Frjáls verslun - 01.09.2004, Síða 54
bæði þessi verkefni með ágætum enda sé hún þeim
kostum búin sem þarf í starfið.
„Tinna hefur mjög góða yfirsýn og er fljót að
komast að kjarna mála. Hún hefur gott viðskipta-
vit og hefur sýnt ótvíræða hæfileika þar sem sýsl
með peninga og hagkvæmni í úrlausn verkefna
er annars vegar,“ segir gamall kunningi Tinnu og
minnir einnig á að til að styrkja stöðu sína á vett-
vangi stjórnunar og ijármála hafi hún hafið MBA-
nám við Háskólann í Reykjavík haustið 2003 og
stundað það með vinnu. Mun Tinna útskrifast með
MBA-gráðu í júní á næsta ári.
Tinna hefur áunnið sér traust á viðskiptasviðinu sem
endurspeglast meðal annars í setu hennar sem varamanns
í Utflutningsráði. Þá hélt hún um taumana á hádegisverðar-
fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga Deloitte í október.
Þar var fullt út úr dyrum og góður rómur gerður að fram-
sögu hennar urn þema fundarins, listina í viðskiptum.
Úr líffræði í leiklist Tinna Gunnlaugsdóttir er fædd
í Reykjavík 18. júní 1954, er í tvíburamerkinu. Hún er
dóttir Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu og Gunnlaugs
Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, sem er látinn. Tinna er
yngst fjögurra systkina en þekktast þeirra er Hrafn Gunn-
laugsson kvikmyndaleikstjóri. Eftir stúdentspróf frá Mennta-
skólanum í Reykjavík lagðist Tinna í ferðalög í eitt ár, en hóf
síðan nám í líffræði við Háskóla íslands. Hún lék mikið sem
barn og unglingur en eftir stúdentspróf virtist stefnan tekin
á allt annað en leiklist. En eftir að hún fór í leiklistarskóla
SAL varð ekki aftur snúið og plön um frekara háskólanám
sett á hilluna.
Tinna útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands árið 1978,
starfaði iýrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur en fékk fastráðningu
hjá Þjóðleikhúsinu árið 1982 þar sem hún hefur leikið hátt í
fimmtíu hlutverk. Auk starfa hjá Þjóðleikhúsinu hefur hún
unnið fýrir Alþýðuleikhúsið, Loftkastalann og Leikfélag
Islands. Þá hefur Tinna leikið í ijölmörgum íslenskum kvik-
myndum, í útvarpi og sjónvarpi og sótt námskeið í leiklist,
handritsgerð og menningarstjórnun erlendis. Hún hefur
unnið sem aðstoðarleikstjóri og leikstjóri á sviði, í sjónvarpi
og kvikmyndum. Tinna hefur einnig látið að sér kveða í
hagsmunamálum leikara og listarinnar almennt en hún
hefur átt sæti í stjórn Félags íslenska leikara og var formaður
Leikarafélags íslands um tíma. Tinna varð forseti Bandalags
íslenskra listamanna 1998 en lét af því starfi á dögunum. Á
þeim vettvangi aflaði hún sér einnig traust erlendis og var í
forsvari fyrir Norræn listabandalög um tíma og varaforseti
ECA, Evrópuráðs listamanna. Þá er ónefnd seta í þjóðleik-
húsráði og leikritavalsnefnd Þjóðleikhússins. Tinna hefur
hlotið íjölda viðurkenninga fyrir leik sinn heima og erlendis.
Hún er handhafi Edduverðlaunanna 1999 fýrir leik
sinn í kvikmyndinni Ungfrúin góða og húsið og var
tilnefnd til Grímunnar í íýrra. Tinna hefur einnig
fengist við handritaskrif og leikstjóm og sjónvarps-
mynd hennar „Mynd fyrir afa“, sem sýnd var á RÚV
að kvöldi jóladags í fýrra,
hefur nú verið tilnefnd
til Edduverðalaunanna.
Tinna hlaut riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu
17. júní 2002 fýrir störf í
þágu menningar og lista.
Tinna er gift Agli Ólafs-
syni, tónlistarmanni og
leikara, og eiga þau þrjú
börn: Ólaf, leikara og
búningahönnuð með meim, Gunnlaug, ballettdansara við
Konunglegu ópemna í Stokkhólmi, og Ellen Erlu, nemanda í
Fjölbrautaskólanum við Armúla.
Dlll en traust 'l'inna kemur fýrir sem tíguleg kona og virkar
sjálfsömgg. Hún er sterk en um leið fíngerð og ekki mikið
lýrir að bera tilfinningar sínar á torg - nema á leiksviðinu.
„Tinna er ekki allra en hún reynist vinum sínum afskap-
lega vel. Hún lætur ekki endilega uppi hvað henni finnst eða
hvemig henni líður og sumum finnst hún dul og seintekin.
Margir líta á það sem galla en það sýnir óneitanlega styrk að
geta haldið sínu út af fyrir sig í þessu þjóðfélagi þar sem hver
er með nefið í annars koppi. Tinna gefur ekki öllum kost á
að narta í sig þó hún sé opinber persóna," segir kona sem
þekkir Tinnu ágætlega.
En þeir sem þekkja Tinnu segja að hún sé mikill vinur
vina sinna og hafi leiftrandi kímnigáfu sem studd er sterkri
nærvem.
Tinna er fædd inn í leiklistina og hefur eflaust notið reynslu
móður sinnar á þeim vettvangi. Viðmælendur FV em sammála
urn að hún hafi fengið það besta frá báðum foreldmm.
Henni er lýst sem næmum fagurkera og þykir flink í
höndunum sem endurspeglast m.a. í fögmm flíkum sem hún
hannar og saumar. Þá þykir hún greind, sérlega rökföst og
skynsöm. Tinna kemur ekki á óvart í áhugamálum eða öðm
sem hún sýslar við utan vinnu. Hún segir enda sjálf að leik-
listin sé hennar ástríða.
Wliklar væntinga Það em eðlilega töluverðar væntingar til
Tinnu í starfi þjóðleikhússtjóra. í leikhúsinu starfa reglulega
vel á annað hundrað manns en vegna umfangsmikilla verk-
efna getur heildarflöldi starfsmanna farið í 400-500. í viðtali við
Morgunblaðið í október sagði Tinna að Þjóðleikhúsið ætti að
þjóna fólkinu bæði með því „að skemmta því, mennta það og
upplýsa, ögra því og í einu orði sagt vera framúrskarandi í öllu
listrænu tilliti". Þetta væm þær væntingar sem gerðar væm til
Þjóðleikhússins og það væri ábyrgðarhlutur að standa undir
öllum þeim væntingum.
Af viðmælendum Frjálsrar verslunar að ráða bendir
flest til þess að það muni ekki
vetjast fýrir Tinnu Gunnlaugs-
dóttur að axla þessa ábyi'gð,
hún hafi þann styrk sem þarf
í starfið.H3
„Það fer ekki mikið fyrir
Tinnu í daglegu amstri, en
hún nær sínu fram með hægð
og festu. Hún er heiðarleg og
hreinskilin í samskiptum og
það dylst fáum að þama er á
ferð sterkur persónuleiki," segir
Stefán Baldursson, fráfarandi
þjóðleikhússtjóri.
„Tinna hefur mjög góða
yfirsýn og er fljót að komast
að kjama mála. Hún hefur
gott viðskiptavit."