Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 55
DAUÐI OG UPPRISA 129
Við getum ekki talað um ,,dauðann“, hann er ekki til,
heldur umbreyting efnis.
Ef nokkur dauði er til, þá er það dauði að standa að-
gerðarlaus allan daginn.
Ef mannkynið stendur í stað og menn gleyma því sem
er verkefni lífsins, þá er það ekki líf, heldur dauði.
Ef einhversstaðar er stöðnun, hugsunarlaus vanafesta
eða mótþrói gegn kröfum tímans og framfaranna, þá á
Það óneitanlega skylt við dauða. Við skulum líta hér á
litla sögu sem ég fann í ræðum Sr. Páls Sigurðssonar,
Gaulverjabæ:
/ ungdæmi mínu hugsaði ég mér lífið sem leikvöTl, og
gö vegur þess væri hæði sléttur og heinn, en aftur hugsaði
ég svoleiðis um dauðann, að hann lœgi við enda vegarins
sem steinn ógurlegur, er fáir lcœmust slysálaust yfir. Ef
sannleikann skál segja, var ég á þeim aldri, ekki liræddur
við lífið, en lirœddur við dauðann. Nú, síðan ég eltist, hefi
ég komist að raun um, að háðar þessar ætlanir mínar
voru barnalegar og einmitt hvorug á réttum rökum hyggð-
ar. Því að fyrst hef ég komist að raun um, að vegur lífsins
or ekki alls kostar greiður, heldur kaTla þar margar skyld-
Ur að, og fleiri en margur einn ihugar. Framfarcdeið
viannkynsins er torsótt, og eitts og skáldið segir: „ógurleg
er andans leið, upp á sigurhæðir“. Eftir þvi sem guðsrikis
ójarta sól upplýsti veginn betur fyrir mér, eftir þvi sá ég
fleiri nauðsynjar og skyldur mannsins, nauðsynjar og
skyldur sem snerta ekki lúð likamlega líf eingöngu, heldur
°g hið andlega líf, nauðsynjar og skyldur, sem snerta
þroska mannlegs anda, snerta framför í þekkingu og vilja.
^annig sá ég æ betur, að leið lífsins var ekki auðhlaupin.
Þar á móti hefi ég sannfærst um, að þessi stóri steinn við
enda skeiðsins, þessi slysáklettur, sem orð fór af, er eng-
%nn til, héldur hafði hann skapast i imyndunarafli veik-
trúaðra manna, sem þekktu ekki elsku vors guðs, þar sem
ákki var um að gjöra neinn stein, heldur aðeins merki á
Ve9amótum. Upp frá þeim tima, að ég fékk þetta að vita,