Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 90

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 90
Margrét Sanders, framkvæmdastjóri hjá Deloitte & Touche. „í endurskoðendastétt var t.d. brosað að því markmiði okkar að koma á fjölskyldustefnu og eðlilegum vinnutíma því að endurskoðendur eru þekktir fyrir mikla vinnu og að eiga sér ekkert fjölskyldulíf, en okkur hefur tekist þetta." Mynd: Geir Ólafsson Margrét Sanders, Deloitte & Touche Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Við erum tveir fram- kvæmdastjórarnir hjá Deloitte & Touche. Ég sé um daglegan rekstur og stjórnun á fyrirtækinu, þar með talin ijármál, starfs- mannamál, markaðsmál og upplýsingatækni og reyndar allt annað sem til fellur í dag- legum rekstri. Deloitte & Touche er hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og því í erlendum samskiptum. Ég er í miklum samskiptum við útlönd, m.a. vegna þess að við erum að innleiða ýmislegt sem kemur að utan. Hinn fram- kvæmdastjórinn í fyrirtæk- inu heitir Þorvarður Gunnarsson og er „Managing Partner". fíann 90 er löggiltur endurskoðandi og vinnur við endurskoðun og ráðgjöf auk þess sem hann sér um allt sem lýtur að faglegum atriðum í rekstr- inum. Ég er sú eina sem er í fullu starfi sem stjórnandi í fyrirtækinu," segir Margrét Sanders, framkvæmdastjóri hjá Deloitte & Touche. Margrét hefur starfað hjá Deloitte & Touche frá 1999 að hún lauk framhaldsnámi í Norður-Karolínu í Bandaríkj- unum. Hún er upprunalega íþróttakennari að mennt og lika með kennarapróf upp á vasann. Auk annarra starfa starfaði hún sem kennari í nokkur ár en ákvað að fara í frekara nám og flutti með ijöl- skylduna til Bandaríkjanna. Þar tók hún próf í viðskipta- fræði í Norður-Karolínu og bætti svo við sig MBA-prófi í stjórnun. Tæplega 200 manns starfa hjá Deloitte & Touche og á starfsstöðvum þess hér á landi, þar af eru tæplega 150 á höfuðborgar- svæðinu. Mikill meirihluti starfsmanna er háskóla- menntaður, eða um 80%. „Deloitte & Touche er gríðarlega stórt fyrirtæki í 130 löndum. Ég sá strax í fyrsta viðtali hve Deloitte & Touche er framsækið fyrir- tæki. Það var komið langt með að tileinka sér og inn- leiða allt það nýjasta í stjórn- unarfræðum og það heillaði mig mikið,“ segir hún og telur það mikinn kost að hafa komið inn í fyrirtækið eftir sameiningu fyrirtækja í FÚLK Deloitte & Touche. Þarna hafi verið nýtt fyrirtæki á gömlum meiði og kúltúrinn ekki fastheldinn heldur opinn fyrir ýmsum nýjungum. „I endurskoðendastétt var t.d. brosað að því markmiði okkar að koma á fjölskyldu- stefnu og eðlilegum vinnu- tíma því að endurskoðendur eru þekktir fyrir mikla vinnu og að eiga sér ekkert íjöl- skyldulíf, en okkur hefur tekist þetta,“ segir hún. Margrét er fædd í Sjálf- stæðishúsinu á Isafirði en var ung að árum þegar Ijöl- skyldan flutti frá ísafirði til Njarðvíkur þar sem faðir hennar gerðist síðar bæjar- stjóri. Margrét hefur þó miklar taugar vestur enda vann hún þar mikið á sumrin sem unglingur. Hún býr enn í Njarðvík og keyrir til Reykjavíkur á hverjum degi. „Þó að það sé sæmilegur spölur þarna á milli þá er ágætt fyrir mig sem stjórn- anda að hafa Reykjanesbraut- ina til að hugsa og skipu- leggja daginn," segir hún. Margrét er gift Sigurði Guðnasyni og á tvö börn og eitt fósturbarn. Hún hefur stundað keppnisíþróttir í gegnum tíðina en fer nú í líkamsrækt og er alltaf á leiðinni í golfið. Hún hefur sinnt félagsmálunum af krafti og m.a. verið lengi viðloðandi nefndastörf fyrir Njarðvík og Reykjanesbæ. Margrét er alin upp á stóru heimili, þau eru sex systkinin, þar af eru bræðurnir fjórir. Mikil póli- tísk umræða var á heimilinu og líkir hún tímanum milli fimm og sjö á daginn við fund því að þá voru miklar póli- tískar umræður. Hún hefur brennandi áhuga á pólitík og á vini í öllum flokkum en vill þó ekki fara út í neina flokks- pólitíska sálma.SH

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.