Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 68
[Haustið er tíminn ^ir heímsborgir Haustferðir lcelandair Fallegir haustlitir, pægilegt lojtslag og skemmtilegt mannlíferþað sem haustferðir Icelandair bjóða upp á. Evrópa með sinn gamla virðuleika og Bandaríkin þar sem allt getur gerst og allt gerist fyrr eða síðar, hvor heimsálfan fyrir sig hefur sinn sjarma og aðeins spurning um það hvers er leitað, þegar valið er á milli þeirra. Kóngsins Kaupmannahöfn og heimsborgin London Sennilega eru engar borgir jatn ijölsóttar af íslendingum og Kaupmanna- höfn og London. Kaupmannahöfn með sinn einstaka sjarma er næstum eins og annað heimili Islendinga sem margir hveijir hafa lært þar eða starfað um tíma. Borgin er bæði ung og gömul, framúrstefnuleg og íhaldssöm, og líkt og síkvikur hver breytist hún frá degi til dags. London er á svipaðan hátt og Kaupmannahöfn, virðuleg og nýtískuleg i senn. Þó er sterkari tilfinning fyrir sögunni í London en víða annars staðar, ekki síst vegna íhaldssemi Breta sem helst vilja engu breyta. Það er alltaf gaman að koma til London og upplifa söguna, söfnin, tónleika og ótrúlega fyöl- breytt mannlifið. Farið yfir sundið Hinum megin við Ermasund er allt önnur veröld. Þar bíða París, Amsterdam og Frankfurt svo að eitthvað sé neJht. I París eru litlu sætu götukaffihúsin á hveiju strái, óðamála Frakkar segja skilningslausum og frönskulausum ferðamanni til syndanna - mest fyrir að vera ekki mæltur á frönsku - og allir hafa gaman af. Gönguferð í gegnum St. Germain de Prés, sæl- kerakaffi og smáverslanir, allt er þetta hluti af upplifun sem aldrei gleymist. Það má kannski segja að Amsterdam hafi verið svolítið mis- skilin borg lengi vel. Að minnsta kosti af Islendingum sem töldu helsta kost hennar þann að heimsækja Rauða hverfið sem búa átti yfir allri spillingu sem hægt var að hugsa sér og tilhugsunin ein dugði yfirleitt til að vekja upp spennuhroll. Amsterdam er hlýleg borg, hæfilega stór og í henni eru frábær söfn, kaffihús og svo er hún hlaðin ævafornri sögu sem endurspeglast í þröngum götum, síkjum og gaflmjóum húsum. Borg sem nauð- synlegt er að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Ævintýraland í Frankfurt kveður við allt annan tón. Þýsk snyrtimennska í fyrirrúmi, hvort sem um er að ræða eldgamla götu eða splunkunýtt stórhýsi. Það gengur allt einhvern veginn eins og smurt og maður á hreint ekki von á neinum hnökrum. Frankfurt er mjög miðsvæðis í Þýskalandi og þaðan er auðvelt að fara í allar áttir. Sé ferðamaðurinn svo heppinn að vera á ferð í nóvember og desember, getur hann heimsótt hinn stórkost- lega jólamarkað á torginu fræga, Römerberg. Það er fátt sem Þorvarður Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs icelandair. jathast á við stemmn- inguna þar. Afar stutt og þægi- legt er að fara til bæj- anna Wiesbaden og Heidelberg og hafi einhver heillast af gömlu ævintýrasögunum sem gerðust í skógum og höllum, getur hann upplifað þær aftur með því að fara til Heidelberg sem er sannkallaður ævintýrabær og eiginlega óraunverulega fallegur. Slærst, mesl, best? Ameríka er landið þar sem allt er stærst, allt er mest og sumir segja að allt sé best þar lika. Víst er að landið er gríðarstórt og borgirnar næstum eins misjafnar og þær eru margar en eiga þó allar sameiginlegt að þar er auðvelt að versla, fólkið er vingjarnlegt og þægilegt í samskiptum og málið er engin JýrirsJaða. Menningarborgin Boston er einna líkust borgum Evrópu en þó fer ekki á milli mála að hér er ferðamaðurinn staddur í Ameríku. Saga landsins, sjálfstæðisbaráttunnar og frægra borgara er hvarvetna, enda var borgin miðpunktur sjálf- stæðisbaráttu Bandaríkjanna. Minneapolis þarf varla að kynna Islendingum sem fara þangað gjarnan í verslunarferðir í stærsta „moll“ heimsins, Mall of America, þar sem bókstaflega allt fæst og hægt er að eyða heilum vikum ef því er að skipta. Systurborg Minneapolis er SfiPaul en borgirnar tvær eru alveg ótrúlega ólikar. Svo er það New York, borgin sem aldrei sefur. Fjölbreytileiki hennar er engu líkur, hvort sem um er að ræða mannlíf eða menningu. Mannhafið er endalaust, hvert hverfi hefur sitt yfir- bragð og stærð borgarinnar er nær óskiljanleg í augum þess sem kemur frá litlu landi í miðju Atlantshafi. New York er borg sem maður annaðhvort elskar eða hatar. Eftir mannJjöldanum að dæma eru þeir heldur fleiri sem elska hana... Virðulega Washington Falleg miðborg Washingtonborgar býður í einu lagi upp á skoðunarferð um Hvíta húsið, þing- húsið Capitol Hill, National Gallery of Art og National Museum of Natural History. Stutt er yfir í Georgestown þar sem finna má litlar, gamlar götur og skemmtilega og allt öðruvísi menningu. Baltimore er í næsta nágrenni, aðeins um 20 mín. akstur á milli en þar er tilvalið að fara niður að höfninni þar sem hægt er að njóta iðandi mannlífs og skemmtilegra bygginga auk verslana af öllu tagi. Of langt mál er að telja upp allt sem hægt er að gera og njóta í þessum skemmtilegu borgum en sjón er sögu ríkari og þegar haustar að er gott að skella sér í smáfrí og finna nýjan og ferskan andblæ framandi landa. 33 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.