Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 52
EHLA STEFÁNSDÓTTIR:
DAUÐI EÐA UPPRISA
1 Garöastrœti 8, húsakynnum Sálarannsóknarfélags Is-
lands, hafa i haust verið haldin námskeið, sem nefnast:
,Jnnri gerð mannsins og hulin öfl náttúrunnar.“ Fyrir
námskeiðunum standa hjónin Erla Stefánsdóttir og örn
Guðmundsson. Það má segja að námskeiðin standi frá
kl. 20 á föstudagskvöldi til kl. 15 á sunnudegi, því nœturn-
ar tvœr eru nýttar í heima (drauma) verkefni.
Frœðslan fer fram í stuttum fyrirlestrum og með þeim
eru sýndar litskygganur til glöggvunar. Fólk fœr að gera
ýmsar tilraunir til að kanna nœmi sitt og annarra. Farið
er í gegnum hugleiðsluœfingar og síðast en ekki síst, fólk
deilir reynslu sinni með öðrum. Og er ánœgjúlegt til þess
að vita að enn í dag sé eitthvað það til, sem fœr 15—20
manna hóp til að gleyma svo stund og stað að það kysi
helst að vera að byrja þegar á að hœtta! Þar sem ég vinn
á staðnum, og er viðstödd þegar fólk mœtir fyrsta kvöldið,
þá fer ekki hjá því að ég minnist þess þegar ég fór sjálf á
námskeið i fyrsta sinn lijá þeim.
Það var á Taugardagsmorgni í október 1983. Eg sat í
bílnum svolitla stund. Tilfinningarnar innra með mér
sveifluðust á milli tilhlökkunar og kviða. Tilhlökkunar
vegna þess að ég var að fara á námskeið hjá Erlu Stefáns-
dóttur og af henni og námskeiðunum hennar hafði ég
heyrt fjölmargt, sem mér þótti mikið til um. En kviða,
vegna þess að ég hafði hingað til, eins og sjálfsagt margir
aðrir, leyft sjálfri mér að lifa í þeirri trú að ég yrði ekki