Frjáls verslun - 01.09.2004, Side 75
Rósa Hjartardóttir, starfsmaður Eikar, sér meðal annars um
bókhald fyrirtækisins.
Vilhelm Patrick Bernhöft vinnur í útleigu eigna á vegum Eikar
fasteignafélags.
Veggfóðrað með 1000 króna seðlum
Einstaklingum, sem ekki hafa kynnt sér málið, kann að finnast ótrú-
legt að það sé hagkvæmara að leigja húsnæði heldur en að kaupa.
Það virðist einnig vera nokkuð ríkt í fslendingum að eiga sitt heimili,
nokkuð sem hefur smitast yfir í atvinnulífið. Svo að forsvarsmenn
fyrirtækja fengjust til að hugsa málið ákvað Eik að fara heldur frum-
lega og skemmtilega leið. Eftir að hafa birt auglýsingar í blöðunum
þar sem glittir f fimmþúsundkrónaseðla sem fastir eru við múr-
steina, ákvað Eik að ganga skrefinu lengra og þekja heilan útivegg
með peningaseðlum.
„Rétt eins og í auglýsingunum okkar vildum við beina kastljósinu
að því óhagræði sem oft getur fylgt því að eiga fasteignir. Pegar
við vorum búnir að veggfóðra og vekja athygli fjölmiðla á því sáu
margir samhengið. Á sama tíma og þetta var gert hleyptum við af
stokkunum nýrri þjónustuleið sem nefnist fasteignaráðgjöf og leit.
Þjónustuleið þessi er nýjung á (slenskum fasteignamarkaði. Fram
til þessa hafa forsvarsmenn fyrirtækja, sem eru á höttunum eftir
nýju húsnæði, þurft að verja dýrmætum tíma starfsmanna sinna
í heimsóknir á fasteignasölur og yfirlegu fasteignaauglýsinga. Nú
geta núverandi og verðandi viðskiptavinir Eikar hins vegar haft
samband við starfsmenn Eikar og fengið ráðgjöf um val á húsnæði,
út frá kröfum um stærð, staðsetningu og rekstur. í kjölfarið mun
Eik nýta þekkingu sína og tengsl til að leita að heppilegu húsnæði,
kaupa það og leigja viðkomandi fyrirtæki það aftur til lengri eða
skemmri tíma," segir Garðar.
Þegar Eik tók veggfóðrið niður voru forsvarsmenn Umhyggju,
félags langveikra barna, fengnir til þess að aðstoða við það og veita
síðan peningunum viðtöku. Allir þúsund króna seðlarnir - 528 tals-
ins - skiluðu sér fyrir utan einn sem „féll í átökunum" þegar verið
var að ná seðlunum af.
„Þetta uppátæki okkar vakti mikla athygli og viðbrögðin létu ekki
á sér standa og hefur verið mikið um fyrirspurnir. Nú svo fengum
við að sjálfsögðu upphringingar þar sem við vorum spurðir hvort
við vildum ekki veggfóðra," segir Garðar sem kunni vel að meta
húmorinn á bak við þá spurningu.
Garðar segir Eik vera með mörg járn í eldinum og mikið muni
gerast hjá fyrirtækinu á næstu mánuðum: „Það er engin spurning
að það á eftir að aukast að fyrirtæki fari í leiguhúsnæði með starf-
semi sína. Það er alltaf að koma betur og betur í Ijós hversu hag-
kvæmt það er, þannig að við eigum eftir að auka verulega við eignir
okkar um leið og starfsemin mun víkka út og eflast.“H!]
EIK
FASTEIGNAFÉLAG
Suðurlandsbnaut 22 ■ 108 Reykjavík
Sími: 354 590 2200
eik@eik.is ■ www.eik.is
75