Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 89

Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 89
 »Þegar maður hefur prófað eitthvað nýtt áttar maður sig á því hvar þekking manns liggur og hvar vinnuhjartað slær," segir Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans. Mynd: Geir Olafsson Ingþór Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri hjá Pennanum Eftir Vigdisi Stcfánsdóttur Leikmyndirnar breytast í sífellu. Nýtt útlit, nýjar vörur og ný ímynd,“ segir Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslun- arsviðs Pennans, en hann stýrir verslunum Pennans sem í dag eru 13 talsins. „Þetta er mjög ijölbreytilegt starf einmitt vegna þess hve vertíðirnar eru rnargar," Þætir hann við. „Nú er skóla- vertíð á fullu og strax að henni lokinni skiptum við um leikmynd og stílum inn á bækur í Eymundsson og Máli og menningu en í Penn- anum er allt kapp lagt á rekstrarvörur fýrir fýrirtæki. Eftir það er komið að jólaver- tíð og í kjölfar hennar eru áramót og þar á eftir nýtt bókhaldsár hjá fyrirtækjum. Þá kemur inn enn ein leik- myndin í búðirnar en í janúar er einnig nýtt skólaár að hefj- ast og aftur kemur skólaver- tíð þó ekki sé hún eins stór og sú fyrri. Á milli þessarar skólavertíðar og ferminga og útskrifta erum við í mikilli skipulagsvinnu en vorið og sumarið bjóða upp á hefð- bundnar sumarvörur og allt til lestrar fyrir ferða- mannninn." Á löngum ferli hjá Penn- anum hefur Ingþór sinnt ýmsum störfum. „Eg byijaði iýrst á lager Pennans árið 1989, sinnti starfi deildar- stjóra, sölustjóra, verslunar- stjóra og því má segja að ég hafi kynnst öllum hliðum starfsins og sé öllum hnútum kunnugur," segir hann. „Eg tók mér einnig tveggja ára hlé frá Pennanum og prófaði önnur störf svona til tilbreyt- ingar. Var um tíma verslunar- stjóri hjá Hljómco og vann við markaðsetningu á vél- smiðju en þegar maður hefur prófað eitthvað nýtt áttar maður sig á því hvar þekking manns liggur og hvar vinnu- hjartað slær. Ég sneri aftur til Pennans og var verslunar- stjóri á Akureyri eftir að Penninn keypti Bókval.“ Á Akureyri tók Ingþór virkan þátt í félagsstörfum og starfsemi bæjarins með formennsku i miðbæjarsam- tökum Akureyrar og þátt- töku í Round table. „Við stóðum fyrir ýmsu í miðbæjarsamtökunum," segir hann. Jólabænum, menningarnótt og Ijölskyldu- hátíð um verslunarmanna- helgina svo eitthvað sé nefnt. Líka því að göngugatan var opnuð fyrir umferð og hefur það haft góð áhrif á verslun í miðbænum. Því er nefnilega þannig varið hér á íslandi að göngugötur eru góð hug- mynd rétt á meðan sólin skin og yfir blásumarið en í vetrarveðri hefur enginn áhuga á göngugötumenn- ingu.“ Áhugamál Ingþórs bein- ast mikið að heimili og Ijöl- skyldu. Hann á þijú börn á aldrinum 7, 8 og 13 og hann og eiginkona hans, Ingibjörg Hauksdóttir kennari, hafa síðustu mánuði verið að byggja hús eftir flutninga frá Akureyri. „Önnur áhugamál mín snerta að mestu íþróttir af ýmsu tagi. Þar með talið For- múlan, snjósleðar, fóbolti og veiðar en ég hef gaman af því að prófa ýmislegt þó svo ég festi mig ekki sérstaklega við neitt. Hins vegar fer frítíminn að mestu í ijölskylduna eins og gefur að skilja." 33 89

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.