Frjáls verslun - 01.09.2004, Side 43
KÖGUN í STÖÐUGUM VEXTI:
Samstæðan veltir
rn'tián milljörðum
Velta Kögunar M. og dótturfyrirtækja á
þessu ári er áætluð um 3,2 milljarðar
króna, en var 440 milljónir kr. fyrir fimm
árum, það er 1999. Opin Kerfi Group velta
á þessu ári 15 til 16 milljörðum kr., þannig
að samanlögð velta beggja samstæðnanna
verður um 19 milljarðar. Samanlagður
starfsmannatjöldi verður um 1.000 manns,
það er um 320 hjá Kögun og rúmlega 600
hjá Opnum Kerfum Group.
Hvorug samsteypan hefur unnið áætlun
fyrir næsta ár, svo spár um veltu liggja ekki
fyrir. „Kögun hefur alla tíð náð að skila um
og yfir 30% arðsemi af eigin fé en krafan
sem við höfum gert til okkar sjálfra er 25%
arðsemi á eigið fé,“ segir Gunnlaugur M.
Sigmundsson, sem á þessu stigi segir að ekki sé tímabært að
gefa upp hvert eigið fé fyrirtækisins verði. Endurskoðendur
hafi enn ekki lokið sinni vinnu í sameiningarferlinu. Hvað
Kögunarsamstæðuna varðar, eins og hún var áður en kaupin
á Opnum Kerfum Group M. komu til, þá eru öll fyrirtækin
innan hennar rekin með hagnaði. Krafa eigenda er að hvert
og eitt þeirra nái að skila 15% EBITDA af velM fyrir árslok
2005. Móðurfélagið Kögun hf. hefur haft mestan hagnað
í krónutölu og sem hlutfall af velM, sem stafar mikið af
erlendum tilboðsverkum, að sögn Gunnlaugs. S9
Glæsilegir salir fyrir fundi,
ráðstefnur og mannfagnað
í Bláa Lóninu - heilsulind og
einnig í Eldborg í Svartsengi.
Nánari upplýsingar BLUE LAGOON
í síma 420 8806 og á IftHMM
radstefnur@bluelagoon.is www.bluelagoon.is
43