Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 57

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 57
Stórt hús... eða ...lítið hús? Það er oft ekki meiri fyrirhöfn að selja stóra eign en litla, en upphæðin, sem fasteignasalanum er greidd, sölulaunin, er miklu haerri fyrir stóru eignina þar sem greitt er í prósentum en ekki með fastri upphæð. þar sem lítið samræmi er milli verðs og þess hvernig gengur að selja eignina. Víða erlendis er þessi prósenta hærri en vinna fasteignasala er önnur og þeir fara yfirleitt með kaupendum að skoða eignir og leggja mikla vinnu í að aðstoða seljendur við að gera eignirnar söluhæfar. Það er nokkuð sem ekki þekkist hér á landi þar sem fólk skoðar öðruvísi og er jafnvel að skoða eignir sem það hefur ekki ætlað sér að kaupa. Inni í sölulaunum er fólgið að hafa eignina á skrá, láta í té upplýsingar um hana og svo ganga frá sölu ef af verður. Seljandi greiðir yfir- leitt auglýsingar sérstaklega - þó ekki allar því stundum aug- lýsir fasteignasali á sinn kostnað að einhverju leyti. Skoðunar- áald fellur að öllu jöfnu niður ef eign selst hjá viðkomandi fasteignasala en skoðunargjald hefur reyndar verið að falla út sem kostnaðarliður enda fólk oft með eignir í einkasölu. Þá er tekið sérstakt gjald, sem seljandi greiðir ef eign selst ekki, hann hættir við eða eignin selst hjá öðrum fasteignasala. Kaupendagjald „Fyrir nokkru ákvað Félag fasteignasala að styðja félagsmenn í að taka upp nýtt gjald og sem kaupendur greiða," segir Sigurður. „Það er til að standa straum af kostnaði við pappírsumsýslu kaupenda, þ.e. pappíra sem þarf að sinna í kring um greiðslumat og viðbótarlán.“ Nokkuð er undir hælinn lagt hvort fasteignasali kynni kaupendum þetta nægjanlega og þó svo þess sé getið í smáa letrinu á kauptilboðinu - sem svo sannarlega er smátt - kemur þetta kaupendum oít á óvart. Gjaldið er skilgreint þannig að kaupandi greiði allt að 25 þúsund krónum + vsk., þannig að heildarupphæðin fer yfir 30 þúsund krónur hjá þeim sem nýta sér þessa gjald- skrá til fullnustu. „Við höfum farið þá leiðina að láta kaupendur, sem taka ný húsbréfalán og eða viðbótar- lán, greiða fullt gjald iýrir þessa þjónustu sem er umtalsverð," segir Sigurður. „Við teljum okkur veita mjög góða þjónustu og okkar sölumenn eiga að segja fólki frá þessu gjaldi svo að það komi ekki á óvart.“ Ekhi fullnýtt Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali á fasteignasölunni Austurbæ, segir þetta nýja gjald ekki eiga að koma á óvart þar sem bæði sölumenn fasteigna eigi að kynna það kaupendum og svo sé þess getið í smáa letrinu aftan á kauptilboði. „Við erum með fast gjald, 15 þúsund krónur, fyrir þessa þjónustu,“ segir hann. „Ég ætla ekkert að tjá mig um hvort það er hátt eða lágt miðað við aðra en það er sú upphæð sem við teljum raunhæfa í þessu sambandi. í því gjaldi felast snúningar milli stofnana en þeir eru mismiklir." SO Seljandi greiðir: Sölulaun: 1,7 - 2,5% af söluverði eignarinnar + vsk. Ljósritun, stimpilgjöld og þinglýsingargjöld. Kaupandi greiðir: Umsýslugjald sem getur verið á bilinu 0-25 þúsund krónur auk vsk. Ljósritun, stimpilgjöld og þinglýsingargjöld. 1.764 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta ársfjórðungi 2003. Meðal- upphæð á hvern kaupsamning var 14,8 milljónir króna en heildarupphæð veltunnar nam 26,1 milljarði króna. Þetta er samdráttur (fækkun kaupsamninga) sem nemur 7,5% frá 4. ársfjórð- ungi 2002, en aukning (fjölgun kaupsamninga) sem nemur 18,1% frá 1. ársfjórðungi 2002. 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.