Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 55

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 55
mannahelgi mátti sjá krakka og unglinga - jafnvel fullorðna lika - dansa bréfberadansinn eða „fun- ky chicken" eins og sumir kalla það, hreyfingarnar sem Eiður Smári notar í auglýsingunum þegar hann fagnar. ..eins og þú sért að dreifa pósti....eins og þú sért að dreifa," segir Sveppi með svipaðri áherslu og allt annað sem hann segir. Frasarnir eru reyndar margir hverjir frábærir: Tfikkíð „...Hlauptu hlunkur...“ SflGflN BflK VID HERFERÐINfl - Hárgreiðsla „...neineineinei.... kruflur eru tímalausar.... er eggið að kenna hænunni..." Mataræði „..eigum við að segja 1-500 og málið er dautt..." Hópurinn sem gerði auglýsinguna. Samúel Bjarki Pétursson, leikstjóri hjá Spark, Ragnar Árnason, Copy Writer/hugmyndasmiður auglýsingastofunni Gott fólk, Jóhannes Egilsson verkefnastjóri NLC, Gunnar Páll Ólafsson, leikstjóri hjá Spark, Gary Wake, Creative Director hjá Góðu Fólki, Einar Bjarnason, kynningastjóri NLC, og Pálmi Guðmundsson, markaðsstjóri NLC. Mynd: Geir Ólafsson Kveðjan „...svona er lifið...svona er lífið maður...“ Hjálhestaspyrnan „össssss" „þetta er náttúrlega bara rugl.“ „...þetta er kannski fallegt mark, en þetta telur alveg jafn mikið og öll hin mörkin og ekki þennan tón við mig...“ „hefðir þú meiðst í þessari hjólhestaspyrnu þá hefðir þú getað endað eins og einhver feitabolla í KR eins og þú varst.. Auglýsingar í heímildarmyndaformi Það hefúr færst í vöxt að nota stuttmyndir sem auglýsingar og þá gjarnan gerðar nokkrar í einu, líkt og kynningin íýrir enska boltann hjá Sýn. En hvers vegna var leitað út fýrir fýrirtækið til að gera auglýs- ingarnar í stað þess að nota einfaldlega fólk innanhúss sem vel á að vera fært um sllkt? „Það að nota aðra en okkar fólk gerir það að verkum að önnur sýn fæst á verkið og það verður að mínu mati ferskara en annars,“ segir Pálmi. „Hér tókst ákaflega vel til og okkur tókst að sýna Eið Smára í öðru hlutverki en venjulega, Sveppi brill- erar og enski boltinn fer ekki fram hjá neinum." Næringarfræðintjurinn, blaðafulltrúinn, þjálfarinn... Hlutverk Sveppa eru mörg í myndunum sem eru að nokkru leyti teknar þannig að þær séu fréttaskot eða lieimildarmyndir. Hann kemur fram sem næringarráðgjafi - sem borðar sjálfur allt það óhollasta og besta sem hann veit en gefur Eið Smára sellerí, hann ráðleggur um útlit og hárgreiðslu og finnst krullur vera tímalausar - af því hann er sjálfur krullhærður - og kennir snill- ingnum að sparka rétt. Öll þessi hlutverk handlangar hann með snilld og af eðlislægri einlægni sem sannfærir áhorfandann um að einmitt svona fari þetta fram. Á meðan stendur Eiður Smári, viðfangsefnið, kómískur á svip og hugsar með sér: „Byrjar hann enn,“ en tekur þó þátt í öllu og hlýðir þjálfaranum sínum í einu og öllu eins og góðum íþróttamanni sæmir. SH Myndir af tökustað. Mynd: Gary Wake Við tökur á Kveðjunni. Mynd: Gary Wake 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.