Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 36
110
MORGUNN
beinni línu, heldur sé seinni helmingur hringlaga ferils
þar sem fyrri helmingurinn nefnist ,,innþróun“. Meðan á
innþróunartímabilinu stendur stígur lífið frá tærri sam-
kenndarvitund sinni og sekkur sér i áföngum niður í stig-
þéttara efni. Er líður á framþróunarhluta hringrásarinn-
ar vaknar vitundin og hefur hina löngu göngu takmark-
ana og hindrana efnisins í átt til sjálfsvitundar og þaðan
af hærra. öil fínleikastig efnis eru samofin en ekki sund-
urskilin. Sagt er að sjö sammiðja svið séu fyrir hendi
varðandi innþróun og framþróun, og þar sem efni og
orka eru i raun það sama má hugsa sér þetta sem saman-
safn orkusviða sem eru sjálfstæð en jafnframt innbyrðis
tengd.
Því er haldið fram að á bak við allt líf sé hin ótakmark-
aða eilífa tilvist. Frá því sem kallað er hið fullkomna
birtist allt, og allt mun snúa þangað aftur að lokum. 1
þessari einu fullkomnu tilvist er alheimur okkar aðeins
sem stök bára á heimshöfunum — birting sem vaknar og
sofnar á víxl. Frá hinu fullkomna er ótölulegur fjöldi al-
heima sagður birtast, og í hverjum alheim eru óteljandi
sólkerfi. Hvert sólkerfi er í raun birting háþróaðrar vit-
undar sem kallast Logos, og þýðir, „orð Guðs“. „1 upp-
hafi var orðið og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð“,
(Jóh. 1:1). Þessi vitund er í öllu og allt er hluti af henni.
Frá sjálfu sér hefur hin guðdómlega vitund birt sólkerfi
okkar ásamt ógrynni annarra. Frá henni komum við og
til hennar munum við aftur snúa. 1 okkur birtist hin guð-
dómlega vitund í gegnum hugsun, líkami okkar og til-
finningar á sama hátt og við birtumst í hinum mikla fjölda
fruma er byggja líkami okkar. Maðurinn getur ekki ráðið
hinn mikla leyndardóm uppruna síns en hann getur leyft
sér að hugleiða mikiileika sköpunarinnar, um möguleika
og eðli annarra alheima og einnig þann möguleika að
jafnvel Logos þessa sóikerfis sé að vinna sér aukinn
þroska.
Þrjú víðtæk lifshvatatímabil þurfti til að koma veröld-