Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 94
168
MORGUNN
Á þessu bjarta sviði verður baráttan ákaflegri, áreynsl-
an verður ekki mæld á mælikvarða jarðneski’ar reynslu.
En árangurinn af slíku starfi, af slíku vitsmunalegu og
andlegu striti og baráttu, tekur líka fram hinum æðstu
hugarhræringum í lífi mannanna á jörðunni. Ánægja út
af lífinu vex ómælanlega.
Á þessu sviði er sálin í ýmsum líkömum, fer úr einum
í annan, eftir því sem hún tekur framförum. Líkamirnir
verða alltaf smágerðari. En eitt lögmál ríkir hvarvetna,
að sálin verður ekki vör við aðrar verur en þær, sem hafa
líkama með sama sveifluhraða — nema hún setji sig í
ástand, er samsvarar þeim kynlega svefni, sem nefndur
er dáleiðsla. Þegar hún er í því ástandi, getur hún farið
aftur á við, farið um stund niður eftir stiganum og kom-
izt í hugrænt samband við sálir í þyngri líkama. Hún getur
jafnvel stigið niður í Hades, komizt þar inn í þokuna og
komizt í samband við menn á jörðunni. Þá er hún oft eins
og í nokkurs konar draumi, og þá er eins og endui’minn-
ingin um reynslu hennar á æði’a sviði sé um stund horfin,
svo að hún er ekki fær um það — nema með sjaldgæfum
undantekningum — að flytja neina merkilega fræðslu.
Hún flækist inn í hýði jarðneskra endui’minninga, sem oft
eru ekki hennar eigi endurminningar, og getur ekki talað
um annað en hversdagsleg jarðnesk efni. Þetta varpar
skilningsljósi yfir þá staði’eynd, hve tiltölulega langtum
meira kemur hjá góðum og ái’eiðanlegum miðlum af end-
urminningasönnunum en af skýringum og sannfærandi frá-
sögnum um líf framliðinna manna.
Mennirnir geta ekki hugsað sér nýjan hljóm, nýjan lit
eða nýja tilfinning; fyrir því er þeim ekki unnt að hugsa
sér hina óendanlegu tilbreytni af nýjum hljómum, litum
og tilfinningum, sem verður fyrir oss á f jórða sviðinu, segir
Myers.
Mennirnir sofa mjög mikinn hluta af jarðlífinu, ei’U í
meðvitundarleysisástandi, og mönnum telst svo til, að jafn-
vel þegar maðurinn er vakandi og heilbrigður, stöðvist