Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 26
HRINA FORSTJÓRASKIPTA
Einn kemur
Ekkert lát virðist vera á örum forstjóraskiptum í
íslensku viðskiptalífi. Líftími forstjóra í starfi er
alltaf að styttast. Einn kemur þá annar fer!
Texti: Jón G. Hauksson
Myndir: Geir Ólafsson
Hrina forstjóraskipta í stórum fyrirtækjum á íslandi
hefur gengið yfir undanfarnar vikur. Augljóst er að
líftími forstjóra í starfi er alltaf að styttast. Einn kemur
þá annar fer! Sviptingarnar í kringum Og Vodafone, Norður-
ljós, Fréttablaðið og Iceland Express koma nokkuð við sögu
í þessum hræringum.
Brotthvarf Sigurðar G. Guðjónssonar úr forstjórastóli
Norðurljósa hefur vakið mesta athygli. Það kom öllum á
óvart að honum skyldi sagt upp. Ekki síst honum sjálfum.
Sigurður G. stýrði eðlilega sem forstjóri björgunaraðgerðum
Norðurljósa á síðasta ári og á mikinn þátt í að fyrirtækið lifði
þær hremmingar af. í hugum flestra starfsmanna Norður-
ljósa er hann bjargvættur þeirra.
En gleymum því ekki að peningar bjarga fyrirtækjum.
Seint verður horft fram hjá því að Jón Ásgeir Jóhannesson
bjargaði Norðurljósum með því að setja aukið fjármagn í það.
Jón Asgeir treystir Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi
ritstjóra Fréttablaðsins og útgefanda Fréttar, einfaldlega
betur en Sigurði G. til að sfyra Norðurljósum og rífa fyrir-
tækið upp. Með Sigurði hættu þeir Marínó Guðmundsson,
framkvæmdastjóri ijármála, og Karl Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs. Gunnar Smári er augljóslega
að skipta um áherslur í starfi - útgefandinn hefur tekið við
af blaðamanninum.
Sigurður G. Guðjónsson varð forstjóri Norðurljósa vorið 2002
þegar Hreggviður Jónsson hætti. Sigurður lagði lögfræðistofu
sína niður á sama tíma, en þá stofu hafði hann rekið til margra
ára. Sigurður var lögfræðingur íslenska útvarpsfélagsins og síðar
Norðurljósa í meira en áratug og sat m.a. í stjóm fyrirtækisins
Sigurði G. Guðjónssyni var óvænt sagt upp starfi forstjóra
Norðurljósa eftir að Og Vodafone keypti félagið.
26