Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 6

Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 6
RITSTJÓRNARGREIN SAMRAÐ OLIUFELAGANNA: „Olíublettir nást illa úr“ Skýrsla samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna þriggja er svartur blettur á viðskiptalífinu. Skýrslan er lyginni líkust. Þetta mál sýnir okkur hvemig ekki á að haga sér í viðskiptum og hvemig ekki á að ráða borgarstjóra í vinnu. Auðvitað fallast öllum hendur við að glugga í skýrsluna. Og hvemig í ósköpunum getur þeim mönnum, sem hlut eiga að máli, dottið í hug að skrifa lýsingar á öllu niður á minnisblöð og senda þær út og suður í tölvupósti? Sterk viðbrögð almenn- ings við skýrslunni em mikill sigur fýrir fijálsa verslun og fijálsa samkeppni í landinu. Það var kominn tími til! SKÝRSLAN ER EKKISTÓRIDÓMUR og ekki endanleg niðurstaða í málinu. Eflaust á þetta mál eftir að fara í gegnum nokkur dómsstig hér heima og erlendis áður en yfir líkur. Nema málið sé fymt, eins og ýjað hefur verið að, og það væri þá eftir öðm. Það kaldhæðnislega við þetta mál er að stór hluti verðs á bensíni og olíu er opinber gjöld og því hefur ríkis- sjóður hagnast á hinu meinta samráði. NÁIN SAMVINNA olíufélaganna stendur á gömlum merg. Lengi vel fóm forstjórar olíufélaganna saman til Rúss- lands og gerðu sameiginleg innkaup. Það þótti eðlilegt. Þeir töluðu saman á hverjum degi. Þannig var tíðarandinn. Hið opinbera var með sérstakt Verð- lagsráð og Verðlagsstofnun. Sú stofnun fékk fulltrúa olíufélaganna á sinn fund í verðlagsnefnd og ákvað verðið. Fullkomið samráð. Fréttamenn biðu ævinlega spenntir eftir fundum þessarar nefndar. Kaupmenn og aðrir fengu sendan verð- lista frá Verðlagstofnun um verðmiðann sem þeir ættu að líma á vömrnar. Verðlagsnefndir Verðlagsstofnunar ákváðu líka verð á fiski og öðmm matvælum. Það þótti talsverð upphefð í því að taka sæti í þessum nefndum. Forstjóri Verðlagsstofn- unar var Georg Ólafsson. EN SVO MEÐ EINUM SELBITA breyttist íslenskt viðskiptalíf. Það var 1. mars árið 1993. Þann dag var Verð- lagsstofnun breytt í Samkeppnisstofnun. Samkeppnislög tóku gildi og þeim var ætlað að koma í staðinn fyrir lögin um verðlagseftirlit. Hinn sami Georg Ólafsson, sem verið hafði forstjóri Verðlagsstofnunar, varð þennan dag forsljóri Sam- keppnisstofnunar. Núna átti hann að sjá um að samkeppni og lögmál markaðarins fengju að njóta sín; að verð á vömm væri ákveðið af markaðnum. Að vísu varð allur olíuinnflutn- ingur frjáls í byijun ársins 1992 og í apríl sama ár hættu verðlagsyfirvöld afskiptum af bensínverði. Þá má heldur ekki gleyma lögum sem sett vom árið 1978 um verðlag, samráð og ólögmæta viðskiptahætti. Þessi lög náðu ekki nema að hluta til olíufélaganna vegna þess að verðlagning þeirra heyrði undir Verðlagsstofnun. Stóra spumingin er: Kunnu forstjórar olíufélaganna ekki að reka félögin i samkeppni eftir svo lang- varandi samráð? ÞETTA VORU SKRÍTNIR TÍMAR. Margir gátu ekki til þess hugsað að hleypa vindum frelsis inn í viðskipti og leggja Verðlagsstofnun niður. Það þótti hættulegt. Meira að segja bankamir fengu fyrirskipun frá Jóhannesi Nordal í Seðlabank- anum á þessum tíma um hvemig vextimir ættu að vera. Bank- arnir vom hins vegar mjög snöggir að aðlaga sig ifelsinu þótt þeir hafi enn með sér mjög skrítin hagsmunasamtök; Samtök banka og verðbréfafyrirtækja. Þar hafa bankastjóramir hist reglulega í gegnum tíðina. ÞÓTT LÍKLEGAST KOMI vel á annan tug manna við sögu í skýrslu samkeppnisráðs um samráðið hefur einn maður helst orðið fyrir barðinu á henni til þessa. Það er Þórólfur Amason borgarstjóri sem var í rúm fjögur ár framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Olíufélaginu, áður en hann varð forstjóri Tals, en þar innleiddi hann harða sam- keppni við Símann - og það verður aldrei frá honum tekið. Ef Þórólfur væri ekki borgarstjóri væri hann ekki í kastljósi ljölmiðlanna. Hann er fráleitt höfuðpaurinn í þessu máli, en engum dylst við lestur skýrslunnar og af orðum hans í ijölmiðlum að þáttur hans er nokkur. Þá ábyrgð getur enginn annar axlað fyrir hann. RAUNAR ER ÞAÐ mjög sérkennilegt af R-listanum að hafa ráðið Þórólf sem borgarstjóra í ljósi þess að hann upp- lýsti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og aðra forkólfa listans um að hann kæmi við sögu í rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna. Þar hefðu R-listamenn þurft að kafa dýpra í þetta mál, þannig á að ráða menn. Með því að taka að sér starf borgarstjóra setti Þórólfur sjálfan sig í skrúfstykki Jjölmiðla í þessu máli. Sömuleiðis hafa þeir, sem fengu hann til starfans, sett R-listann í mjög vandræðalega stöðu og flækt list- ann og aðstandendur hans inn í þetta löður að ósekju. „Það er erfitt að hreinsa olíubletti, þeir nást illa úr,“ sagði Hallgrímur Thorsteinsson á Útvarpi Sögu. Skemmtilega orðað hjá honum. Þetta mál mun þvælast fyrir R-listanum áfram. ÞETTA MÁL er ekki kusk á hvítflibba heldur svartur blettur á hvítflibba. Það eru sem betur fer breyttir tímar frá því olíufurstamir fóru saman til Rússlands í gamla daga. Ja, ef veggimir frá þeim tíma gætu talað... Jón G. Hauksson Þetta mál sýnir okkur hvemig ekki á að haga sér í viðskiptum og hvemig ekki á að ráða borgarstjóra í vinnu. 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.