PwC luku gerð og endurskoðun ársreiknings N&O öll viðkomandi ár án þess að afstemmingar nokkurra lykilreikninga bókhaldsins lægju fyrir og án þess að tilkynna stjórn eða framkvæmdastjórn félagsins þar um. Svika- mylla starfsmannsins hefði hrunið til grunna ef einhver þessara óafstemmdu lykilreikninga hefði verið kannaður. I stað þess að kanna reikningana, aðvara eða vekja athygli stjórnar N&O með munnlegum eða skriflegum hætti á þeim annmörkum sem þeir höfðu séð á bókhaldi félagsins við endur- skoðunarstörf sín gáfu starfsmenn PwC, endurskoðanda félagsins, stjórn N&O árlega skriflega skýrslu um að þeir hefðu kannað virkni og stöðu innra eftirlits fyrirtækisins og að það hefði verið í góðu lagi, öll árin. Endurskoðandi félagsins áritaði ársreikninga félagsins án athugasemda öll þau ár sem hér um ræðir auk þess sem hann undirritaði og sendi sljórn N&O bréf til innfærslu í endurskoðunarbók félagsins án athugasemda eða ábendinga um nokkuð sem betur mætti fara. Hann sat alla aðal- fundi félagsins á hér umræddu tímabili og gerði hluthöfum þess, sljórn og framkvæmdastjórn aldrei aðra grein fyrir bók- haldi félagsins á þeim fundum en þá að bókhald félagsins og meðferð eigna þess væri í góðu lagi. FJARDRÁTTUR IFYRIKTÆKJUM Tjónabótahrafa Nathans & Olsens Af háifu N&o var tjóna bótakrafa félagsins á því byggð að bæði hin faglega endurskoð- unarvinna starfsmanna PwC, sem þeir hefðu ýmist verið ráðnir og/eða kjörnir til að annast, hefði ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til slíkrar vinnu í samningum aðila og að lögum. Jafn- framt lægi fyrir að bréf starfsmanna PwC til stjórnarinnar um niðurstöðu könnunar á innra eftirliti félagsins og athugasemda- lausum áritunum á ársreikninga þess hefðu villt um fyrir sljórn og hluthöfum áfrýjanda en nú lægi fyrir að þær kannanir hefðu annaðhvort einfaldlega ekki verið framkvæmdar eða verið ófullnægjandi. Þessi van- ræksla PwC hafi leitt til fjárhagslegs tjóns N&O. Dómur Hæstaréttar Hæstiréttur féllst í grundvallaratriðum á Vitnað var í grein Stef- áns vegna vanga- veltna um það hvort stjórn Símans höfði mál gegn Ríkisendur- skoðun vegna fjárdráttar aðalgjaldkera Símans. rök Nathans & Olsens hf. og dæmdi endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. og starfsmann þess ábyrga fyrir hluta af hinu ijárhagslegu tjóni félagsins vegna ijárdráttarins, „tjónið hafi orðið meira en þurft hefði að vera, hefðu þeir staðið öðruvísi að verki“. Hæstíréttur nefnir sérstaklega að endur- skoðendurnir hafi vanrækt að tílkynna stjórninni um þá ann- marka á bókhaldi félagsins sem þeir vissu um. Astæða þess að Hæstíréttur dæmdi PwC aðeins til greiðslu hluta (jóns N&O byggist á því að Hæstiréttur telur að fyrirtækið beri sjálft hluta sakar. Sú eigin sök N&O byggist á því að fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins hafi verið kunnugt um að afstemm- ingar milliuppgjöra lágu ekki alltaf fyrir við gerð þeirra. Fram- kvæmdastjórn N&O hefði átt að kanna þá annmarka nánar en gert var, enda þótt hin árlega endurskoðun og skýrslugjöf PwC til félagsins hefði ætíð verið athugasemdalaus. Sá lærdómur sem stjórnendur fyrirtækja og endurskoðendur geta dregið at þessum dómi Hæstaréttar er að: 1) Endurskoðunarstarf hins kjörna löggilta endurskoðanda félags er unnið í þágu félagsins sjálfs, hluthafa þess og stjórnar. 2) Endurskoðandinn ber ábyrgð á því að það starf sé unnið í samræmi við lög og reglur um það verkefni. 3) Endurskoðandinn verður að koma athugasemdum sínum og ábendingum á framfæri við stjórn félags. 4) Innra eftirlit verður að vera til í fyrirtækjum, það verður að vera virkt og sjálfstætt 5) Ef kjörinn endurskoðandi fyrirtækis tekur að sér önnur verkefni fyrir fyrirtækið en endurskoðun reikninga þess er nauðsynlegt að greina þau verkefni með skýrum hættí frá endurskoðunarverkefni endurskoðandans. 6) Endurskoðandi hlutafélags er skyldur að bæta hlutafélagi það tjón sem hann hefur valdið félaginu í störfum sínum samkvæmt ákvæðum 134. greinar hlutafélagalaga. H3 Frá ritstjóra Stefán Svavarsson, lektor og löggiltur endurskoðandi, skrifaði reglulega á árunum 1999 og 2000 um endurskoðun í Frjálsa verslun. í 2. tbl. árið 2000 fjall- aði hann um dóm Hæstaréttar yfir endur- skoðanda Nathans & Olsens sem gert var að greiða 4 milljónir í skaðabætur vegna 25 milljóna króna tjóns fyrir- tækisins sem hlaust af fjárdrætti gjald- kera þess félags. 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.