Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 105
- allt æfingabrot sem vísindalega eru sannaðar að
beri árangur og með þessu kennir hann fólki að
takast á við streituna í daglegu lífi.
„Flestir ef ekki allir þurfa að takast á við streitu
og í mörgum tilfellum er um stöðugt, langvarandi
álag að ræða, krónískt álag. Ef maður nær ekki
að vinna úr stressinu þá setur maður það einhvers staðar í
líkamann - því mjög margir kkama áreiti sitt - setja spennuna
einhvers staðar í líkamann og geyma hana þar, t.d. í kjálkana,
mjóbak, maga. Allt í einu er maður kominn í vítahring spennu,
spennan spennir okkur upp og við nærumst á henni. Við
göngum svo fyrir spennuorku allan daginn. Þegar við fáum
loksins pásu er oft tilhneiging til að fá sér bjór, glápa á sjón-
varp eða eitthvað þvíumlíkt í stað þess að sinna okkur á heil-
brigðan hátt, t.d. með þvl að fara í eróbikk, ganga og synda.
Allt hefur þetta mjög jákvæð áhrif því að það er læknisfræði-
lega sannað að t.d. hreyfing hefur góð áhrif á þunglyndi."
1,2, 3... Margir hafa lært aðferðir að grípa til á stressuðum
augnablikum, t.d. með þvi að anda með ákveðnum hætti eða
telja í huganum við ákveðnar streituvaldandi aðstæður. Ægir
Rafii segir að mannshugurinn sé partur af vandamálinu því
að „hann kemur okkur í vandræðin en ekki úr vandræðunum
aftur. Við steingleymum öllum aðferðunum þegar á reynir og
það á við um þorra fólks. Þegar við lendum í streituvaldandi
aðstæðum þá dettum við sjálfvirkt inn í streituna áður en við
munum eftir því að telja eða anda eins og okkur hefur verið
kennt. Þess vegna virkar oft ekki. Aðferðin sem ég nota er að
fara í gegnum líkamann til að líkaminn sjái sjálfur sjálfvirkt
um að ráða við streituna án þess að við þurfum að muna eftir
neinum aðferðum. Minn líkami ræður t.d. meira sjálfvirkt við
streituna," útskýrir hann.
í hópnum gerist kraftaverk Ægir Rafn notar öndun og
hreyfingar sem eru vísindalega rannsakaðar á vestrænan
hátt og hafa gefið góða raun. „Þessar aðferðir minnka streitu
og gefa jákvæða raun gagnvart því áreiti sem við verðum
fyrir. Það sem gerist er þetta: Við höldum áfram að verða
stressuð þegar það er mikið álag en munurinn er sá að smám
saman stendur stressið yfir í miklu styttri tíma en áður. Það
er eins og smellt sé fingri. Og smám saman lengist bilið
þannig að maður hefur alltaf
meiri og meiri tíma til að bregð-
ast við, stressið verður minna
og maður er fljótari að jafna
sig eftir það. Rannsóknir hafa
sýnt að þeir sem gera þessar
æfingar reglulega ná jafnvægi mun fyrr en aðrir.“
- Þarf há ekki að Viðhalda hessu? Jú. Margir spyrja hvort
þeir geti ekki gert það heima hjá sér og við því eru tvö svör,
bæði já og nei. Fræðilega er hægt að gera það heima hjá
sér. En yfir 90 prósent af fólki, sem gerir þetta heima, hættir
því smám saman. Þess vegna er gott að vera í hóp, fara á
ákveðinn stað og vera með öðru fólki því að þá hjálpar hópur-
inn manni til að mæta og sinna sér. Það bæði agar mann og
styður þannig að ég mæli með því að þetta sé gert í hóp. Fyrir
utan það að þegar hugleitt er í hóp þá gerist eitthvað óútskýr-
anlegt sem yfirleilt gerist ekki þegar maður er einn.“
Hálf dösuð á eftir Ægir Rafn segir að hjá flestum byij-
endum, og jafnvel lengra komnum, fari hugurinn á flakk í
hugleiðslunni. Hann sé hvergi þar sem hann eigi að vera.
„Þetta er bara staðreynd og svona er þetta líka hjá þeim
sem eru vanir hugleiðslu. Þetta gerist alltaf öðru liverju og
maður leyfir því að gerast. Með því að bæta hreyfingu við
þessa tegund hugleiðslu þá festum við athygli hugarins við
hreyfinguna þannig að hugurinn fer ekki á flakk heldur er
upptekinn af því að fylgjast með hreyfingunni."
- Er þetfa öá mestmegnis hugleiðsla? „Það má segja að
aðalrétturinn í borðhaldinu sé hugleiðsla. En við erum með
nokkra forrétti sem eru bæði hreyfing og ákveðin öndun. Það
hefur verið vísindalega sannað að öndun hefur ákveðin áhrif á
heilabúið og hún gerir það að verkum að við fáum margfalt út
úr hreyfihugleiðslunni þegar við förum í hana. Eftirrétturinn
er síðan rólegheit, við verðum að leyfa okkur að ná áttum því
að þetta er svo kröftugt að við getum við hálf dösuð á eftir.
Þannig er borðhaldið."
Og hvaða ráð gefur hann þeim sem þjást illa af streitu? Að
spyija sjálfa sig í einlægni hvort viðkomandi VILJI gera eitt-
hvað og fara síðan af stað og finna sér leið. 33
Borðhaldið
Forréttur: Hreyfing og öndun.
Aðalréttur: Hugleiðsla.
Eftirréttur: Rólegheit.
Hlaðið á varnartank í líkamanum
Aðferð sú sem hér er lýst hefur að markmiði að nota vamar-
kerfi líkamans til að koma í veg fyrir afár slæmar afleiðingar
streitu. Það er ekkert sérstakt keifi sem kennt er sem þarf að
beita þegar streitu-ástand kemur upp. Aðferðir þessar eru teknar
úr ýmsum áttum og eiga það allar sameiginlegt að hafa verið vís-
indalega sannaðar að virki. Aðferðin byggist á því að 2-3 sinnum
í viku eru gerðar sérstakar æfingar í 40-50 mínútur. Þær ganga
m.a út á léttar líkamsæfingar, sérstaka öndun, hreyfihugleiðslu
og slökun. Með þessu móti er hlaðið á vamartank í líkamanum
sem Mkaminn setur í gang þegar hann verður fyrir áreiti í erli
dagsins. Því meir sem gert er af þessu þeim mun öflugri verða
vamimar. Einstaklingurinn finnur fyrir streitu við álag. En það
stendur styttra yfir. Smám saman þarf líka meira til að valda
streitu... og smám saman verður breyting á viðhoifi. Einstakl-
ingurinn fer að verða færari að velja hvemig hann bregst við
streitu/álagi í stað þess að bregðast ósjálfrátt við strax.S!i
105