Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 80
iHaustíð er timinn fynr ferðalög Hópferðir og viðskiptaferðir vinsælar Terra Nova - Sól býður upp á fjölbreytta fenhmöguleika um allan heim. w Arið 1978 var Ferðamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum stofnuð sem umboðsskrifstofa fyrir Flugleiðir og Tryggingu hf. og sem þjónustuaðili við erlenda ferða- menn sem komu fyrst og fremst frá Frakklandi. Stærsti við- skiptavinur fyrirtækisins frá upphafi er franska ferðaskrifstofan Nouvelles Frontieres, nú TUI. „Það þótti djörf ákvörðun að stofna slíkt fyrirtæki á lands- byggðinni á þessum árum,“ segir Daníel Antonsson, „en fyrir- tækið óx og dafnaði þó svo það væri lítt þekkt innanlands nema helst á Austuriandi og meðal fólks í ferðaþjónustunni. Nú er það orðið 25 ára gamalt og er sterkara en nokkru sinni fyrr.“ Straumhvörf urðu í rekstrinum þegar fyrirtækið tók við söluumboði fyrir þýska flugfélagið LTU árið 1995. Árið 1997 flutti Ferðamiðstöð Austurlands höfuðstöðvar Daníel Antonsson: „Þess þarf að gæta að ef um flóknari ferðalög er að ræða og þjónustu á ákvörðunarstað, standa fagmenn í ferðaþjónustu oftast uppi með hagkvæmustu heildarlausnina einfaldlega vegna þekkingar sinnar á aðstæðum." sínar til Reykjavikur og tveimur árum síðar var nafni ferðaskrif- stofunnar breytt í Terra Nova. Árið 2002 sameinuðust Terra Nova og Sól og úr varð ein af stærstu ferðaskrifstofum landsins. „I dag er Terra Nova-Sól næststærsti innflytjandi erlendra ferðamanna til íslands. Yið erum með söluumboð fyrir ferjuna Norrænu og bjóðum breiðara úrval utanlandsferða en nokkur önnur ferðaskrifstofa á íslandi," segir Daníel. „Viðskiptaferðaþjónusta Terra Nova-Sólar jókst stórum skrefum á síðasta ári og fjöldi nýrra fyrirtækja og einstaklinga sýndu okkur það traust að fela okkur skipulagningu ferða sinna um víða veröld. Fjölmargir hópar njóta á hveiju ári sérþekk- ingar okkar vegna skipulagningar á árshátíða- og skemmti- ferðum fyrirtækja og sérhópa." Daníel segir samkeppnisumhverfi í flug- og fargjaldamálum vera í sífelldri þróun og nýja aðila koma fram á sjónarsviðið og aðra hverfa. „Það berast í sífellu fréttir af ótrúlegustu kosta- kjörum og því hlýtur að teljast eðlilegt að einstaklingar og fyrirtæki nýti sér þau að ákveðnu marki. Þó þarf að gæta þess að ef um flóknari ferðalög er að ræða og þjónustu á ákvörðunarstað, standa fagmenn í ferðaþjónustu oftast uppi með hagkvæmustu heildarlausnina einfaldlega vegna þekk- ingar sinnar á aðstæðum." Haustferðir Haustferðir til Salou og Portúgals hafa mælst mjög vel fyrir hjá Terra Nova-Sól og segir Daníel kjörið að fara í golfferð með félögunum eða í afslöppun með fjölskyldu og maka í sól og sumar í september og október og stytta þannig veturinn. „Við bjóðum nú í fyrsta sinn upp á helgarferð til Portúgals í október en sú ferð hentar vel sem árshátíðarferð til að sameina skemmtun og sól. I allan vetur geta Islendingar farið til Kýpur og notið þess að vera í hlýrri vetrarsólinni. Andrúmsloftið er vingjarnlegt og eyjaskeggjar gott fólk heim að sækja. Það er um fjölmarga gististaði að ræða og íslenska fararstjórn allt árið um kring. Svo verður jólaferðin okkar á sínum stað en hún seldist upp í fyrra og komust færri að en vildu.“ Það er alltaf vinsælt að fara í helgar- ferðir og helgarpakkar til London og Köben verða á boðstólnum hjáTerra Nova- Sól í allan vetur. Síðastliðin ár hefur einnig verið boðið upp á pakkaferðir með þýsku ferðaskrifstofúkeðjunni TUI. „Þetta nýtur sívaxandi vinsælda enda hafa skipulagðar pakkaferðir um allan heim, allan ársins hring, ekki þekkst áður á íslenskum markaði," segir Daníel. „Það má segja að með TUI opnist heimurinn. Fyrst með flugi Icelandair til Frankfurt og þaðan áfram í beinu flugi til áfangastaða eins og Máritíus, Maldives, Brasiliu, Marokkó og í skíðaferðir í þýsku Ölpunum. Það þarf sem sagt engum að leiðast heima, heldur er hægt að fara hvert sem er og hvenær sem er.“ ffi] 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.