Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 78

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 78
iHaustið er tíminn 01 að ráiía starfsmann Við finnum þann eina rétta / STRA MRI hefur yfir að ráða reynslu ogþekkingu á starfsmannamarkaði og getur fundið rétta starfs- manninn og rétta starfið. Guðný Harðardóttir annar eigenda og framkvæmdastjóri U4 m v-.y STRA MRI Ef við getum sparað fyrirtækjum og stofnunum birtingar- kostnað auglýsinga, hraðað ráðningarferlinu, minnkað áreiti vegna fyrirspurna frá þeim umsækjendum sem ekki eiga erindi í viðkomandi auglýst starf og um leið hraðað tekju- streymi inn til félagsins, af hveiju í ósköpunum ættum við þá að vera að auglýsa laus störf til umsóknar, og það á tímum sem þessum?" segir Guðný Harðardóttir, annar eigenda og fram- kvæmdastjóri ráðningarþjónustunnar STRÁ MRI, þar sem hún situr og hallar sér makindalega aftur á bak í þægilegum stól á fallegri skrifstofu sinni með stórkostlegu útsýni jdir Esjuna og sundin blá. „Okkar sfyrkur byggist meðal annars á gríðarlega öflugum gagnabanka, sem auðveldar okkur leitina við að finna þann eina rétta. Ef vinnuveitanda vantar starfsmann með ákveðna reynslu og/eða sérhæfingu hefjum við leitina með því að fletta upp í okkar eigin gagnabanka og þess vegna auglýsum ef til vill minna en margir aðrir,“ heldur hún áfram. „Þannig spörum við vinnuveitendum bæði fé og fyrirhöfn og allir hafa hag af. Við búum jafnframt að verulegri reynslu á sviði ráðningarmála, höfum haft milligöngu um yfir 5000 ráðningar fyrir mörg helstu fyrirtæki landsins á síðustu tveimur áratugum.“ Ráðningarþjónustan STRÁ var stofnuð árið 1994 en stofn- endur hennar höfðu þá starfað lengi á þessum vettvangi og komu með mikla þekkingu og reynslu inn í fyrirtækið. Frá upp- hafi hafa vönduð vinnubrögð og trúnaður við viðskiptavini, sem og umsækjendur, verið aðalsmerki fyrirtækisins og á það sinn þátt í að þegar alþjóðlega umboðsskrifstofan MRI WORLD- WIDE (Management Recruitment International) var að leita eftir samstarfsaðila hér á landi, varð STRÁ fyrir valinu. Nokkrir aðrir höfðu sótt um aðild en fengu ekki, en MRI er stærsta og elsta ráðningarstofa í heimi, stoihuð í Cleveland, Ohio, 1957. „Við erum hreykin af því að vera í þessu samstarfi, sem um leið gerir það að verkum að við höfum mun meiri möguleika á að ráða fólk til starfa erlendis, sem og fá hingað erlent starfs- fólk,“ segir Guðný. „Eitt af því sem fylgir þessu samstarfi er persónuleikaprófið SelecSys, sem finna má á heimasíðu okkar, www.stra.is. Hér er um að ræða geysiöflugt persónuleikapróf frá samstarfsaðilum okkar, MRI, en þetta próf er viðurkennt um allan heim. Við höfum farið þá leiðina að hafa prófið án gjalds og getur hver og einn tekið þátt í því og að fengnum niðurstöðum séð hveijir og hvernig hans styrkleikar nytust í viðeigandi starfsumhverfi." „Hjá STRA MRI eru einnig á skrá fjöldi einstaklinga sem eru í starfi, en vilja ef til vill skipta ef þeim býðst heppilegra starf,“ segir Guðný. „Einnig bjóðum við sérfræðingum og stjórn- endum skráningu í Sérþjónustu okkar, en við leitum gjarnan í þá skrá þegar finna þarf aðila til sérhæfðari starfa, sem og stjórnunarstarfa. Bestu störfin eru almennt ekki auglýst, fremur unnin í kjrrþey." „Okkar markmið er að gæta hagsmuna og samræma óskir beggja, þ.e. umsækjenda og vinnuveitanda, þannig aðeins verður ráðningin farsæl. Það er okkar að finna rétta starfmanninn í rétta starfið," segir Guðný. Aðspurð um minnisstæð atvik í ráðn- ingarmálum segir Guðný sér einkar minnisstætt atvik er gerðist fyrir óralöngu: „Umsækjandi, 68 ára gömul kona, hafði komið í viðtal. Þetta var stórglæsileg og skemmtileg kona, sem hafði verið á eftirlaunum í eitt ár og var að eigin sögn orðin leið á „aðgerðaleysinu“, enda unnið mikið og vel öll árin áður. Þó hafði hún ekki setið auðum höndum þetta eftirlaunaár, heldur bæði aflað sér einkaflugmannsréttinda og æft fallhlífarstökk! Vegna kennitölu reyndist erfiðara um vik en ella að finna henni hent- ugt starf, en nokkru síðar hringdi þessi ágæta kona með þær fréttir að nú þyrftum við ekki lengur að hafa áhyggjur af henni, hún hefði einfaldlega sjálf fundið sér nýtt starf. Atvik sem þessi er skemmtilegt að ri§a upp í erli dagsins. Það er alltaf gaman að athafnasömu og jákvæðu fólki sem lætur ekki deigan síga.“ I dag starfa fimm starfsmenn hjá STRÁ MRI, þó að stundum hafi þeir verið fleiri. „í upphafi, þegar lógóið okkar var teiknað,“ segir Guðný með kímnisbros á vör, „voru stráin höfð fimm, því að ég og fyrirtækið ætluðum aldrei að verða stærst, einungis best á okkar sviði.“ B3 Starfsfólk STRÁ MRI.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.