Frjáls verslun - 01.09.2004, Side 34
Kenneth Peterson
getur brosað breitt
Eftir að Norðurljós keyptu 34,5% hlut Kenneth Petersons í Og Vodafone á 5,1 milljarð
króna hafði hann selt eignir á íslandi fyrir tæpa 16 milljarða króna.
Texti: Jón G. Hauksson
Kenneth Peterson er 52 ára bandarískur lögfræðingur
sem hefur hagnast vel á viðskiptum á íslandi. Eftir að
Norðurljós keyptu 34,5% hlut hans í Og Vodafone á 5,1
milljarða ki'óna um miðjan september hafði hann selt eignir á
íslandi fyrir tæpa 16 milljarða króna. Síðastliðið vor seldi hann
álverksmiðju sína á Grundartanga, Norðurál, og fékk fyrir
hana tæpa 11 milljarða króna.
Þetta er vel gert hjá þessum Bandaríkjamanni. Það var árið
2002 sem hann fjárfesti í símafyrirtækinu Halló-Fijálsum fiar-
skiptum. Þá sagði hann að íslenski símamarkaðurinn bæri aðeins
takmarkaðan ijölda símafyrirtækja. Eflir það náði hann íslands-
síma og Tali undir sig og varð stærsti eigandinn í Og Vodafone.
Eftir að Kenneth Peterson seldi Norðurljósum sinn hlut í Og
Vodafone varð úr að Baugur Group keypti 10,5% hlut, félaga í eigu
þeiira Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona og fl. fyrir um 1,6 miilj-
arða króna. A nokkrum dögum höfðu því Norðurljós og Baugur
Group greitt um 6,6 miiljarða fyrir um 45% hlut í Og Vodafone.
Eftir þessi viðskipti voru stærstu eigendur Og Vodafone
þessir á mæltu máli: Jón Ásgeir með 45% og Björgólfamir
um 18%.
Það hlýtur því að reyna á yfirtökuskyldu Baugs á Og Voda-
fone. Hins vegar er reiknað með því að Baugur verði með
um 30% hlut í félaginu þegar nýr hluthafalisti verður gefinn
út um miðjan nóvember - en yfirtökuskylda myndast við 40%
hlut á markaði.
Eftirleikurinn var auðveldur. Jón Ásgeir skellti Og Voda-
fone og Norðurljósum saman. Það var gert með því að
stækka félagið og gefa út nýtt hlutafé fyrir 862 milljónir að
nafnverði. Eigendur Norðurljósa keyptu þetta nýja hlutafé og
greiddu fyrir það með Norðurljósum sem metið var á rúrna
3,6 milljarða í þessum viðskiptum. Hlutafé Og Vodafone er
núna að nafnverði um 4,3 miiljarðar. Gengi bréfa í félaginu
hefur lækkað nokkuð frá þessum hræringum, úr 4,2 í 3,6.
JÓn flsgeir slytti Sér leið Með þessum kaupum Og Voda-
fone á Norðurljósum er Jón Ásgeir á undan áætlun með að
setja Norðurljós á markað. Hann stytti sér leið. Og Vodafone
er á markaði og eru Norðurljós dótturfélag þess. Síminn er líka
á markaði, þótt nkið sé enn stærsti eigandinn. Þetta þýðir að
Norðurljós og Skjár einn eru óbeint komin á hlutabréfamarkað.
Það eru óvænt tíðindi í íslenskri tjölmiðlasögu. Á síðasta ári voru
þau bæði talin gjaldþrota.
Eg tel að kaup Og Vodafone hafi afgreitt fjölmiðlalfumvarpið
endanlega. Ég veit ekki hvað sú nýja nefnd allra stjómmála-
flokka, sem menntamálaráðherra hefúr skipað til að taka þráð-
ínn upp að nýju, ætlar að gera. Hvað hún ætlar að afgreiða. Ætlar
hún að rífa allt í sundur? Ætlar hún að banna Símanum að eiga
Skjá einn? Ætiar hún að banna Og Vodafone að eiga Norðurljós?
Ekki getur hún gert upp á milli þeirra Brynjóifs Bjamasonar og
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar? Er Og Vodafone orðið markaðs-
ráðandi fyrirtæki? Er það svo? Hlutur Jóns Ásgeirs er ekki
lengur bundinn í Norðurljósum heldur Og Vodafone. Sniðug
flétta. Ég held að einhveijir lagareiir komi til sögunnar verði Og
Vodafone rifið í sundur.
Eftir stendur Kenneth Peterson brosandi. Fjárfestingar
hans í Norðuráli og Og Vodafone hafa skilað honum sínu.
Hann seldi þau á 16 milljarða - og hrósar happi, fær dijúgan
söluhagnað af þeim viðskiptum.Œ]