Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 67
í r ' : S® . :'V' PS«V' 1:
Greinarhöfundar, Trausti Haraldsson, markaðsstjóri SPH, og Árni Árnason, forstöðumaður kynningarmála hjá Póstinum.
Orðspor: Segull uiðskipta?
Myndin lýsir því hvernig jákvætt orðspor fyrirtækis getur haft
áhrif á hagsmunaaðila.
Af hverju er orðspor mikilvægara en áður? Orðspor er ekki
eingöngu kostur ef fyrirtæki vilja standast samkeppni í nútíma
viðskiptaumhverfi, heldur er það nauðsyn. Sem betur fer eru
margir að átta sig á þessari staðreynd. Meginástæða þessa er sú
að virðing fólks fyrir fyrirtækjum hefur minnkað, neytendur eru
að verða sífellt tortryggnari en á fyrri tímurn.
Fjölmiðlar hafa breyst í takt við þessa tortryggni neytenda og
þurfa að svala sífellt meiri upplýsingaþorsta í flóknum heimi.
Tækniframfarir hafa einnig gert það að verkum að mál sem
áður voru bundin við ákveðna staði upplýsast með
miklum hraða heimshoma á miili. Þetta hefur auð-
veldað ýmsum hagsmunahópum að breiða út málstað
sinn.
Mikilvægi einstaklingsins er að aukast og hann
hefur meira á milli handanna til að kaupa hágæða-
vömr. Auk þess hafa neytendur nú ráð á að kaupa
hlutabréf og flárfesta í ýmsum spamaðarleiðum sem
byggja á frammistöðu á hlutabréfamörkuðum.
Sérstaklega er mikilvægt fyrir þjónustufyrirtæki að
hafa gott orðspor þar sem þeirra aðalvara er að mestu
ósnertanleg.
Að Stjóma orðsporinu Sljómendur fyrirtækja erlendis hafa
áttað sig á að með betra orðspori geta þau átt möguleika á að
ná sérstöðu á markaðnum umfram samkeppnisaðila. Sagt er að
sökum þess hversu ósnertanlegt orðspor er þá sé mjög erfitt að
stjóma því. Ein af ástæðunum er sú að orðsporsstjómun snýst
ekki eingöngu um hvað fyrirtækinu tekst eða mistekst að gera
heldur einnig hvemig ytri aðilar hugsa um fyrirtækið.
í orðsporsstjómun em starfsmenn, samstarfsaðilar og birgjar
orðnir jaihmikilvægir og aðaimarkhópar fyrirtækisins á borð
við viðskiptavini og hluthafa þess. Fræðimenn spá því að í
framtíðinni muni stjómendur fyrirtækja leggja meiri áherslu á
orðsporsstjómun.
67