Morgunn - 01.12.1984, Blaðsíða 23
SÁLNAHUGMYNDIR . . .
97
var sagt, þat var laugarnótt, þá fór Snorri til tíðá einn
saman, ok var mjök langt at fara. Þá kemr at honum
tröllkonan ok sækir hann ok bægir honum til fjalls. Þá
biðr hann, at Guðmundr prestr skyldi duga honum, ef
hann væiá svá mikils ráðandi við guð sem hann hugði, ok
leysa hann af flagði þessu. En í því sýndist honum sem
Ijós kæmi yfir hann, en ljósinu fylgdi maðr í kirkjukápu
og hafði vatnsstökkul í hendi ok sökkti á hann. En þá
hvarf tröllkonan sem hon sykki niðr. En honum fylgdi
Ijósit allt til bæjarins. Ok þótti hann kenna, at ljósinu
fylgdi Guðmundr prestr Arason.
Nú bar þat saman, at á einni stundu vitraðist hann
Snorra ok djákninn hafði eigi þunga kennt af honum“
(Sturlunga, I, 144-145).11
Ekki er unnt að benda á gleggri samsvörun með sagna-
hefð Sama og norrænna manna en hér. Þó er ekki loku
fyrir það skotið, að sagan sé til orðin án beinna tengsla
við samiskar sálfarasögur, hamfarir, en líklegt er, að sú
reynsla sem þarna er sagt frá sé mótuð um langan aldur
á norðurslóðum. Það, sem einkum vekur athygli við frá-
sögn Sturlungu er þyngdarleysi líkama Guðmundar prests
meðan sál hans fer vestur á firði .
Sliaman og lilutverk hans
Shamanisminn er útbreiddur um allt norðurhvel jai’ðai’.
Einkum er hann algengur meðal Eskimóa og margra veiði-
bjóða í Asíu. Indíánar í Norður-Ameríku þekkja mörg ráð
til að komast í shamaniskt ástand, og eins og rakið hefur
verið eru Samar miklir shamanar. Segja má, að shaman-
isminn einkennist af aðferðum til að hafa vald á sálinni,
i'áða ferðum hennar og beinlínis nota eðli hennar í ákveðn-
dm tilgangi. Til þess að komast í slíkt ástand eru ýmsar
aðferðir notaðar. Stundum neytir shamaninn einhverra
efna, sem víkka vitundarsvið hans og gera honum fært að