Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 112
Birna Einarsdóttir, sem tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra markaðs- og sölumála hjá íslandsbanka, er viðskiptafræðingur
frá Háskóla íslands og er með MBA-gráðu frá Edinborgarháskóla. FV-mynd: Geir Ólafsson
Birna Einarsdóttir hjá Islandsbanka
Eftir ísak Öm Sigurðsson
Fyrstu vikumar mínar hjá
íslandsbanka hafa farið
í að heimsækja útibú og
fyrirtæki í viðskiptum, spjalla
við starfsfólk og fylgjast með
umræðum fókushópa með
viðskiptavinum. Ég taldi það
bestu leiðina tíl að fá rétta
matið á starfsemina, ímyndar-
stöðu bankans og hvemig
minum málaflokki yrði best
fyrir komið í starfseminni,"
segir Bima sem tók nýverið
við starfi framkvæmdastjóra
markaðs- og sölumála hjá
Islandsbanka.
„Starf mitt hjá íslands-
banka felst í allri markaðs-
setningu og kynningar-
málum fyrirtækisins auk
sölustjómunar sem unnin er
með viðskiptaeiningunum.
Viðskiptaeiningamar em allar
rekstrareiningar á svokölluðu
viðskiptabankasviði, ekki
eingöngu fyrir útibúanetið
heldur einnig fyrir fyrirtækja-
svið, Glitni og Eignastýringu.
Jafnframt er deildin ábyrg
fyrir vömþróun. Ég er tiltölu-
lega nýkomin til starfa héma,
byrjaði í septembermánuði
síðastliðnum. A sama tíma og
ég kom til starfa hjá íslands-
banka urðu miklar breytingar
á húsnæðislánamarkaði þar
sem bankamir urðu virkari
þátttakendur í útlánum til
fasteignakaupa. Innkoma
bankanna hefur algerlega
breytt landslaginu á þessu.
Við hjá Islandsbanka teljum
okkur veita bestu ráðgjöfina,
besta vömúrvalið og leggjum
mikla áherslu á það við við-
skiptavini okkar að skoða alla
möguleika og lánsform áður
en ákvörðun er tekin.“
Birna er viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla íslands og
tók síðan MBAfrá Edinborgar-
háskóla. „Undanfarin 6 ár hef
ég starfað hjá Royal Bank of
Scotland, var þar verkefna-
stjóri í markaðsmálum. Meðal
verkefna minna í Skotlandi
vom alls konar íramþróunar-
verkeíhi sem tengdust fyrir-
komulagi sölumála í útíbúum
bankans, á Netinu og í síma.
Royal Bank of Scotland er 125
þúsund manna fyrirtæki með
um 2.600 útibú víða um heim
og ég var því að eiga við öðm-
vísi stærðir þar en hér heima.
Royal Bank of Scotland er um
þessar mundir íimmti stærstí
banki heims eftir samein-
ingu við Nat West Það hafði
alltaf blundað í mér að koma
aftur heim til Islands - banka-
umhverfi hér er mikið breytt
og gaman að taka þátt í því.
Ég er áhugasöm um að dóttir
min, sem er 5 ára, læri íslensku
enda stefndi í það að hún yrði
Skotí ef hún byggi eingöngu í
Skotlandi öilu lcngiir."
Maður Birnu er James
Hine sem er doktor í við-
skiptasiðfræði. Þau halda
um þessar mundir heimiH á
tveimur stöðum, eiga íbúð
hér í Reykjavík og einnig
íbúð í miðborg Edinborgar.
,James fær rannsóknarleyfi
um næstu áramót og kemur
þá hingað tíl Islands.
Þegar maður er í mikiHi
rinnu og með bam, gefst því
miður ekki mikiH tími í áhuga-
mál. ÆtH ég segi ekki bara eins
og fegurðardrottningarnar,
áhugamálin eru líkamsrækt,
ferðalög og lestur góðra bóka
- aHt meira og minna ósattí
Fáir trúa því þó að ég er mikfl
sveitakona enda alin upp að
hluta til af frændfólki minu í
Landssveit Það var einmitt þar
sem ég lærði að blóta eins og
karimaður!" segir Bima. 33
112