Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 17
SÁL,NAHUGMYNDIR . . .
91
er erfitt að sporna gegn því, að það gerist. Trúin á, að
það sé satt sem Finnan segir verður Ingimundi stöðugt
úmhugsunarefni. Hann trúir á þetta, reiðist orðum henn-
ar af því að hann vill ekki að þau séu sönn, og af því að
þau hafa sáð efans fræi í hug hans. Loks er svo það atriðið
sem snertir sálnahyggjuna. Freysmyndin sem fer óravegu
til Islands er þangað flutt af óþekktum öflum, jafnvel
fyrir eigin kraft, en sú hugmynd er ekki óalgeng. Finnan
sér langar leiðir, hún kemst í ástand þar sem sál hennar
fer óravegu á skömmum tíma, og hún fer ekki aðeins um
í’úmið heidur einnig tímann.
í tólfta kafla er sagt frá, að Ingimundur gamli sendi
eftir „Finnum ok kómu norðan þrír. Ingimundur segir
at hann vill kaupa at þeim, — ok vil ek gefa yðr smjör ok
tin, enn þé farit sendiferð mína til Islands at leita eftir
hlut mínum ok segja mér frá landslagi". Þeir svara: „Sem-
sveinum er þat forsending at fara, enn fyrir þína áskorun
viljum vér prófa. Nú skal oss byrgja eina saman í húsi,
°k nefni oss enginn maðr“, ok var svá gert. Ok er liðnar
voru þrjár nætur kom Ingimundur til þeirra. Þeir risu þá
UPP ok vörpuðu fast öndinni ok mæltu: „Semsveinum er
erfitt, ok mikið starf höfum vér haft, enn þó munum vér
rneð þeim jarteignum fara, at þú kennir land ,ef þú kemr
af várri frásögn, en torvelt varð oss eftir að leita hlutin-
úm ok mega mikið atkvæði finnunnar . . .“ Vatnsdæla-
saga, kap. 10,12).5
Hamfarir
Þetta segir um aðferð Semsveina i Vatnsdælu. Ýmislegt
ei’ hér íhugunarvert. Til gamans má geta þess, að þetta
mun í fyrsta sinn, sem heitið Sami eða Semsveinar er not-
að um þá Norðurlandabúa, sem síðar voru kallaðir Lapp-
ar, en algengast er að nefna Finna í íslenskum fornritum.
Sjálfir hafa þeir löngum nefnt sig Sama og vilja að svo