Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 87

Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 87
Mynd: Geir Ólafsson ^inin frá Peter Lehmann eru góðir fulltrúar áströlsku vínanna. sítrusbragð og bragð af grænum eplum. Ljómandi vin sem for- drykkur og raunar ágætt eitt sér. Peter Lehmann hefur lagt höfuðáherslu á framleiðslu rauð- víns. Vörumerki rauðvíns hans eru sterk séreinkenni. Peter Lehmann Cabernet Sauvignon, kr. 1.560. Þetta vín hefur náð miklum vinsældum, enda einstaklega vel gerður Cabernet, bragðmikiU með miklu berjabragði - sólber og blá- ber; einnig gott kryddbragð, örlítíð af svörtum pipar, vanillu og jafiivel negul. Gott vín með kjötí. Við prófuðum það með graflaxi og það var bingó. Það eru mjög góð kaup í þessu víni, gott verð miðað við gæði. Peter Lehmann Shiraz á kr. 1.490 er ekta ástralskur bolti. Undirritaður hefur að jafnaði verið veikur fyrir frönsku Rhone vínunum. Áströlsku Shiraz vínin eru bara svo allt öðru- yísi, meiri sól og jörð. Þetta vín er matarmikið og gríðarlega öflugt. Mér finnst það jafnvel heldur mikil bragðsprengja með mat. En bíðum nú við, - það er frábært með góðri piparsteik, hreindýri og sjófuglum. Það sló hins vegar algjörlega í gegn með eftírréttinum sem var úr súkkulaði. Shiraz og súkkulaði er einfaldlega eitthvað sem allir sælkerar verða að prufa. Peter Lehmann Stonewell Shiraz, kr. 3.490. Þetta er án efa eitt besta Shiraz vínið í Rikinu, mikið og ríkt berjabragð, einnig vottar fyrir bragði af dökku súkkulaði, jafnvel kaffi og kryddi eins og negul og vanillu. Þrúgurnar eru handtíndar af vínviði sem er allt að 100 ára gamall. Þetta vín er gott að gefa góðum vinum sem hafa áhuga á vínum. Peter Lehmann Grenache Shiraz kr. 1.490. Ágætís mat- arvín, ljómandi með lambi. Þetta vín er blanda úr Grenache og Shiraz þrúgum. Verðið ágætt, kr. 1.490 - gott laugardagsvín. Peter Lehmann Mentor, kr. 3.090. Þetta er án efa uppá- haldsvínið mitt frá meistara Lehmann. Vínið er pressað úr fjórum þrúgutegundum, Cabernet Sauvignon, Malbec, Shiraz °g Merlot. Þetta er yndisleg bragðsinfónía, - mikill karakter. Þetta vín hefur þroskast í tvö ár í eikartunnum og svo tvö ár á flöskum áður en það er sett á markað. Eitt af einkennum þessa víns er djúprauður, dökkur litur þess og mikið og langt eftir- hragð. Þetta er frábært eftirbragð, ekki mjög sýrumikið, hóflega sætt og ávaxtaríkt, frábært matarvín. Peter Lehmann Seven Surveys á kr. 1.390. Þetta vín kafla Ástralir GSM. Það er pressað úr þremur þrúgutegundum, Grenache, Shiraz og Mourvedre. Vín þetta hefur náð miklum vinsældum í Ástralíu og í Bretlandi; öflugt vín og skemmtilegt, sterk áströlsk einkenni. Gott vín með vel krydduðum mat. Peter Lehmann Clancy's, kr. 1.440 hefur náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum, vínpressan hefur hælt þessu víni í hástert. Vínið er blanda úr Shiraz, Cabernet, Sauvignon og Merlot. Gott berja- og ávaxtabragð, einnig er bragð af dökku súkkulaði, myntu, timian og svörtum pipar. Þetta vin er að mínu matí á afar góðu verði. Merlot þrúgan gefur víninu þægilegt ávaxtabragð. Þetta er vín sem flestum fellur í geð, rétta vínið í matarboðið. Breytlir límar Ástralía er orðin ein athyglisverðasta sælkera- og vínframleiðsluþjóð heims. Ástralska eldhúsið er afar athyglisvert. Þar blandast saman hefðbundnar evrópskar hefðir og áhrif frá Asíu. Úr þessum sterkustu pólum matargerðarlistar heimsins hafa Ástralir búið til nýjar stefnur í matargerðarlist- inni, Ástralska eldhúsið, þar sem höfuðáherslan er lögð á holl- ustu og gott bragð. Hvað varðar víngerð Ástrala, byggja þeir í dag ekki á gömlum hefðum annarra þjóða. Þeir hafa mótað sína eigin stefnu, framleiða vín sem flkist ekki víni annarra þjóða, - það er ástralskt Peter Lehmann er góður fulltrúi ástralskrar vingerðarlistar. Víntegundir frá honum hafa sterk séreinkenni, eru vel gerðar, umfram allt bragðmiklar og því frábærir fulltrúar ástralska vinheimsins. BIi Sigmar B. Hauksson bragðaði á eftirtöldum víntegundum frá Peter Lehmann: Hvítvín Peter Lehmann Clancy's kr. 1.440 Peter Lehmann Chardonnay kr 1.490 Peter Lehmann Semillon kr. 1.290 Rauðvín Peter Lehmann Cabernet Sauvignon kr. 1.560 Peter Lehmann Shiraz kr. 1.490 Peter Lehmann Stonewell Shiraz kr. 3.490 Peter Lehmann „Mentor" kr. 3.090 Peter Lehmann Grenache Shiraz kr 1.490 Peter Lehmann Seven Surveys kr. 1 390 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.