Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 59
„Fyrir þá viðskiptavini sem njóta áhætturáógjafar
hjá íslandsbanka er boðið upp á heildaryfirlit á Net-
inu yfir lán í öllum bönkum, bæði í íslenskum krónum
og erlendum myntum," segir Guðmundur Kr. Tómas-
son, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs íslands-
banka. Unnt er að kalla fram yfirlit yfir afborganir,
vaxtagreiðslur, þróun skuldasafnsins og vaxtakjara
yfir valin tímabil, auk áhættugreiningar á erlendum
skuldum. Þar að auki hafa ýmsar endurbætur verið
gerðar á Fyrirtækjabankanum til þess að gera hann
léttari í notkun og lágmarka fyrirhöfn notenda.
Oflug innheimtuþjónusta á IMetinu
Innheimtukerfi Fyrirtækjabankans er öflugt og auð-
velt í notkun. „Þetta er sá hluti Fyrirtækjabankans
sem hvað flest fyrirtæki í viðskiptum hjá okkur nýta
sér," segir Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúa-
sviðs íslandsbanka. „Við höfum því lagt mikla áherslu
á að gera innheimtukerfið aðgengilegt. Það býður
notendum upp á að kröfur séu sendar inn beint úr
bókhaldskerfum fyrirtækja og þannig er hægt að
afstemma greiddar kröfur við bókhaldið. Handskrán-
ing er einnig í boði fyrir þá sem það kjósa."
í Fyrirtækjabankanum er einnig hægt að stofna,
breyta og fella niður viðskiptakröfur og fylgjast með
útistandandi kröfum viðskiptavina. Hægt er að
fletta upp viðskiptakröfum, sjá hvort þær séu
greiddar og fylgjast með innheimtuferli þeirra.
Einnig má fylgjast með stöðu yfirdráttar vegna
veltufjármögnunar sem reiknast sjálfkrafa út frá útistandandi
kröfum á hverjum tíma.
Erlendar greiðslur leikur einn
„Við erum mjög stolt af því að geta boðið öfluga þjónustu sem snýr
að umsýslu erlendra greiðslna," segir Guðmundur. „Sem dæmi má
nefna að Fyrirtækjabanki íslandsbanka er sá eini sem býður not-
endum upp á að fylgjast með erlendum greiðslum sem væntan-
legar eru inn á reikning fyrirtækisins. Þetta sparar fyrirtækjunum
tíma og fyrirhöfn."
Fyrir erlendar greiðslur er jafnframt boðið upp á skráningu
þekktra viðskiptavina, forskráningu og að upplýsingar um viðskipta-
Miavikuaagur «. juni ^uuj ki.uo:«j
Mótfknar greldslur___________________________________________________
ÍHér er heegt að skoða yfíríityTir væntanlegar erlendar greiðslur. Velja þarf Vidski|)t<ivin
áður en smellt er á Sækja.
Guðmundur Kr. Tómasson, fyrirtækjasviði, og Jón Þórisson, útibúasviði.
Frá kynningu á Fyrirtækjabankanum.
CSBJEEEESaB
Viðskiptavinui:
Góð viðskipti stif
lsl.iii(lslianki: 440 4000 8 -19 ■ ish.ii isli.is
vini séu vistaðar um leið og fyrsta greiðsla til viðkomandi er send.
Dnnur nýjung, sem nú er boðið upp á, er möguleikinn á að senda
erlendar greiðslur beint úr bókhaldskerfi yfir í Fyrirtækjabankann.
Þannig má safna saman mörgum greiðslum í greiðsluskrá og
senda inn í Fyrirtækjabankann I einu lagi.
Notendur geta milliliðalaust sent erlendum viðskiptavinum
sínum greiðslur í gegnum Fyrirtækjabankann, fengið um leið kvittun
fyrir greiðslunni og sent viðtakanda tilkynningu í tölvupósti eða með
faxi. Greiða má út af gjaldeyrisreikningum og reikningum í
islenskum krónum og þegar greiðsla er samþykkt birtist endanlegt
gengi á kvittun sem hægt er að prenta út. Þannig er hægt að upp-
færa bókhaldið samdægurs.
Góðar viðtökur
Að sögn Jóns hefur Fyrirtækjabankinn verið kynntur fyrir fjöl-
mörgum viðskiptavinum að undanförnu og hvarvetna verið vel tekið.
Haldinn var fjölmennur kynningarfundur fyrir fulltrúa fyrirtækja í
sumar og voru viðtökurnar á fundinum framar öllum vonum. „Fyrir-
tækjabankinn þykir mjög notendavænn og það má segja að með inn-
leiðingu hans hafi menn fjármálin í hendi sér, hvort sem um er að
ræða stærstu fyrirtæki eða einyrkja," segir Jón. „Við erum ennþá
að sækja fyrirtæki heim með kynningar og tökum jafnframt á móti
óskum um kynningu á Fyrirtækjabankanum." Hægt er að óska eftir
kynningu með því að senda tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@isb.is
eða hringja í þjónustuver (slandsbanka í síma 440 4000. BIi
Erlendar greiðslur í Fyrirtækjabankanum.