Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 64
iHaustið er tíminn ® ^æra lliltu vita meira? Mímir hefur lengi boðið upp á námskeið afýmsum toga og lagt sérstaka áherslu á símenntun. Mímir - símenntun sinnir flölbreyttu námskeiðahaldi og fræðslustarfi. í meginatriðum má skipta starfseminni í tvo hluta, annars vegar tómstundanámskeið og hins vegar margbreytileg námskeið í samstarfi við atvinnulífið, stéttarfélög, atvinnurekendur og vinnumiðlanir," segir Hulda Olafsdóttir sem hóf störf sem framkvæmdastjóri hjá Mími - símenntun í sumar. Hulda segir mikla auðlind búa í starfs- mönnum fyrirtækja og stjórnendur gera sér í auknum mæli grein fyrir því. „Þessari auðlind þarf að hlúa að og með því að stuðla að símenntun starfs- manna eru stjórnendur ekki aðeins að fá hæfara starfsfólk heldur einnig ánægðari einstaklinga. Yið höftim í samstarfi við stéttarfélögin verið með fjölda námskeiða sem atvinnulifið þarihast og m.a. átt gott samstarf við Eflingu - stéttarfélag um ýmis námstilboð. Þar má nefna sem dæmi Landnemaskólann og Grunn- menntaskólann," segir Hulda. „Landnemaskólinn er 120 stunda nám í íslensku ætlað „nýjum íslendingum" en Grunnmenntaskólinn er 300 stunda nám ætlað fólki með stutta skólagöngu sem vill bæta við þekkingu sína. Þetta nám er að stórum hluta greitt af fræðslusjóði Eflingar. Á síðasta ári fórum við svo af stað með nýtt verkefni; námsráðgjöf á vinnu- stöðum. Það hlaut góðar undirtektir og mikill áhugi er hjá starfsmönnum að kynna sér námsleiðir og möguleika á styrkjum til að Jjármagna námið. Námsráðgjöf á vinnustað mun halda áfram í vetur og hafa vinnustaðir, sem þekkja verk- efnið, þegar beðið um áframhaldandi þjónustu. Sjálfsstyrking 09 samskipti Mímir hefur til margra ára boðið upp á námskeið í sjálfsstyrkingu og samskiptum. Þessi námskeið hafa notið mikilla vinsælda og þótt skila góðum árangri. Áhersla er á að efla sjálfstraust og skoða þá þætti sem áhrif hafa á eigin líðan og samskipti við aðra. Farið er í grund- vallaratriði samskiptatækni og bent á mikilvægi þess að setja sér markmið. „Við bjóðum einnig upp á námskeið í námstækni og tíma- stjórnun, þjónustu, um kulnun í starfi og töluvert hefur verið um að við skipuleggjum sérhæfð námskeið fyrir einstaka starfsmanna- eða vinnustaðahópa, sem dæmi má nefha starfs- fólk í mötuneytum, ræstingu, áhaldahúsum o.fl.“ Tómstundanámskeið Á hverju hausti og vori býður Mímir upp á fjölmörg námskeið. Gríðarleg ásókn hefur verið í þau, ekki síst tungumálanámskeiðin og menningarnámskeiðin. í tungumálakennslunni er hægt að fá einstaklingsþjálfun sem margir nýta sér, td. áður en farið er á alþjóðaráðstefnur eða við undirbúning ýmiss konar samskipta og samstarfs erlendis. Einnig eru hópar fyrir byijendur og lengra komna auk sér- hæfðari námskeiða, svo sem í viðskiptaensku og viðskipta- spænsku. ,Á menningarsviðinu höfum við valið að fjalla um Don Kíkóta sem hefur verið valin ein af bestu bókum allra tíma og er ein sú söluhæsta í heiminum,“ segir Hulda. „Guðbergur Bergs- son rithöfundur mun annast þetta námskeið sem haldið verður í samstarfi við Borgarleikhúsið en það hefur ákveðið að setja upp sýningu um Don Kikóta eftir áramót. Ég hef trú á að margir muni nýta sér það einstaka tækifæri að hlýða á fyrir- „Á menningarsviðinu höfum við valið að fjalla um Don Kíkóta sem hefur verið valin ein af bestu bókum allra tíma og er ein sú söluhæsta í heiminum," segir Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Mími - símenntun. lestra Guðbergs en hann hefur nýlokið þýðingu sinni á sögunni um Don Kikota og kemur seinna bindi hennar út í haust.“ Allar hliðar mannlífsins Auk tungumála- og menningarnám- skeiða hefur Mímir á hverri önn námskeið í myndlist, mat- reiðslu auk Ijiilda annarra hagnýtra þátta og afþreyingar. Þar má nefna námskeið sem kallað hefur verið „Iistin að vera dama“, sem Helga Braga Jónsdóttir annast. Jafnframt stendur til boða námskeið fyrir börn í myndlist og leiklist auk tungumálanámskeiða. Það gildir það sama fyrir börnin og fullorðna, þeim er getuskipt í hópa eða boðið upp á einstaklingsnámskeið þar sem það á við. ,Að lokum vil ég nefna námskeiðið ,Á tímamótum" fyrir alla þá, sem vilja búa sig undir þær breytingar sem fylgja starfs- lokum. Að ýmsu þarf að hyggja, svo sem lífeyrisréttindum, félagsþjónustu sveitarfélaga og húsnæðismálum. Einnig er mikilvægt að huga að tómstundum, áhugamálum og ferða- möguleikum," segir Hulda að lokum. ŒJ 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.