Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Side 111

Frjáls verslun - 01.09.2004, Side 111
 er lítið úrval af sérríum í Vínbúðunum. Þó eru til nokkrar tegundir af Fino sérrí, ég hef hins vegar ekki rekist á Manzanilla sérrí í búðunum. Þegar búið er að pressa þrúgumar hefst getjunin og verður vínið um 12% að styrkleika. Vínið er svo styrkt með eimuðu þrúguvíni þannig að sérríið verður um 15% að styrkleika. Þekktasta Fino sérríið er Tio Pepe, þetta er vel þurrt sérrí, vel ferskt, með bragði af möndlum og grænum eplum. Þetta er frábært sérrí og ljómandi með mat eins og reyktum laxi, steiktum hurnri og reyktu kjöti. Lustau Jama Fino er ferskt sérrí með þægilegu saltbragði og ávaxtakeim. Garvey Fino San Patricio er einnig ljóm- andi Fino. I veiðihúsi nú í sumar dmkkum við Tio Pepe með graflaxi og var það aldeilis ljómandi. Einnig var lifrarpylsa og sviðasulta á borðum og það verður að segjast eins og er að sérríið passaði ljóm- andi vel með þessum þjóðlega mat. PÚrtVÍII Ekkert er betra með myglu- ostum en gott púrtvín. Eiginlega má segja að púrtvín passi vel með öllum ostum, sér í lagi bragðmiklum ostum. Púrtvín er einnig ljómandi með ýmsum eftirréttum. Nefna mætti eftirrétti úr dökku súkkulaði og rétti úr súkkulaði og ávöxtum. Þá er púrtvín ljómandi með villibráðarkæfu eða pate. Nýlega drakk ég púrtvín með léttsteiktri hreindýralifur og var það aldeilis frábært. Sem kunnugt er kemur púrtvínið frá Dourodalnum í Portú- gal. Púrtvín er blanda vína úr nokkrum þrúgutegundum sem styrkt er með eimuðum þrúgusafa. Þegar vínandinn er settur út í vínið stöðvast gerjunin. Það er sem sagt ógeijaður þrúgu- sykur sem gerir púrtvínið sætt. Púrtvín er yfirleitt um 18% að styrkleika. Bestu púrtvínin eru þau sem geymd hafa verið í ámum og látin þroskast í nokkur ár. Þessi púrtvin eru flokkuð eftir árafjöldanum; Fine Old Ruby, Vintage Port eða Fine Old Tawny Port. Meðalaldur vínsins er tekinn fram á flöskunni og hleypur aldurinn ávallt á tugum. Aðdáendur púrtvíns kjósa helst Vintage Port en það er vín frá ákveðnum árgangi sem ekki hefur verið blandað. Fyrir þá sem eru á leið til Englands skal bent á að hvergi er betra og meira úrval af góðu púrtvíni en á Bretlandseyjum. Litið úrval er af árgangspúrtvíni í Vínbúðum ATVR. Sande- man's Fine Tawny er þægilegur púrtari á þolanlegu verði. Warre's Otima 10 ára Tawny er hins vegar ljómandi púrtvin með ríku bragði af hunangi og þurrkuðum ávöxtum. Kampavín Kampavín er aldeilis frábær drykkur með mat. Hérlendis er kampavín nánast alltaf drukkið fyrir mat eða þá til hátíðabrigða. Frakkar og Bretar segja hins vegar að kampa- vín sé drykkur elskenda enda mun það vera löngu sannað að kampavínið hefur örvandi áhrif á ástalífið. Kampavín passar einstaklega vel með skelfiski eins og humri. Það er ljómandi með skötusel, lúðu og laxi. Hér er átt við þurrt kampavín, hálfsætt kampavín passar hins vegar vel með eftirréttum og jafnvel sterkum ostum. Mörgum finnst ekki trúverðugt að kampavín eigi vel við með kjötréttum. En kampavín getur verið frábært með ýmsum kjötréttum, einkum með réttum með matarmiklum sósum sem í er ijómi eða smjör. Sýran í kampavíninu vinnur vel á móti fitunni í sósunni. Einnig passar kampavín vel með piparsósu. Þurrt kampavínið og sýran vinnur vel með piparbragðinu, einkum grænum pipar. Kampavín er ljómandi með önd sem borin er fram með appelsínusósu. Þurrt kampavínið vegur upp á móti sætri sósunni og öndin verður enn ljúffengari. Sæmilegt úrval er af kampavíni í vínbúðum ATVR. Bollinger Brut Special Cuvee er létt og frískandi, frábært kampavín með kjöti. Gosset Brut Excellence er vel þurrt, sýruríkt, með mildu þrúgubragði. Þetta kampavín hentar vel með fiski, einkum skelfiski. Taittinger Brut Reserve er einnig gott borðvín. Lanson Black Label Brut er fínt kampavín á góðu verði og ljómandi með mat. Lanson Ivory Laber Demi-Sec er rétta kampavínið með eftirréttum,- gjarnan eftirréttum sem ber eru í eins og jarðar- ber. Þá er þetta kampavín gott með tertum. í stuttu máli má því segja að kampavín henti vel með flestum mat. Persónu- lega finnst mér það þó ekki passa með villibráð. Kampavín á yóðu verði Þess má geta, að þótt hér á landi sé eitt hæsta verð á áfengi í heiminum er þó kampavín sú tegund áfengis sem er á nokkuð góðu verði, sé miðað við nágrannalönd okkar.IH Sigmar B. Hauksson mæiir með eftirtöldum víntegundum: Sérrí: Gonzalez Byass Tio Pepe Fino kr. 1.830 Lustau Jarna Fino kr. 1.890 Garvey Fino San Patricio kr. 1.880 Púrtvín: Sandeman's fine Tawny kr. 2.990 Warre's Otima 10 ára Tawny kr. 2.140 Kampavín: Bottinger Brut Special Cuvee kr. 3.390 Gosset Brut Excellence kr. 2.590 Taittinger Brut Reserve kr. 2.890 Lanson Black Label Brut kr. 2.640 Lanson Ivory Label Demi-Sec kr. 2.640 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.